Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborgin um Gylfa Magnússon ráðherra

Undanfarna daga hefur þjóðin orðið vitni að  alvarlegustu tilraun forustumanna í ríkisstjórn og stjórnsýslu til að leyna hana upplýsingum og afflytja mál í því skyni að slá skjaldborg um viðskiptaráðherra.

Afskipti Jóhönnu Sigurðardóttur og nokkurra hátt settra embættismanna þ.m.t. Seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra af vandamálum viðskiptaráðherra bera ekki vott um opna og heiðarlega stjórnsýslu.  Þrátt fyrir tilraunir forustumanna í stjórnsýslu og ríkisstjórn til að halda upplýsnigum frá þjóðinni þá liggja samt fyrir upplýsingar sem sýna að viðskiptaráðherra getur ekki setið.

Viðskiptaráðherra hefur verið beraður af því að gefa Alþingi rangar upplýsingar um gengisviðmiðuðu lánin. Upplýst hefur verið að upplýsingar um verulegan vafa um gildi lánanna lágu fyrir í ráðuneytinu vorið 2009 og ráðherra hefur viðurkennt að hafa vitað af málinu sama haust. Samt sem áður gerði hann í fyrsta lagi ekkert til að leiðrétta ummæli sín á Alþingi sem svar við fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um málið.

Í öðru lagi þá hafði viðskiptaráðherra engan viðbúnað vegna þess vafa sem óneitanlega var fyrir hendi um gildi lánanna.

Í þriðja lagi þá verður ekki séð að hann hafi gert samráðherrum sínum í ríkisstjórn grein fyrir málinu svo sem honum bar að gera.

Í fjórða lagi leitaði viðskiptaráðherra ekki upplýsinga um málið hjá Neytendastofu eða Fjármálaeftirliti og kannast ekki við aðvaranir Talsmanns neytenda svo merkilegt sem það nú er.

Í fimmta lagi gerði viðskiptaráðherra ekkert með viðvaranir sem honum bárust sannanlega eftir því sem hann sjálfur segir í september 2009. 

Í sjötta lagi þá kann viðskiptaráðherra með vanrækslu sinni að hafa bakað þjóðinni skaðabótaábyrgð svo nemur milljörðum króna, en um það ræðir Árni Tómasson hjá skilanefnd Glitnis í morgun hafi menn vitað meira en þeir gerðu grein fyrir.

Óneitanlega er það furðulegt að skjaldborg skuli nú slegin um viðskiptaráðherrann, Gylfa Magnússon af  ríkisstjórn og forustumönnum Seðlabanka Íslands. Hvar sem væri í nágrannalöndum okkar hefði verið óhjákvæmilegt að Gylfi Magnússon segði af sér að ósk forsætisráðherra ekki síðar en á mánudaginn. Sú staðreynd að hann skuli sitja ennþá sem ráðherra sýnir betur en margt annað hversu spillt og vanhæf ríkisstjórnin er og hvað litla dómgreind og stjórn Jóhanna Sigurðardóttir hefur á málunum.

Óneitanlega velta margir fyrír sér hvernig á því stendur að vaski stjórnsýslufræðingurinn Sigurbjörg kveður sér ekki hljóðs núna um vanhæfa ráðamenn og vonda stjórnsýslu. Hvar er nú Lilja Mósesdóttir sem er formaður viðskiptanefndar?

Þá vekur þögn vinanna og bandamannanna Egils Helgasonar og verðlaunablaðamannsins Jóhanns Haukssonar sérstaka athygli. E.t.v. er vert að minna á að meðan Gylfi Magnússon var formaður Samkeppnisráðs þá sá ráðið ekki ástæðu til annars en fara mildum höndum um Baug og fyrirtæki því tengdu.

Geri forsætisráðherra sér ekki ljóst að Gylfi Magnússon getur ekki setið lengur sem ráðherra og henni ber að víkja honum úr ríkisstjórn sinni þegar í stað,  sýnir hún ótvírætt fram á vanhæfni sína til að leiða ríkisstjórnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Varðandi skaðabótamál, þá hefur DekaBank þegar sent stj.v. hótanir um slíkt:

DekaBank hótar málssókn á hendur ríkinu, vegna skaða sem hann hafi orðið fyrir, er kröfuhöfum var seld skemmd vara, þ.e. Íslandsbanki!

"Óneitanlega velta margir fyrír sér hvernig á því stendur að vaski stjórnsýslufræðingurinn Sigurbjörg kveður sér ekki hljóðs núna um vanhæfa ráðamenn og vonda stjórnsýslu."

Já, umfjöllun hennar um stj.andstöðuna í Sylfri Egils þegar Icesave deilan var sem mest í gangi, var eftirmynnileg - en hún notaði orðin deila og drottna þá átti hún við að stjórnarandstaðan væri að því, og hún talaði einnig um popúlisma og átti þá einnig við stjórnarandstöðuna.

Hún er langt frá því að vera hlutlaus.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2010 kl. 12:30

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þessi yfirlýsing erlenda bankans er athygliverð og fólk skyldi varast að gera of lítið úr þeirri ábyrgð sem vanhæfur viðskiptaráðherra kann að hafa bakað þjóðinni.

Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur er athygliverð útgáfa forustumanns í Samfylkingunni, sem barðist gegn ríkisstjórn sem Samfylkingin átti aðild að undir forustu vinkonu hennar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og er vakandi þegar hún telur hagsmunum hallað á einhvern vin hennar úr Samfylkingunni en sefur ella. Hún og vinir hennar létu í veðri vaka að þarna færi fræðimaður sem nálgaðist málinn út frá fræðum sínum. Þannig hefur hún ekki hagað sér og málflutningur Sigurbjargar stjórnsýslufræðings hefur verið með þeim hætti að engin getur lengur fengið hana sem hlutlægan álitsgjafa.

Jón Magnússon, 12.8.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Dingli

Heldur þú það í alvörunni Jón, að utanþings-ráðherra sem ráðin var sem fagmaður yfir viðskiptaráðuneytið, hafi tekið upp á því nánast um leið og hann byrjaði, að blekkja allt og alla, halda upplýsingum sem skipt gátu sköpum við endurreisn bankana leyndum fyrir ríkisstjórn, logið að þinginu og ætlað sér þá að því virðist, stjórna þessu öllu saman einn! Ljúga samráðherra sína og þingið út af kortinu og sigla sinn einkasjó?

Það er langt síðan ég missti allt álit á Gylfa Magnússyni. Og hvers vegna? Hann gerði ekkert nema pípa í takt við Steingrím,(AGS) sagði það sem Umskiptingurinn veigraði sér við og hefur nú látið leiða sig til slátrunar eins og sauður.

Mikið andskoti var sú heilaga lúmsk þegar hún kom loks úr felum spyrjandi hvers vegna engin hefði sagt henni frá þessu!! 

Best að sleppa síðustu setningunni. 

Dingli, 12.8.2010 kl. 14:07

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Annars er komið nýtt viðhorf inn í umræðuna.  Aðstoðarmaður ráðherra segir við Morgunblaðið, að það hafi verið vitað allan tímann að lánin væru ólögleg!  Orð hans eru:

Þetta er oft sett fram sem voða einföld mynd, þ.e. að á einhverjum tímapunkti hafi menn komist að því að gengistryggð lán væru ólögmæt. Þetta væri ný uppgvötvun en því var haldið leyndu fyrir einhverjum hópi fólks.

Fyrst þetta var svona einfalt og augljóst, af hverju forðaðist viðskiptaráðherra eins og heitan eldinn að greina frá þessum augljósu sannindum?  Af hverju svaraði hann að erlend lán væru lögleg, þegar hann var spurður um myntkörfulán, sem samkvæmt Benedikt aðstoðarmanni, allir vissu allan tímann að væri óheimilt að gengistryggja?

Marinó G. Njálsson, 12.8.2010 kl. 14:44

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

E.t.v. er vert að minna á að meðan Gylfi Magnússon var formaður Samkeppnisráðs þá sá ráðið ekki ástæðu til annars en fara mildum höndum um Baug og fyrirtæki því tengdu.

Það hlaut að vera einhver skýring á því stundakennarinn frá USA komast til hæðstu metorða á Íslandi.  

Mér finnst eðlilegt í öllum áhættu rekstri sér í lagi þeim sem einkennist að neikvæðum veðlosunarformum [negam] sem endalaust er velt áfram eins og snjókúlu á 5 ára fresti, þar þau eru erlendis miðuð við að veðið sem var að þroskast eða að byggjast sé full þroskað eða byggt inn fimm ára og arðbær rekstur tekin við næstu 30 ár séu eignir metnar á brunaútsöluverði á öllum tímum, til vera ekki að greiða til dæmis skatta af áhættunni. 

Hér sárvantar líka almenna Banka starfsemi sem byggir allfarið á öruggum lánsformun sér í lagi til lengri tíma en 5 ár:þá gætu raunvextir líka verið á sama róli og annarstaðar. Ég tel líka að fjámálageirar erlendis séu minnst 80% byggðir á öryggi erlendis og almenni neytendageirinn sé nánast 100 % öruggur.  

Júlíus Björnsson, 12.8.2010 kl. 20:01

6 Smámynd: Jón Magnússon

Dingli þetta eru athygliverðar hugleiðingar hjá þér og ég held í sjálfu sér ekki neitt um þetta. Hins vegar liggja staðreyndirnar fyrir eins og ég rek í þessari færslu.

Jón Magnússon, 12.8.2010 kl. 22:34

7 Smámynd: Jón Magnússon

Já Marinó það er alveg rétt. Þetta er einmitt einn mergurinn af þessu dapurlega máli sem snertir viðskiptaráðherrann.

Jón Magnússon, 12.8.2010 kl. 22:37

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Júlíus með þörfina á almennri bankastarfsemi og eðlilegum lánakjörum. Mesta meinsemdin sem við eigum við að stríða sem þjóð er vegna þess að það er og hefur verið vitlaust gefið til hagsbóta fyrir fjármálastofnanir og lífeyrissjóði á kostnað venjulegs fólks, einyrkja og smáfyrirtækja.

Jón Magnússon, 12.8.2010 kl. 22:41

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég spáði því um daginn að eitt stig umræðunnar yrði:  Við sögðum þetta alltaf eða Fólk vissi þetta alltaf.  Nú er sá hluti kominn upp.  Það er búið að reyna að bera þetta af sér, misskilja hlutinn, þegja hann í hel, segjast hafa alltaf sagt það og næst er að viðurkenna mistök.

Marinó G. Njálsson, 12.8.2010 kl. 22:51

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sammála hinum, það gengur ekki að viðhafa það fyrirkomulag að vinnandi fólk sé í skuldafjötrum fram á elliár.

Þetta verður að laga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.8.2010 kl. 00:26

11 Smámynd: Benedikta E

Öll ríkisstjórnin verður að víkja.

Gylfa málið er ekki það eina - Hvað með Jóhönnu sjálfa hún hefur reist skjaldborg fyrir Gylfa með yfirlýstu trausti og trúverðugleika á hans blekkingarvef - sjálf þykist hún heldur ekkert vita - enda eins og álfur út úr hól í flestum málum gjörsamlega vanhæf -

Hvað með Árna Pál.........

NEI - Nú sé ég -  hefði bara átt að nefna eina ráðherrann í ríkisstjórn Jóhönnu sem ekki verðskuldar að vera talin með loddurum  landsstjórnar Jóhönnu - En það er Ragna Árnadóttir dóms og mannréttindaráðherra - hún hefur lagt sig fram við að vanda sig til orðs og æðis í sinni vinnu og á þakkir skyldar fyrir það.

Mér þykir óneitanlega líklegt að ríkisstjórn Jóhönnu verði mætt með vantrausts yfirlýsingu næst þegar þingið kemur saman.

Jóhanna ætti að spara sér það og skila inn umboðinu til forsetans - bara strax á morgun. 

Benedikta E, 13.8.2010 kl. 00:29

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var heildsalamegin í 3 ár áður en opinberlega var skipt um samkeppniform á Íslandi og tekið upp hér eitthvað í líkingu við risa stóra skorts samkeppnisblokk. Það er alveg ljóst  skipulagsbreytingar hér voru gerðar breytinga vegna og eftiröpunarþarfar.  Það er sígil í öllum rekstri til langframa að hámarka hagnað af eiginlegum rekstri og lámarka alla áhættu til langframa. Borga öllum í samræmi við vinnu framlag. Mörg lítil framleiðslu fyrirtæki  draga úr allri allsherjar gjaldþrota áhættu. Það var ekkert að því hér í gamla daga að skussar hættu í rekstri, miðað við að það sem tók við.  Í USA er 0,6% gjaldþrot í Bankageiranum frábært aðhald. Gallinn hér er hér er minnst 10% vegna fákeppni.  Íslendingar að mínu mati í öllum stéttum skilja ekki prósentur: það er grunnurinn á vera hundrað til kenningar alþjóðafræðinga hafi gildi. Það kemur fram í skýrslu starfsmanna IMF 2005 allt sem er hér ómögulegt til langframa óháð mannfjölda. Til skilja textann þarf lesandi að skilja rósamálið sem er í svona textum. Oflof er notað í staðinn fyrir fordæmingar, sem er svo bakað upp nokkrum síðum framar með fyrirmyndar dæmum. Þetta krefst þjálfunar í lestri fræðimanna texta erlendis og geta geymt nokkra kafli í minninu. Grunnmenntun sem er alveg horfin hér síðan um 1972.

Negam-lánsform "negative amortization" neikvæð veðaflosun: það er fjrálshyggjan í íhaldsamari öruggri langvarandi lánastarfsemi, passar ágætlega við hér meðan Íslendingar voru að bograst út úr moldakofunum almennt fyrir 100 árum og sá seinast flutti hér í Reykjavík fyrir um 50 árum. 1972 trúir enginn maður með viti að Ísland sé þróunarríki í venjulegum skilning vegna hráefna og orkuskorts eða fáfræði.   Þjóðverjar telja Íslendinga duglega og það þýðir að við erum ekki latir að þeirra mati, en hefur ekkert með greind að gera.  Frumkvæði og nýjungar það er merki um greind sem skilur menn frá öpum.

Til að skilja skammtíma negam-lánsform þá munu það hafa komið til upphaflega til að auðvelda alþjóðalánstofnum og þjóðaseðlabönkum að lána til byggingarframkvæmda var þá tekið veð í byggingunni fyrirfram ásamt öruggri tryggri rekstraáætlun til minnst 30 ár eftir að hámarks byggingartíma 5 ár var lokið.  Veðin voru að þroskast.

Þess vegna einkennast þau öll af því að veðaflosunninn er minnst fyrst og mest í lokinn. 

Einnig er beiting vaxtanna í hausi bréfsins[vextirnir að nafninu til eða nafnvextir] alls ekki því sem var talið venjulegt. þeir geta myndað fót í allskonar æðri stærðfræði formúlum sem alls ekki er á færi venjulegra hagfræðinga að skilja það er greina niður og leiða út aftur. Þess vegna bíður formið upp á leiðréttingar og dreifingar vaxtaformúlur má hanna þannig að nafnvextir verði í samræmi við pantanir lántaka. Hentar siðspiltum stjórnssýslum  vanþróaðra ríkja oft mjög vel að mínu mati.  Frægasta negam lánið kallast á ensku Balloon þar sem hugtekið gefur mynd af gífurlega stórum loftbelg fylltum [eldfimu] gasi.  Sagt vegna þess hve gífurlega stór lokagreiðslan er innan 5 ára. Þetta hefði betur verið þýtt sprengiblöðru lán en kúlu.

Vegna hvers negam-lánsformið líkist fölskum 5 ára jafnra afborganna eða jafngreiðsla lánum erlendis. Freistuðust veðlánarar í USA fyir 1980 og aftur um 2000 til að narra fólk til að taka slík lán til 30 ára.  Um 1994 mun nokkrir bankar á Spáni sennilega vegna sumarhúsabygginga verið uppvísir að slíkri negam lánstarfsemi og var gefin frestur til að gera breytingar af hálfu Umboðsins í Brussel. Ég tel líka að of mikið hlutfall af slíkum  5 ára lánum innan hefðbundinna banka sé ástæða þess að margir þeirra erlendis eru að þrotum komnir. 

Það er löngu búið að vera ljóst utan Ísland í t.d. Svíþjóð, USA og UK að negam lánsformið getur nálgað fölsk [ekki með tilliti til heildar raunskuldar heldur greiðslubyrði er dreif fram á lánið ] annuitetslán viðað við ákveðna meðaltals verðbólgu og raunvaxtakröfu á tímabilinu. Eftir 5 ár gengur þessi nálgun hinsvegar úr böndunum ef verðbólga er svipur og í UK og USA og vextir 4,5%. Hér hjá íbúalána sjóði er vitað fyrir fram  [kannski kunna þeir ekki að reikna eða lesa erlendar tungur] að heildar umsaminn raun skuld ef verðbólga verður álíka og í UK næstu 30 ár er 30% hærri en ef verðbólga er allan tímann 0 það er fylgir ekki hreinu eða fölsku jafngreiðsluformi, það er engin hækkun á mörkuð allan tíman engin ávöxtun í gangi. 

80% veðböndin er því strax í upphafi fölsuð 110% veðbönd, sem gengur aldeilis ekki í þroskaðar bankastofnanir.  Né að miða veðbönd við óraun hæf markaðsverð fasteigna [pínd fram í fákeppni í samráði við stjórnvöld].

Ég viðurkenni fúslega að  keypti bullið sem fylgdi mínu láni. En eftir að hafa rannsakað málið á eigin spýtur eftir 2007hef ég líka sannað að þetta getur varla staðist Íslensk lög.

Enginn getur haldið því fram að verðbólga verði  núll á næstu 25 árum.  Eðlilegt frá 1982 er að gera ráð fyrir 3,5% verðbólgu, hún er 3,4% í UK að meðaltali á 30 árum.  USA miðar við 3% verðbólgu vegna þess að þeirra markaðar eru ríkari en í þýskalandi og geta þess vegna að þeirra mati tekið meiri áhættu en markaðir þjóðverja sem eru skörinni lægri eða í 2,0%. Enginn vil búa í Ríki með 0% verðbólgu til lengdar nema andlegir letingjar.

http://frontpage.simnet.is/uoden/negam/index.htm

Þar má finna mínar helstu heimildir.

Greinlegt á mæli ráðmanna hér að þeir hafa hvorki vit á  þroskaðri hagfræði eða raunverulegum viðskiptaháttum í frjálsri neytendasamkeppni um besta bitan eða eru langminnugir eða talanglöggir. Ég nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir mér sagði einn vitringurinn.

Júlíus Björnsson, 13.8.2010 kl. 02:05

13 Smámynd: Jón Magnússon

Gylfi og Samfylkingin eru alls ekki á því að viðurkenna mistök Marinó.

Jón Magnússon, 13.8.2010 kl. 09:26

14 Smámynd: Jón Magnússon

Einar Björn það er brýnasta verkefnið í íslenskum þjóðmálum að fólk og fyrirtæki eigi kost á lánafyrirgreiðslu með sama hætti og gerist í okkar nágrannalöndum. Þetta hefur verið ljóst lengi og kom  hruninu ekkert við. Ég varaði við því í áratug fyrir hrun að lánakerfi verðtryggingar og gervigjaldmiðils með ofurvöxtum mundi enda með skelfingu. Nú liggur það fyrir og er verkefni að leysa. Stjórnmálamenn mega ekki stinga höfðinu í sandinn varðandi þetta verkefni eins og hinir "ábyrgu" flokkar á Alþingi hafa gert því miður.

Jón Magnússon, 13.8.2010 kl. 09:28

15 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er að mörgu leyti rétt Benedikta. En Katrínarnar og Ragna hafa þó staðið sig að mörgu leyti ágætlega er ekki svo?

Jón Magnússon, 13.8.2010 kl. 09:30

16 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Júlíus að verðbólga verður líklega viðvarandi og hófleg verðbólga er sjálfsagt ekki það versta sem getur verið í þjóðfélagi. En verðtrygging er alltaf slæm. Með henni er búinn til gervigjaldmiðill. Hvaða vit er t.d. í því að verðtryggð lán hækki vegna hitabylgju í Rússlandi eða rigninga í Pakistan.

Jón Magnússon, 13.8.2010 kl. 09:32

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nýjust fréttir Þýskaland sýnir hagvöxt einkageira eyðslu að þakka. Ísland í dag best að skera neyslu svolítið niður almennt, minnir á Sovét?

 Verðtrygging til að tryggja að neytandi greiða umsamda upphæð á greiðsludegi á núvirði gjaldagans þykir sjálfsögð. Hinsvegar mæla USA vöxt neytendaverðsvísis: með úrtaki óbreyttra launaþega með fastar og stöðugar starfsæfis tekjur. Ekki atvinnuleitendur, styrkþega yfirmenn og áhættufíkla. 

Þetta liðið getur ekki annað en valið hvað það eyðir þannig að ef heildarneysla þess hóps þá hafa sannarlega heildarneysla allra aukist. Þessi neytendaverðvísir er notaður til að meta raunávöxtun vaxta og útgjalda til skólamáltíða: þannig að ekki þurfi að skeri niður fæðið hjá krökkunum þótt verðbólga sé í hægri kantinum.

Einnig er þessi hópur með reglulega neyslu og vægi allskonar rándýrar neyslu hvervandi [Japanskar nautalundir og 50 ára Koníak].  Hér froðufella menn ef Íslendingar kaup skammsprottinn vínber í desember frá S-Afríku 100 gr á 200 kr. til að nota í skreytingar og  waldorfssalat. Hinsvegar er vínber haust uppskerunnar í EU ónýtt um miðja desember. Heildar neysluvístalan er það vitlausast hagstjónastól sem fundið hefur verið upp á Íslandi. Í gamla daga mun ungur drengur hafa verið í stöðugu sambandi við hagstofuna, spyrjandi hvers vegna hitt og drasl frá honum væri ekki búið að lækka glænýju Íslensku heildar vístöluna hann seldi víst svo gífurlega mikið í tiltekinni tegund hverju sinni.

Almennt um vaxta útlána vaxta útreikninga.  1000 ein lánsfjárhæð kostar 30 kr á ári. Ef greiðsla er örugg og verðbólga um 15% þá er sannvirði greiðslunnar eftir eitt ár um  1185 kr/pund. Heildar verðtryggðir vextir á alþjóðamælikvarða eru þá  18,5%.  Á tveimur árum er leigan 60 kr /pund og verðbólga 30% sannvirðið þá er  1378 kr./pund. Heildarvextir með vertryggingu 37,8%.  Á þremur árum er er leigan 90 kr/ pund og verðbólga 45%. Heildarvextir með verðtryggingu 1581 eða 58,1%. [Hinsvegar eru 3 x 18,5% = 46,5% og 58,1%/3 = 19,4% eru meðaltalsvaxtaprósent á ári miðað við sannvirðið eftir 3 ár.]

Þetta kallast flatir vextir og í viðskiptalegu tilliti seljast slík lán verr en ef notaðir eru vaxtavaxta viðmið eða stuðst við rentufót eins gert um 10% af heildar innlánum banka sem liggja óhreyfð allan tíman.

Þess vegna til að fá greiddar 1581 kr/pund er fundið nálgun að 5,5% vextir að nafninu til hér vaxtavextir á ári skila   1619 kr/pund. [5,4% skila 1171 kr].

Smá fólkið hugsar í órætt eða í veldisvísum en auðmennirnir flatt sem mikið einfaldara.

Við sjáum líka að nafnvaxta prósentan ræðst af lánstíma til að raunvaxta upphæðinn skili sér.

Þroskaða Alþjóða samfélagið skyldar almenn banka starfsemi að verðtryggja rétt og er ekkert slæmt við það. Ef verðbólga er eins og í USA 3,2 %  [síðustu 30 að meðaltali] þá er Verðtrygging á 1030 kr/dollurum   33 kr. í stað í stað 155 kr miðað við 15% verðbólgu. Miðað 50.000 einingar   1650 í stað 7750.

Alþjóðlega er þannig verðtryggð jafngreiðslulán með föstum vöxtum til að jafngreiðslan sé lögleg mortgage eða hypoteck. Það er ekki tilviljun að miða er við 30 ár í stað 25 ára.  Þar sem að heildar skuld sem dreift er jafnt á 360 gjalddaga er 17% lægri heildarskuld jafndreift á 300 gjalddaga sem er 20% hærri en sú 360 gjalddaganna. Margi sem kunna ekki að reikna hafa farið flatt á því að gera viðskita samning og skilja ekki að 17% afsláttur jafngildir 20% hækkun á verði til dæmis til Hagkaupa.  3% á mánuði eru 36% á ári, tapið sem endurskoðandi segir frá 12 mánuðum of seint.

Júlíus Björnsson, 13.8.2010 kl. 12:16

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hversvegna var valið á Íslandi að stytta alþjóðlega staðalinn niður í 25 ár það skýrst af því að ef jafgreiðslu gjald er 50.000 miðað við 360 gjaldadaga þá er 60 þúsund miðað við við 300 gjalddaga.

Til að leysa augljósa almenna greiðsluerfiðleika var innleidd neikvæð veðlosunardreifing og röng vertryggingar innheimta miðað við við jafngreiðslu formið til að gera það lægra til að byrja með og hæst á síðasta gjaldaga.  Þannig að 60.000 er um 50.000 á fyrsta gjaldaga.

Hinsvegar tryggði innheimtu aðferðin á löglega falska jafngreiðsluforminu miðað við 3% verðbólgu og innan við fimm ára lánstíma [t.d. í Svíþjóð]  að heildar raunskuldin [þegar búið er draga frá leiðréttingar á gjalddögum]  á útgáfudegi eftir fölsun  hreina jafngreiðsluformsins hækkar umfram vöxt neysluvístölu eða neytendaverðvísis í réttri þýðingu  eftir um 4 til 5 ár frá útgáfu degi. Heildar hækkun miðað við lámarkskröfur til upptöku evrur halda verðbólgu í 3,0% að meðaltali á 5 árum [endalaust sennilega] er um 30% raunskuldarhækkun.

Þetta eru um 30.000 milljónir af 100.000.000 kr láni  á 30 árum. 6.000.000 af 20.000.000. Vaxtabætur til staðfestingar falsinu þekkjast ekki erlendis eru um 4.000.000 krónur hámark á lánstíma. Þannig af stuldurinn er minnstur hjá fjármálráðneytinu hjá þeim tekjulægstu.

Hinsvegar er álagning í prósentum miðað við 30 ár hér um 110% [80% hjá þeim tekjulægstu eftir skaðabæturnar]  en 20% til 30% í USA og UK og um 40% til 50% í Danmörku. 4.000.000 með skatti 35% eru 5.400.000 á 30 árum eða 180.000 kr ári á þá tekjulægstu með 20.000.000 króna lán samanborið við  Danmörku.

Þetta er ástæðan fyrir því að mínu mati að þeir sem búa í dýrasta húsnæðinu fengu launa aukastyrk frá ríkinu til að standa í skilum. 

Lálauna aðili sem leggur fyrir 130.000 krónur á ári í 30 ár á miðað við 1,0% raunvexti  á um 4.600.000 inn á bók eftir þann tíma. Lifi hann í 3 ár eftir að vinnulíkur þá á hann örugglega um 1,5 milljónir á ári í bónus. 

USA neytendaverðtryggingarvísir tengist stöðuleika hópi um 80% íbúa USA.

Vandamálið hér er mælirinn og lánsformið.

Verðtrygging er að greiða sannvirði í raunveruleika neytandans.

Lækkun raunvaxta og lenging lána kemur á móts við þarfir þeirra aumustu. 

Júlíus Björnsson, 13.8.2010 kl. 13:15

19 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón.
Þetta er eftir þig í Pressunni.
,, Gylfi viðskiptaráðherra Magnússon mætti í Kastljósið hjá Helga Seljan lét hann sig hverfa og fór"

Það sem mér fannst ég vera að lesa út úr samtalinu var að Gylfi var að verja samráðherra sína, ég er líka á þeirri skoðun og tel víst vera að bréfið var kynnt í ríkisstjórn í lok maí 2009 eða eftir þann 18.

Ýmislegt sem nú er að koma fram finnst mér benda í þá átt.
Samráðherra og ríkisstjórnin hafi fjalla um bréfið og samþykkt að lokum að þegja þunnu hljóði og leyna þessu lögfræðiáliti fyrir land og þjóð.

Gylfi er ekki sá eini í ríkisstjórninni sem er ábyrgur, fari hann einn þá er honum gert að sæta ábyrgð fyrir sína samráðherra til að oddvitar  ríkistjórnar geti um frjálst höfuð strokið og setið sem fastast en um sinn, en þeir ætti líka að taka pokann sinn ábyrgðin er þeirra líka.

Kv, Sigurjón

Rauða Ljónið, 13.8.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 4294
  • Frá upphafi: 2291313

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 3955
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband