Leita í fréttum mbl.is

Þá þurfti að taka í lurginn á stjórn Íbúðarlánasjóðs

Þegar fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Íbúðarlánasjóðs lak því í Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra að stjórnin ætlaði að skipa starfandi forstjóra, þá brást Árni Páll við hart og krafðist þess að skipuð yrði sérstök valnefnd til að velja forstjóra fyrirtækisins.

Í raun þýðir þessi flumbru- og yfirgangur félagsmálaráðherra gagnvart stjórn Íbúðarlánasjóðs ekki annað en það að hann treystir ekki stjórninni til að afgreiða mál eins og ráðningu forstjóra að sjóðnum.  Þá er það greinilega mikil endemi að mati félagsmálaráðherra að stjórnin skuli ætla sér að skipa hæfan forstjóra sem gengt hefur starfinu með prýði.  Sá sem stjórnin ætlaði að skipa skorti ekki hæfi eða reynslu það eina sem hana skorti var vinátta við félagsmálaráðherra og félagsskírteini í Samfylkingunni.

Aftur og aftur reynir félagsmálaráðherra að slá upp skjaldborg um vinnumiðlun Samfylkingarinnar fyrir góða flokksmenn, en hundsar  eðlilegar leikreglur í lýðræðisþjóðfélagi. 

Hvað var eiginlega að starfandi forstjóra var hún ekki góður valkostur. Af hverju lætur stjórn Íbúðalánasjóðs ráðherra ganga yfir sig af gerræði varðandi skipun forstjóra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég sé algjörlega sammála þér um flumbrugang félagsmálaráðherra í embætti, og horfi sömu augum á handónýta ríkisstjórn lýðveldisins, get ég ekki annað en brosað að tilvísuninni um vinnumiðlun Samfylkingarinnar. Sé ekki muninn á henni og ráðningum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á 12 ára valdatíma sínum frá 1995-2007, einu afdrifaríkasta tímabili í sögu þjóðarinnar.

Erlingur (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: Jón Magnússon

Erlingur því miður eru óþrif pólitískra skipana ekki bundin við einn flokk. En þetta er nútíminn og ef við ætlum einhvern tíma að ná því að búa okkur eðlilegt þjóðfélag þá verðum við að taka á vandamálunum í núinu og gagnrýna það sem gert er núna.  Vandinn eru því miður oft flokkspólitísku skotgrafirnar.

Jón Magnússon, 29.8.2010 kl. 20:28

3 identicon

Alveg sammála bæði Jóni og Erlingi.

En Jón, þar sem innlegg þitt er einmitt 100% dæmi um pólitískan skotgrafahernað úr glerhýsi, hvernig væri þá ef þú (einhver þarf að taka af skarið - því ekki þú?). En allavega, þú, sem flokksbundinn og sæmilega háttsettur og vel virtur Sjálfstæðismaður, farðu nú í það af fullum krafti að berjast fyrir því að flokksfélagar þínir sem sitja á Alþingi, að þeir geri það að baráttumáli að komið verði í veg fyrir svona vinnubrögð um aldur og ævi.

Þetta mætti til dæmis gera með því að leggja fram frumvarp um ráðherraábyrgð þar sem ráðherrar væru loksins látnir axla ábyrgð gjörða sinna. Nú eða lög sem segja einfaldlega að ráðherra hafi nákvæmlega ekkert um málin að segja og geti ekki hlutast til um þau líkt og Árni Páll er að gera þessa dagana.

Af hverju skyldi Alþingi annars aldrei nokkurn tímann hafa sett lög um ráðherraábyrgð? Þau þurfa ekki að vera flókin, gætu t.d. hljómað svona: "ef ráðherra verður uppvís að afglöpum í starfi (afglöpin yrðu síðan skilgreind með góðri upptalningu) þá missir ráðherra stól sinn, verður rekinn af Alþingi og missir ennfremur allan rétt til biðlauna, eftirlauna auk annarra réttinda." 

Punktur og basta málið afgreitt!

Baldur (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 1704
  • Frá upphafi: 2291594

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1530
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband