Leita í fréttum mbl.is

Krefjandi heilsubótarganga

Sú var tíðin að verkalýðshreyfingin stóð fyrir kröfugöngum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Nú hvetur verkalýðshreyfingin fólk til að mæta í krefjandi heilsubótargöngu með áherslu á heilsubótina.

Þegar ég sem barn sá í fyrsta skipti kröfugöngu  fyrsta maí þá er  mér enn minnisstæður illa klæddur verkamaður sem hélt ásamt öðrum á kröfuborða í norðannepjunni. Hann varð í mínum huga lifandi táknmynd nauðsyn virkrar baráttu þess sem þarf að sækja sinn rétt og lífsafkomu.

Nú er öldin önnur og verkalýðsforustan hefur rofnað úr tengslum við umbjóðendur sína. Þess vegna er mun þægilegra að vera með krefjandi heilsubótargöngu en kröfugöngu 1. maí.

Það raskar ekki ró verkalýðsforustunnar þó að þúsundir félagsmanna þeirra hafi misst vinnuna og séu að missa húsin sín vegna stökkbreyttra höfuðstóla verðtryggðra og gengislána. Verkalýðsforustan krefst ekki breytinga á því en rekur harða baráttu fyrir verðtryggingunni sem sligar nú heimili verkafólks í landinu.

Í samræmi við firringu verkalýðsforustunnar þá má búast við að næst verði fyrsta maí gangan auglýst sem heilsubótar- og skemmtiganga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1678
  • Frá upphafi: 2291568

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1506
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband