Leita í fréttum mbl.is

Vonbrigði

Niðurstaða Hæstaréttar í vaxtamálinu var vissulega vonbrigði og þvert á það sem ég taldi að yrði niðurstaðan.  Hæstiréttur rökstyður niðurstöðu sína með allt öðrum hætti en héraðsdómur og vísar til þess að þar sem að gengisviðmiðun hafi verið dæmd ólögleg þá geti vextir sem bundnir eru við slíka gengisviðmiðun ekki staðist.

Samt sem áður þá er verið að víkja til hliðar umsömdu vaxtaákvæði hvað varðar prósentutölu vaxta og þar sem að mjög rúm endurskoðunarákvæði eru í þeim lánssamningum sem um ræðir þá finnst mér að eðlilegra hefði verið að halda sig við vaxtaákvörðun lánssamninganna.

En Hæstiréttur er Hæstiréttur og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá á hann síðasta orðið svo fremi máli verði ekki vísað til yfirþjóðlegs dómstóls.

Nú er hins vegar spurningin hvað ríkisstjórnin  ætlar að gera. Spurning er um greiðsluvilja og greiðslugetu fólks og smáatvinnurekenda. Það á jafnt við um þessi svonefndu gengislán sem og verðtryggðu lánin.  Það þýðir ekki að ætlast til þess að unga fólkið á Íslandi verði bundið í skuldafjötra sem það getur aldrei ráðið við og berjist við það vonlausri baráttu að eignast eitthvað sem er jafnóðum tekið frá því með vaxtaokri og verðtryggingu. Heldur einhver að það verði einhver þjóðarsátt um slíka skipan.  Annarsstaðar en hjá verkalýðs- og atvinnurekendum.

Gylfi Arnbjörnsson er sjálfsagt feginn niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli en skyldi hann tala fyrir hinn almenna launamann í því máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Hansson

Hvað vilt þú að komi í stað verðtryggingar?

Er nema tvennt í stöðunni?

Íslenska krónan = verðtrygging, eða önnur stærri og öflugri mynt.

Elías Hansson, 16.9.2010 kl. 23:09

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Finnst þér þá ekki líka að það eigi að halda sig við hitt smáatriðið að tengja lánin við gengi? Okkur voru boðnir ólöglegir samningar, er þá hægt að krefjast þess að hluti hans sé löglegur? Ef svo er, hvor hlutinn, vextirnir eða gengistryggingin?

Kveðja

Ben.Ax.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 17.9.2010 kl. 17:55

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Af hverju er þessi dómur vonbrigði. Ef dómari myndi lækka höfuðstólinn á verðtryggðu lánunum mínum um 25-50% þá yrði ég ekki fyrir vonbrygðum.

Gísli Ingvarsson, 17.9.2010 kl. 20:11

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vil alvöru mynt Elías. Ég hef talað fyrir því í meir en tvo áratugi.

Jón Magnússon, 17.9.2010 kl. 23:42

5 Smámynd: Jón Magnússon

Samningur er gildur og hann ber að halda nema honum sé vikið til hliðar í heild eða að hluta. Við höfum t.d. um það ákveðin ákvæði sérstaklega í 36.gr samningalaganna. En það að sá sem útbýr staðalsamning geri mistök eins og fjármálafyrirtækin gerðu þegar þau bundu lán í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla í stað þess að lána erlenda mynt þá þýðir leiðrétting á mistökum þess sem gerir þann samning ekki að sjálfkrafa verði öðrum atriðum breytt. En það varð niðurstaða Hæstaréttar í þessu máli og meðan þeirri niðurstöðu er ekki breytt þá eru það íslenskur réttur hvort sem mér eða örum líkar betur eða verr.

Jón Magnússon, 17.9.2010 kl. 23:46

6 Smámynd: Jón Magnússon

Dómurinn er vonbrigði m.a. vegna þess að hann felur í sér gríðarlega hækkun greiðslna margra lántakenda og heildargreiðslur hækka jafnvel þó að gengisviðmiðunin sé felld niður.  Í öðru lagi þá er þetta vonbrigði vegna þess að dómurinn víkur til hliðar til óhagræðis fyrir neytendur ákvæði í staðalsamningi.

Jón Magnússon, 17.9.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 909
  • Sl. sólarhring: 1328
  • Sl. viku: 6554
  • Frá upphafi: 2277192

Annað

  • Innlit í dag: 852
  • Innlit sl. viku: 6090
  • Gestir í dag: 810
  • IP-tölur í dag: 791

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband