Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk griðrof

Allt venjulegt góðgjarnt fólk skilur að í dag voru framin pólitísk griðrof á Alþingi. Sú ákvörðun meiri hluta alþingismanna að standa að pólitískri ákæru á hendur Geirs H. Haarde eru mikil ótíðindi.

Þegar grið hafa verið rofin þá geta þeir sem slíkt gera ekki átt von á því að þeim verði gefin grið þegar andstæðingar þeirra komast næst í stöðu til að láta kné fylgja kviði svo sem Steingrímur J. Sigfússon og hyski hans stendur nú fyrir.

Ákærendurnir á þingi átta sig ekki  á hvaða þýðingu það hefur fyrir virðingu og orðspor þjóðarinnar að standa að ákæru eins og þeirri sem meirihluti Alþingis hefur samþykkt.  En þeir sitja uppi með skömmina án ábyrgðar.

Ég var einn fárra þingmanna sem gagnrýndi efnahagsstjórnina á þingi árin 2007 fram yfir bankahrun og varaði við yfirvofandi kreppu haustið 2008. En nú eru í hópi ákærenda Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra fólk sem talaði um slíka gagnrýni sem algera fásinnu.

Pólitíski leikur Steingríms J. Sigfússonar og félaga hans er að halda við vitlausri umræðu um hrunið og berja á Sjálfstæðisflokknum með að ákæra fyrrum formann hans til að draga athyglina frá eigin getuleysi. 

Steingrímur J. Sigfússon leggur  fram frumvarp til fjárlaga með um hundrað milljarða halla til viðbótar við hundrað milljarða halla ársins í ár.  Slík forustu í þjóðmálum sem Steingrímur J. sýnir með ráðsmennsku sinni sem fjármálaráðherra er afglapaháttur og getur ekki leitt til annars en þjóðargjaldþrots.  Það er hin alvarlegi raunveruleiki sem ákærendurnir á þingi hefðu átt að gefa meiri gaum en gagnslausri og ónýtri ákæru. 

Óstjórnin er í núinu og eyðileggur möguleika þjóðarinnar í framtíðinni. Það er hinn alvarlegi raunveruleiki sem ónýt ríkisstjórn, ónýtt Alþingi  og þjóðin stendur frammi fyrir. Gegn þeirri óstjórn verður þjóðin að rísa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 882
  • Frá upphafi: 2291648

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 780
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband