Leita í fréttum mbl.is

Baráttan gegn Lúpínunni

Fyrir nokkrum árum var útivistarfólk hvatt til að taka með sér lúpínufræ og sá þeim á gönguleiðum sínum. Ég tók þessari áskorun af mikilli alvöru og hef sáð lúpínufræum víða um fjöll og firnindi. Síðan hef ég fyllst stolti af að sjá mikinn árangur lítils erfiðis. Þar sem áður voru naktir eyðimelar og fjallshlíðar er kominn sterkur lúpínugróður. Lúpínugróðurinn bindur jarðveginn og kemur m.a. í veg fyrir að landið fjúki burt eins og Ríó tríóið söng um af svo miklum tilfþirfum á sínum tíma.

En nú er vá fyrir dyrum. Umhverfisráðherra hefur fundið í lúpínunni þann hinn sanna óvin sem ógnar íslenskri alþýðu þannig að jafnbrýnir orkuverum og erlendum fjárfestum.  Umhverfisráðherra hefur því skorið upp herör gegn lúpínunni þannig að öll meðöl þar á meðal eiturefnahernaður verði leyfður til þess að ná því marki að eyða þessari plöntu sem hefur unnið mikið og þarft landnám á íslenkum heiðalöndum og eyðijörðum.

Umhverfisráðherrann er meiri ógn við farsæld fólks og umhverfis en lúpínan.  Ekki er vafi á því að það er mikilvægara að losna við hana úr ráðherrastóli en ráðast gegn þessum harðduglega landnema lúpínunni.  En sumir ráðamenn þar á meðal umhverfisráðherra þarf alltaf að búa sér til óvini og baráttu gegn þeim til að breiða yfir málefnasneyð sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ef Lúpínan væri rauð...

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Því miður þá er ég lítill plöntusérfræðingur, en er þó nokkuð hrifin af plöntum, það er að segja blóðlausum, enda hægfara sem þær.

Ég virði ýmis hugtök svo sem að allt er gott í hófi.  En ég hef gerst sekur um sama glæp og þú Jón Magnússon en tel mig ekki glæpamann fremur en þig. 

Hafi ég framkvæmt glæp þá er það vegna hvatningar frá mörgum og satt að segja þá fannst mér að landið okkar yrði ríkara og gjöfulla með meiri gróðri.

Steinn er steinn og hann gefur ekkert af sér nema að hann sé malaður í steypu, en planta er alltaf að vinna, og hún vinnur mest á vorin.  

Sé það hinsvegar svo að lúpína kaffæri okkar ástkæru lynggmóa, þá er rétt að staldra við og hugsa, en það er upphaf allra skynsamlegra  gerða. 

Hrólfur Þ Hraundal, 19.8.2010 kl. 01:05

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þá væri hún bara fallegri í landslaginu miðað við minn smekk Guðmundur.

Jón Magnússon, 19.8.2010 kl. 12:03

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Hrólfur, að sjálfsögðu á að taka á móti gerist þessi væni gestur of aðganshörð. En það eru heldur betur deildar meiningar um það.

Jón Magnússon, 19.8.2010 kl. 12:05

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sammála því að þessi barátta við lúpíuna er fremur fáránleg - þó ef ekki væri annað en fyrir þá ástæðu að hún er fullkomlega vonlaus.

Þ.s. lúpínan gerir er að með því að mynda gróðurþekju þá fer hún að mynda á nýjan leik jarðveg. 

Að sjálfsögðu tekur það e-h meira en 5-10 ár, frekar e-h í kringum 30 ár. En, þegar má sjá þess stað þ.s. hún hefur vaxið hvað lengst, að aðrar háplöntur séu farnar að notfæra sér þann jarðveg er til hefur orðið.

-------------------

Þarna er um að ræða spurninguna hvort Ísland er fallegt sem gróið land eða örfoka auðnir. 

Það hefur verið vaxandi það viðhorf, að allt eigi að vera eins og þ.e. í dag - jafnvel þó það auðnar og eyðimerkur ástand sé ekki náttúrulegt.

 Umræðan virðist fyrst og fremst snúast um tilfinningahita og lítt eða ekki um rökræðu.

----------------------

Þ.e. engin leið að stoppa lúpínuna. Hún mun framkvæma sitt verk á einu eða tveim öldum.

Eftir mun standa mun gróðursælla land en síðustu árhundruð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.8.2010 kl. 18:21

6 identicon

Ég held að stjórnendur þessa lands ættu frekar að hefta innflutning á vissum þjóðflokk, sem ætlar sér að sá ýmsum vafasömum fræum hér á landi, eins og hann hefur gert víða um Evrópu og Skandinavíu síðustu tvo áratugi eða svo .

conwoy (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 19:39

7 Smámynd: K.H.S.

Sæll Jón.

Sé að þú ert enn eins og unglamb á mindinni hér.

Áreiðanlega að þakka þoltímunum sem við stunduðum hjá Jóhönnu Tryggva um árið.

Ég er líka mikill lúpínudýrkandi og vill hafa hana sem víðast.

Annars þökk fyrir þína pistla. Betra að fleiri netverjar vönduðu sig eins vel við sínar skriftir.

K.H.S., 19.8.2010 kl. 20:56

8 Smámynd: Jón Magnússon

Einar mér finnst landið okkar hafa gróðurfarslega hafa breyst mjög til batnaðar frá því að við vorum strákar. Aukin skógrækt og grænar hlíðar hæða, hóla og fjalla þar sem áður var auðn.

Jón Magnússon, 19.8.2010 kl. 23:06

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég átta mig ekki alveg hvað þú átt við conway en ert þú ekki frekar að tala um trúflokk heldur en þjóðflokk?

Jón Magnússon, 19.8.2010 kl. 23:07

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir tvöfalt hrós Kári. Ég veit ekki hvort ég á það skilið en alla vega höfðum við gott af því að taka á hjá Jóhönnu á sínum tíma og mér finnst það hafa verið besta líkamsræktin sem ég hef kynnst.

Jón Magnússon, 19.8.2010 kl. 23:09

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjá frétt á vefnum www.skog.is.  Höfundur er Þröstur Eysteinsson sviðsstjóri þjóðskóganna.

http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1423

Þar stendur meðal annars:

"17.08.2010

Mikið líf á Hólasandi

Í skoðunarferð um Hólasand norðan Mývatns þann 16. ágúst s.l. varð undirritaður var við meiri fuglamergð en hann hefur áður upplifað á sandinum og var mest um þúfutittlinga. Þeir voru þar í lúpínubreiðum, sennilega í þúsundatali á svæðinu öllu, en auk þeirra sáust lóur, spóar, steindeplar, hrafn og smyrlar. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að mikið var af fiðrildalirfunni mófeta á lúpínunni annað árið í röð. Mófetinn át lúpínuna, þúfutittlingarnir átu mófetann og væntanlega voru smyrlarnir að krækja sér í einn og einn þúfutittling. Heil fæðukeðja þar sem einungis var líflaus auðnin fyrir 20 árum síðan.

Frá því er einnig að segja að í elstu lúpínubreiðunni, frá 1992, hörfar nú lúpínan mun hraðar en hún breiðist út og skilur eftir sig gisið graslendi sem hæfir vel til gróðursetningar trjáa. Besta trjátegundin fyrir Hólasand er rússalerki og vex það ótrúlega vel miðað við að Hólasandur er í 300-400 m hæð.

Á efstu myndinni má sjá lúpínuna og mófetann, undirstöður mikils fuglalífs á Hólasandi".

 

Ágúst H Bjarnason, 20.8.2010 kl. 23:00

12 Smámynd: Jón Magnússon

Athygliverð frásögn fá Hólasandi. Þakka þér fyrir að senda þessar upplýsingar Ágúst.

Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 982
  • Sl. sólarhring: 1317
  • Sl. viku: 6627
  • Frá upphafi: 2277265

Annað

  • Innlit í dag: 921
  • Innlit sl. viku: 6159
  • Gestir í dag: 872
  • IP-tölur í dag: 848

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband