Leita í fréttum mbl.is

Horft til baka

Á sama tíma og einstaklingar eru að sligast undir okurskuldum verðtryggingar og vaxta af áður gengisbundnum lánum og atvinnulífið er í vaxandi erfiðleikum vegna óheyrilegs fjármagnskostnaðar talar Alþingi svo dögum og vikum skiptir um fortíðina.

Fortíðin hleypur ekki frá okkur hún er hluti af þeim raunveruleika sem við verðum að búa við hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar lifir fólk í núinu og gerir áætlanir fyrir framtíðina. Alþingi og ríkisstjórn er sannarlega ekki að vandræðast með þá hluti. Fortíðarvandinn er það sem hefur forgang.  Samt sem áður hafa auglýsingar um nauðungaruppboð aldrei verið fleiri og greiðsluvandi jafn margra einstaklinga aldrei verið meiri.

Er ekki eitthvað bogið við svona forgangsröðun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Jú auðvitað, en þú verður að átta þig á því sem þú veist samkvæmt eigin reynslu. Stjórnmálamenn eru asnar.

Sveinn Elías Hansson, 24.9.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þjóð sem óttast uppgjör við fortíðina mun fresta því og að lokum sleppa því.

Það er ekki gæfuvegur til framtíðar og ekki sú umgjörð sem ég kýs handa mínum afkomendum.

Árni Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 08:41

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Eins og talað úr mínu hjarta.

Það er nógur tími til að gera upp við fortíðina. Framtíðin er það sem skipir máli. 

Sigurður Sigurðsson, 24.9.2010 kl. 13:41

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki rétt Sveinn stjórnmálamenn eru ekki asnar. En æðsta stjórn ríkisins hefur ekki verið að virka um nokkurn tíma. Ef til vill má minna á það sem Einstein sagði um þá sem gera alltaf sama hlutinn og búast við að niðurstaðan verði önnur í hvert skipti.

Jón Magnússon, 24.9.2010 kl. 16:37

5 Smámynd: Jón Magnússon

Uppgjör við fortíðina er alltaf í gangi Árni. Hún gerist ekki á einum ákveðnum tímapúnkti og það er ekki eitthvað eitt atvik eða aðger sem gerir í eitt skipti fyrir öll upp við fortíðina. Þannig hafa þjóðir sem lent hafa í meiri hamförum en við gert oftar en einu sinni upp við sína fortíð.

Það er það sem ég á við Árni þegar ég segi að fortíðin hlaupi ekki frá okkur. Það gerir hún aldrei og hún verður aldrei afgreidd í eitt skipti fyrir öll.

Jón Magnússon, 24.9.2010 kl. 16:40

6 Smámynd: Jón Magnússon

Já Sigurður við erum oftar en ekki sammála held ég

Jón Magnússon, 24.9.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 894
  • Sl. viku: 2419
  • Frá upphafi: 2293970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband