Leita í fréttum mbl.is

Skattgreiðendur allra landa sameinist?

Flugsamgöngur í Evrópu hafa legið niðri að mestu í viku vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Deila má um hvort þar ráði ofurvarúð. 

Eftir viku tálmun í flugsamgöngum er hrópað  á neyðaraðstoð vegna þessa fárs og gildir einu hvort um er að ræða talsmenn flugfélaga, ananasbændur í Gana, blómabændur í Kenýa, ávaxtabændur í Ísrael eða fisksölumenn í Evrópu. Jafnvel er talað um verulegar búsifjar í fjármálum heimsins.

Nú sannast það fornkveðna að það er engin búmaður nema kunna að berja sér.  Varla geta framleiðendur og flugfélög staðið svo veikt að þau þoli ekki vikutálmun flugsamgangna.  En það má alltaf kalla á stóru mömmu, ríkið, og heimta fé skattgreiðenda til að standa undir öllu mögulegu og ómögulegu. Ríkið eyðir hvort eð er svo miklu í óþarfa og rugl að þeir sem nú krefjast inngöngu í ríkisfjárhirslur sjá ekki að það muni um einn sláturkepp í viðbót.

Það er kominn tími til að breyta þessu hugarfari og miða við gömlu gildi markaðsþjóðfélagsins um að fólk byggi upp fyrirtæki og aðstoð ríkisins sé til að standa vörð um grundvallar velferð fólks.  Sennilega þarf að breyta  gamla vígorðinu og segja: Skattgreiðendur allra landa sameinist. Þið eigið engu að tapa nema fjötrunum en þið hafið lífshamingju að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bankarnir hafa skapað fordæmi.

Þeim var reddað.

Því ekki öðrum?

Þarna, kemur að vanda, sem stjórnendur þurfa alltaf að hafa í huga, þegar þeir taka ákvaarðanir, þ.e. sköpum við með þeim fordæmi sem munu síðar koma okku í koll.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.4.2010 kl. 14:19

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Einar þess vegna mega fyrirtæki aldrei verða það mikils ráðandi að stjórnmálamenn eigi ekki annan kost en að bjarga þeim. Hugsaðu þér í Bretlandi, Bandríkjunum og Írlandi þar sem skattgreiðendur eru búnir að henda trilljónum dollara í bankahítina hjá sér.

Jón Magnússon, 21.4.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Var annars að lesa nýju AGS skýrsluna.

http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2010/cr1095.pdf

Niðustaðan virðist skýr, að upphaf hagvaxtar stendur og fellur með því, að stór-framkvæmda-verkefni, fari af stað.

Það sést m.a. þegar fyrsta taflan á bls. 28 (Contribution to GDP growth), þá sést að liðurinn "investemts" á nánast allan framreiknaðann hagvöxt ársins 2011. Það, á líka að keyra upp einkaneyslu.

Síðan, verði það útflutningur og neysla einkafyrirtækja, er drífi hagvöxt eftir það. 

----------------------

Það verður spennandi að sjá, hvort raunverulega verður af því, sem vonast er eftir að gerist á seinni helmingi þessa árs, þ.e. að ríkið fari í víking á erlenda lánamarkaði, nái þá að sýna fram á, að Ísland geti fengið lán á viðráðanlegum kjörum, og þá eftir það - geti LV og OR slegið lán fyrir framkvæmdum.

Skv. AGS skýrslunni, er reiknað með, að þau lán skili skuldaaukningu upp á 20% af vergri þjóðarframleiðslu, en aukning veltu hagkerfisins bæti það upp og vel það.

-----------------------

En, á lánamörkuðum er gjörningaveður - sem búið er til af ríkissjóðum iðnríkjanna, en mér skilst að heimsmet fyrr og síðar, verði sett þetta ár, í skuldum sem til mun standa að selja á þessu ári.

Þetta framboð, eða offramboð, skilst mér að sé að auka vaxtamun á milli öruggra og óöruggra lántaka, sbr. Grikkland fór víst upp í 8% vaxtakröfu fyrir 10 ára skuldabréf í þessari viku. En, vaxtakrafa fyrir Grikkland, má vera að sé nú komin fram úr vaxtakröfu fyrir Ísland.

En, þessar aðstæður, eru veruleg ógn, samt sem áður, við þetta plan - að fara í víking á alþjóðkega lánamarkaði.

--------------------------

Ef maður skoðar aftur skýrslu AGS, sbr. töflu bls. 46.

Erlend fjárfesting, fyrir árin 2009, 2010 og 2011=--1.2, 0.5, 1.8

Hallin á verlun við útl. fyrir sömu ár: -0.5, -0.7, -0.2 .

-----------------

En, þ.e. raunhallinn, sem er ástæða þess, að verið er að taka lán inn á gjaldeyrisvarsjóð.

En, þú getur séð á þessu, hvað allt er svakalega háð því, að þessi framkvæmdaverkefni, fari raunverulega af stað.

Ef þau gera það ekki, er allt í voða, eftir því sem ég best fæ séð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.4.2010 kl. 00:46

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góðar ábendingar og tilvísanir Einar Björn það þarf virkilega að vekja athygli á þessu.

Jón Magnússon, 23.4.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 401
  • Sl. sólarhring: 1002
  • Sl. viku: 6145
  • Frá upphafi: 2277896

Annað

  • Innlit í dag: 375
  • Innlit sl. viku: 5681
  • Gestir í dag: 367
  • IP-tölur í dag: 359

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband