Leita í fréttum mbl.is

Úrrćđi eđa úrrćđaleysi

Ríkisstjórnin birti í vikunni ađgerđaráćtlun til ađstođar skuldsettu fólki. Athygli vekur ađ ekkert í ađgerđunum nýtist venjulegu  fólki sem horfir fram á vaxandi skuldabyrđi og meiri greiđsluerfiđleika vegna hruns krónunnar og ţar af leiđandi stökkbreytta höfuđstóla verđ- og gengistryggđra lána.  

Ţjóđfélagsúrrćđi verđa ađ miđa ađ ţví ađ taka á sértćkum vanda venjulegs fólks vegna hruns gjaldmiđils međ tilheyrandi verđbólgu sem hefur stökkbreytt höfuđstólum lána. Ekkert í nýjasta ađgerđarleysispakka ríkisstjórnarinnar sem heitir  ađgerđarpakki gerir neitt í ţeim málum.  Er ţađ furđa ţó fólk sé orđiđ uppgefiđ á úrrćđalausri ríkisstjórn.

Áfram  skal haldiđ ađ innheimta ađ fullu stökkbreyttu höfuđstóla húsnćđislána svo lengi sem hćgt er ađ kreista nokkuđ blóđ undan nöglum skuldara. Ţegar ţađ er ekki lengur hćgt ţá býđur ríkisstjórnin upp á tímabundinn ađgerđarpakka viđ nauđungaruppbođ, gjaldţrot eđa greiđsluađlögun. Skuldarar hljóta síđan ađ fagna ţví ađ stofna á nýtt embćtti umbođsmanns skuldara ţar sem einn Samfylkingarfursti í viđbót verđur settur á spenann.

Ađgerđarpakki ríkisstjórnarinnar sem heitir "Umfangsmiklar ađgerđir vegna skuldavanda heimilanna" er athygliverđ lesning.  Samantekt, efnisyfirlit og lýsing á ţví sem gert hefur veriđ tekur 6 blađsíđur af 12 og megin hluti ţess sem síđan er taliđ eru hlutir sem stefnt er ađ ţví ađ gera einhvern tíma í framtíđinni.

Í hvert skipti sem ríkisstjórnin kynnir ađgerđir til ađstođar skuldsettu fólki ţá er ég svo einfaldur ađ halda ađ nú muni ríkisstjórnin ćtla ađ gera eitthvađ ađ viti en verđ eilíft og ćvinlega fyrir vonbrigđum viđ ađ sjá stefnu-úrrćđa- og getuleysi ţessa fólks. 

Ríkisstjórnin ţyrlar upp reykskýí  og gefur fyrirheit en ţegar rykiđ sest ţá blasir áfram viđ endalaus sandauđnin og tilbođiđ er ađeins um áframhaldandi eyđimerkurgöngu í bođi ríkisstjórnarinnar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og sem fyrr er ekkert hlustađ á Hagsmunasamtök Heimilana sem hafa ítrekađ bent á lausnina. Fćra "klukkuna" til baka til janúar 2008. Ţá standa allir í sömu sporum. Leiđin er ţá sanngjörn og algjörlega óumdeilanleg. Já, og ţeir sem fjármagna (borga) umbođsmann skuldara eru bankarnir. Hverjum ţjónar ţá umbođsmađur fyrst???

Ţórmundur (IP-tala skráđ) 19.3.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Guđmundur St Ragnarsson

Og međ ţví ađ ćtla ađ skattleggja afskriftir hefur ríkisstjórnin neglt síđasta naglann í líkkistu Skjalborgarinnar.

Guđmundur St Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 11:35

3 Smámynd: Ţorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála, ţađ er fátt orđiđ jafn grátlegt og ríkisstjórn sem stendur á bryggjunni međ bjarghringinn á milli handana, en gerir ekkert nema hvetja ţá sem eru ađ drukkna til ađ sýna ţolinmćđi á međan.

Ţorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2010 kl. 18:23

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ hef ég líka sagt Ţórmundur. Ţađ var ekkert annađ ađ gera strax og hruniđ varđ og međ hverjum mánuđinum sem líđur versna og versna lífskjör og eignastađa venjulegs fólks. Ađgerđir ríkisstjórnarinnar eru kák fólks sem veit ekki, skilur ekki og kann ekki.

Jón Magnússon, 19.3.2010 kl. 21:47

5 Smámynd: Jón Magnússon

Góđ ábending Guđmundur. Ţetta er međ ólíkindum.

Jón Magnússon, 19.3.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ţorsteinn ég held ađ ţeir séu ekki međ neinn bjarghring ţeir vita ekki hvernig hann lítur út.

Jón Magnússon, 19.3.2010 kl. 21:48

7 Smámynd: Ţorsteinn Valur Baldvinsson

Held Jón ađ ţađ sé AGS sem banni notkun bjarghringja.

Ţorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2010 kl. 23:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 1697
  • Frá upphafi: 2291587

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1523
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband