Leita í fréttum mbl.is

Aðför að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur

Það er fordæmanlegt að fréttamiðlarnir visir.is og dv.is skuli með fréttaflutningi sínum hafa staðið að því að hvetja fólk til að gera aðför að heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem fréttamiðlar gera mannsöfnuð fjögurra einstaklinga að fjöldamótmælum og hvetja óbeint til aðfarar að heimili viðkomandi.

Þetta er sennilega líka í fyrsta sinn sem aðför er gerð þó örfámenn hafi verið að heimili óbreytts þingmanns. Fyrir ári mátti dómsmálaráðherra þola aðför að heimili sínu vegna þess að ráðuneyti hennar gerði tilraun til að framfylgja lögum um innflytjendur. Öfgafólk fyrir landamæralausu Íslandi var ekki á sama máli og brást við með þessum ósæmilega hætti. Sú aðför var almennt fordæmd.

Það verður hver að svara fyrir sig og sínar gerðir og sýslan á eðlilegum vettvangi.  En það verður að vera órjúfanlega tengt íslenskri  menningu og siðferði að við virðum einstaklingsfrelsi og friðhelgi einstaklingsins þar með talið heimilisfrið fólks. Allir fjölmiðlar og stjórnmálamenn eiga að sameinast í fordæmingu á aðför eins og þeirri sem tilraun var gerð í gær til að gera að heimili Þorgerðar Katrínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að fá svo upp í kok af því hvernig þetta fólk hefur hagað sér. Maðurinn hennar var launahæsti maðurinn hjá Kaupþing með um 24 milljónir í mánaðarlaun, lét afskrifa kúlulán uppá eitthvað um 800 milljónir ef ég man rétt,  á meðan gengið er að eignum almennings.  Þorgerður ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér en að öðru leiti er  ég sammála þér 100% . Það á að láta heimili fólks í friði þar sem eru börn sem hafa ekkert til saka unnið.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 09:33

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undir þetta geta allir tekið og þar að meðal ég. Þarna ertu að setja fram kröfur um hegðan í samfélaginu. Þú tekur ekki til umfjöllunar þær breytingar- byltingu öllu heldur í þvi ferli siðrænnar þróunar sem stýrt var af tilteknum hópum áhrifamanna á flestum póstum.

Hér breyttist á skömmum tíma í óargadýr óhugnanlegur fjöldi fólks af báðum kynjum sem tældi fólk til að setja aleigu sína að veði fyrir hagnaði sem því var lofað. Allmargir töpuðu aleigu sinni og stóðu frammi fyrir því að vera orðnir vanskilamenn með brotna ímynd.

Ég hef mikla samúð með börnunum sem misstu feður sína. Feðurna sem treystu sér ekki til að lifa með þá sjálfsmynd sem þeir höfðu kappkostað að forðast og lagt líf sitt og metnað í að styrkja.

Og ég mun aldrei skoppa framhjá þeim sannleika að á bak við þessa ógæfu alla var hugmyndafræði. Hugmyndafræði sem hafði að leiðarljósi græðgina og til liðsinnis lygina hrokann og flest það sem skekkir þá ímynd sem maðurinn hefur leitast við að skapa sér.

Stjórnmálamenn þiggja vald af fólki. Það er ekki sjálfgefið að öllum sé fært að skilja ábyrgðina sem því fylgir að drýgja fólki örlög.

Verði ekki gert upp við þetta svartnætti Íslandssögunnar af einurð og heiðarleika þá er það vísun á annað slys. En til þess þarf kjark.

Og þarna koma margir einstaklingar vð sögu sem verða að skilja þann einfalda sannleika að sá sem með einhverju móti fellur undir orðið valdsmaður verður að hefja það ferli með því að takast á við að vera maður í góðum skilningi og sönnum.

Takist það ekki þá er voði vís.

Á þessu prófi féllu flestir þeir sem undir það gengu úr hópum þeirra sem tóku að sér það vandaverk að drýga þjóð sinni örlög.

Reiði er vond en hún er ekki alltaf sjúkleg. 

Bestu kveðjur.

Árni Gunnarsson, 16.4.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Mér þykir verst að það mættu ekki fleiri. ,,Aðför að heimili Katrínar", hvað með aðför að heimilum hundruða, ef ekki þúsunda fólks, sem hefur orðið illa út úr bankakreppunni, fólks sem trúði lygum Þorgerðar, og treysti á hana til að vernda hagsmuni fólksins í landinu, eins og hún var kosin til ? Einu hagsmunirnir, sem hún hugsaði um voru hennar eigin.

Það hefði átt að ryðjast inn, og henda henni og fjölskyldu hennar út á götu, eins og búið er að gera við hundruð Íslendinga um land allt. Það er ekkert réttlæti, ef hún og fjölskylda hennar fær að búa áfram í eigin húsnæði, með 1700 milljóna skuld á bakinu, á meðan fólki er hent út vegna skitins bílaláns uppá kannski nokkur þúsund. Og hver ber ábyrgð á því ástandi sem hér er ? Atvinnuleysi og örbirgð ? Hver annar en þeir sem tóku þátt í að mergsjúga bankana á kostnað almennings ?

Það eina rétta fyrir Þorgerði Katrínu er að segja af sér öllum opinberum störfum strax, og flytja síðan út úr glæsihöllinni. Það er nóg til af leiguhúsnæði. Kannski hefur hún ekki efni á því, þegar hún verður atvinulaus, hún finnur þá kannski sviðan af gjörðum og aðgerðarleysi sínu.

Og Kristján, ,,drengurinn okkar" faldi sig bak við lítið barn, þvílík hetja !!

Börkur Hrólfsson, 16.4.2010 kl. 11:24

4 identicon

Góðan dag; Jón Magnússon !

Stæði þér ekki nær; að verja heimili þess fólks, sem Sýslumenn landsins, og þeirra fylgikindur (Banka lúðar og önnur úrhrök), sitja um - og hafa setið, að undanförnu ?

Má vart; á milli sjá - hvort siðblindara er / fólk; af gráðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, eða þá; íslenzk lögmanna stétt, að stærstum hluta, síðuhafi góður.

Hér eftir; duga engar fyrigefningar - né kærleikur, til handa valda stéttinni, heldur; grimmilegar hefndir, eftir aðförina, að íslenzkri Alþýðu !!! 

Með; kveðjum þó /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 15:49

5 identicon

Þetta eru ákaflega lítisverð vinnubrögð hjá þessum blaðamönnum. Til háborinnar skammar.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 16:06

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, ég vil minna þig á að bað DV.is og visir.is sögðu reglulega frá því þegar öfgahópur sletti málningu á hús manna. Þá sögðu þeir skilmerkilega frá því þegar hús annars Werners bræðranna var málað að utan og ,, að til stæði að mála hús hins bræðranna svo og hús Bjarna Benediktssonar". 

Ég minnist þess ekki að hús Hreins Loftssonar, Jóns Ásgeirs eða annarra Baugsmanna væru máluð. 

Þessar aðgerðir virtust ekki stuða ríkisstjórnina, fyrr en hús dómsmálaráðherra var málað. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2010 kl. 17:43

7 Smámynd: Jón Magnússon

Rafn meginatriðin í því sem ég blogga um er mannhelgi og friðhelgi heimilis og ómerkilegheit fjölmiðlanna sem reyndi að egna fólk til þessarar aðfarar. Við erum sammála um þau atriði. Það er síðan mál sem fólk á að tala um opinskátt hvort það telur eðlilegt að kjörnir fulltrúar þeirra gegni áfram trúnaðarstöðum eða ekki. 

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 19:20

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ágæti vinur minn Árni þetta er vel sagt sem þú bendir á í athugasemd þinni og við erum sammála í öllum meginatriðum. En mannhelgi og friðhelgi einstaklingsins verður að virða og það er þungamiðjan í því sem ég er að benda á.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 19:22

9 Smámynd: Jón Magnússon

Börkur það hafa fáir bent á það jafn oft og lengi hvað við búum við vond lánakjör og ég hef krafist breytinga á þeim í tæpa tvo áratugi og gert sérstakar athugasemdir við verðtrygginguna og líka gengislánin þegar þau komu fram.  Ef þú skoðar það sem ég hef sagt og skrifað svo árum skiptir þá er það einmitt athugasemdir við lánakerfið í landinu. Ég taldi þegar hrunið varð að það yrði að frysta verðtrygginguna og bjóða fólki upp á skuldbreytingu gengislánanna. Það var ekki gert og ríkisstjórnin hefur ekkert gert sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk hvað þetta varðar. Það gengur ekki og þar verður að verða breyting á. Við getum verið sammála um það.  Hitt er annað Börkur að við eigum að standa saman um að heimili fólks sé friðheilagt og ekki veitast að fólki á heimilum sínum. Þá brestur eðlileg umgjörð réttarríkisins um grundvallarmannréttindi. Það er svo annað að það verður hver um sig að svara fyrir það sem viðkomandi hefur gert.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 19:30

10 Smámynd: Jón Magnússon

Óskar ég hef heldur betur staðið í baráttu til verndar heimilum fólksins í landinu. í fyrsta lagi með tillögugerð um afnám verðtryggingar af skuldum. Í öðru lagi með því að leggja áherslu á lög um greiðsluaðlögun um árabil áður en frumvarp var loks lagt fram á Alþingi og þá að standa að samþykkt þess. Í þriðja lagi að vera meðflutningsmaður á frumvarpi um ábyrgðarmenn sem varð að lögum á síðasta þingi.  Við erum síðan gjörsamlega ósammála um baráttuaðferðir Óskar.  Fyrir rúmum þúsund árum sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á Alþingi íslendinga eitthvað á þá leið að ef lögin væru rofin þá væri friðurinn líka rofin. Þeir sem beita hefndaraðgerðum verða venjulegast fyrir þeim sjálfir á endanum. Þú ættir að skoða söguna hvað það varðar Óskar.  Við höfum byggt hér upp réttarríki og það skiptir okkur máli að virða það en vinna að lagfæringum á því sem úrskeiðis hefur farið. Sú leið er hægfara en stefnir að ákveðnu marki. Sú leið sem þú talar um að fara hefur aldrei orðið til góðs þegar upp hefur verið staðið.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 19:36

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir athugasemdina Gunnar við erum algjörlega sammála.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 19:36

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurður þetta eru athyglisverðar upplýsingar ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessu sem þú ert að nefna.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 19:37

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég sá í dag manninn sem keyrir út stefnurnar á því svæði sem ég bý,  hann hefur komið víða við undanfarið, ég get mér þess til að í sumum tilfella voru það börn sem opnuðu dyrnar fyrir þeim manni sem kvaddi dyra á "þeirra" heimili til að bera þeim væntanlega "váleg" tíðindi.

þungir timar hjá mörgum í dag

Jón Snæbjörnsson, 16.4.2010 kl. 23:19

14 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Jón að það eru þungir tímar hjá mörgum í dag. Börn taka raunar ekki við stefnum og stefnur eru afhentar í umslögum þannig að þau válegu tíðindi sem þar eru liggja ekki fyrir fyrr en viðkomandi opnar bréfið ef hann tekur ekki við stefnunni sjálfur. Mér er ekki kunnugt um annað en stefnuvottar gæti þess að sýna kurteisi og háttvísi en séu ekki með ógnandi tilburði eða rjúfi heimilisfrið. En þetta kemur í sjálfu sér Þorgerði Katrínu eða aðför að heimili hennar ekki við. Sú aðgerð er ekki að einu eða neinu leyti tengd störfum stefnuvotta. Með sama hætti mætti hvetja til þess að rjúfa heimilisfrið hjá Steingrími J og Jóhönnu en það er heldur ekki samhengi þar á milli. Þá mætti líka með sama hætti rökfæra það og væri í sjálfu sér eðlilegra að gerð yrði aðför að heimli félagsmálaráðherra sem hefur ekki verið með nema takmarkaðar tillögur til lausnar skuldavanda heimilanna. En það væri líka fráleitt vegna þess að vandinn er ekki félagsmálaráðherra að kenna. En setjum svo að vandinn væri að einhverju leyti honum að kenna þá væri samt rangt að gera aðför að heimili hans. Það er þá eðlilegra að mótmæla við ráðuneytið eða þingið. Flóknara er það ekki nafni minn góður. Við eigum að virða mannhelgi og friðhelgi heimilisins.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 23:43

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þó fyrr hefði verið

Finnur Bárðarson, 16.4.2010 kl. 23:54

16 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

 Stefnuvotturinn sem ég var að vitna til er hin hugprúðasti maður er einvörðungu að sinna starfi sínu, ekkert við han að sakast svo það sé á hreinu.

ég er alveg sammála þér Jón nú sem oft áður, ekki vil ég Þorgerði Katrínu neitt illt og hvað þá að ráðast að heimili hennar eða annarra er fjarri mínum skilningi sem og langt undir öllu venjulegu siðferði að ég tel.

Nei þessi ríkisstjórn er langt í frá að standa sig langt í frá tel ég í raun að umboði hennar sé löngu lokið enda sína kannanir það sem gerðar hafa verið - en einhvern vegin ná þau að sitja sem er mér óskiljanlegt

það eru ólgu tímar sem komu á eftir heljarmikið umrót margir vilja ákveðna tiltekt sem og uppgjör á öllum stigum - ég kann uppskriftina af friði og sátt fyrir mig en ekki fyrir alla hina því miður - ég vona það besta svo við getum hafið störf að nýju með "bros" á vör að nýju

Jón Snæbjörnsson, 17.4.2010 kl. 07:48

17 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ágaett hjá Árna Gunnarssyni hér ad ofan.  Menn lesi Árna, ritfaeran og réttsýnan. Mín skodun er sú vardandi reglur um mannasidi vid heimili fólks er ad thar meigi menn safnast og leggja fram  mótmaelaplagg en alls ekki fremja nein spjöll. Lögregla aetti raunar alltaf ad vera vidstödd ad frumkvaedi theirra sem vilja mótmaela. Og vera sérstaklega tilköllud. Hugmyndin er thessi: Sidprúd mótmaeli hafa mikil áhrif, meiri áhrif en skítkast og vitleysa.

Guðmundur Pálsson, 18.4.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 66
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 1727
  • Frá upphafi: 2291617

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 1552
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband