Leita í fréttum mbl.is

Tjáningarfrelsið og Geert Wilders

Formaður hollenska frelsisflokksins Geert Wilders var ákærður fyrir hatursáróður gegn Íslam m.a. að benda á hvað væri líkt með  Íslam og nasisma. Í kvikmynd sem Wilders gerði "Fitna" gerir hann ítarlega grein fyrir þeim sjónarmiðum og kenningum Íslam sem hann telur andstæð sjónarmiðum vestrænna lýðræðisríkja um mannréttindi, jafnræði og lýðfrelsi.

Óneitanlega er það sérstakt að tjáningafrelsinu kunni að vera sniðinn svo þröngur stakkur að stjórnmálamenn og aðrir sem benda á staðreyndir eða fjalli um mál á hugmyndafræðilegum grundvelli,  þurfi að þola ákærur ríkisins á hendur sér. 

Það merkilega við ákærur á hendur Geert Wilders er m.a. það að saksóknarinn vildi ekki ákæra hann og biður nú um það við meðferð málsins fyrir dómi að Wilders verði sýknaður af öllum ákærum og telur ákærurnar byggðar á veikum forsendum. Saksóknarinn bendir m.a. á að ummæli Wilders séu byggð á því að Íslam sé ákveðin hugmyndafræði sem hann gagnrýni sem slíka.  Dómararnir geta að sjálfsögðu komist að annarri niðurstöðu.  

Annað er líka merkilegt við þetta mál á hendur Wilders. Óháður saksóknari vildi ekki ákæra Wilders en neyddist til að gera það vegna þess að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mikilvægar ávirðingar á hendur áhrifamiklum stjórnmálamanni.  Óneitanlega athyglivert það. 

Vegna skoðana sinna þarf Geert Wilders að hafa um sig fjölmennt lífvarðalið til að tryggja öryggi sitt gagnvart Íslamistum, en hann er ekki fyrsti hollenski þingmaðurinn sem býr við það. Ayaan Hirsi Ali þingmaður bjó og býr líka við þessa.  Hollenska þjóðin gleymir ekki þeim Pim Fortyn sem benti á svipaða hluti og Wilders varðandi Islam og var myrtur  og  Theo van Gogh sem gerði myndina "Submission"  um stöðu kvenna í Íslam, hann var líka myrtur.  Skoðað í ljósi þessara staðreynda verður fróðlegt að sjá hver verður niðurstaða dómstólsins sem mun dæma í máli Wilders í næstu viku.

Óneitanlega verður þessi hollensku dómur ákveðinn prófsteinn á gildi tjáningarfrelsis, en hæstiréttur Íslands hefur í það eina skipti sem svona mál var til meðferðar fyrir dóminum fallið á prófinu og dæmt gegn tjáningarfrelsinu þó um ómerkilegt og lítilfjörlegt mál væri að ræða.

Þeir sem tjá sig með svipuðum hætti og Wilders eru almennt brennimerktir sem hægri öfgamenn þó það fari oft víðs fjarri að það sé rétt sbr. vinstri sinnaða blaðakonan Oriana Fallaci heitin,  sem hvað harðast hefur gagnrýnt Íslam. Óneitanlega er sérkennilegt að ákafir gangrýnendur mannréttindabrota skuli af vinstra fólki vera kallað "öfgafullt hægra fólk".  En það er ein leið til að reyna að þagga niður í gagnrýninni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vil taka fram - að ég er ósammála Geert Wilders, þ.e. hans skoðunum.

En, hann hefur rétt til að halda þeim fram.

En, þ.e. áhætta sem hann kaus að taka, sem orsakar þörfina fyrir lýfverði.

Mín samúð með honum er takmörkuð - ég lít á hann sem lítið minni öfgamann en a.m.k. suma Íslamista.

Auðvitað - síðan eru Íslamistar mjög stór og breiður hópur. Allt frá einfaldlega trúuðum múslimum sem teljast hófsamir yfir í argasta ofstæki sem til er í heiminum.

Þ.e. ákveðinn ósiður, að mála alla sama litnum - menn eins og Geert Wilders stunda slíka ósiði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 14:52

2 identicon

Sæll Jón.

Innilega sammála þessari grein þinni.

Þó svo að ég hafi alltaf frekar verið til vinstri í þjóðfélagsskoðunum, þá finnst mér þessi afsláttur af mannréttindum sem sumir á vesturlöndum oft í nafni vinstri mennsku og þessa svokallaða fjólþjóðasamfélags og uppgerðar umburðarlyndis vilja gera sé algerlega útí hött og hreinlega til þess eins að stefna þjóðfélögum vesturlanda og raunverulegu lýðræði og jafnrétti í voða. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 16:20

3 identicon

Mér finnst allt í lagi að Wilders tjáir sig eins og hann gerir. En maðurinn er á villigötu þegar hann sjálfur leggur til að Kóranin verður bannað. Hvers konar rugl er það hjá honum? Sjálf Dansk Folkeparti gengur ekki svo langt.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 17:28

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég verð að viðurkenna Einar Björn að ég þekki ekki skoðanir Geert Wilders í þaula en ég er sammála honum um margt varðandi fjölmenninguna og Islam. Vesturlandabúar hafa almennt ekki áttað sig á að Islam aðskilur ekki stjórnmál og trúarbrögð eins og gert er í kristni. Boðun Islam er því að hluta pólitísk hugmyndafræði sem fer í bág við hugmyndafræði jafnréttis og mannréttinda eins og þau eru skilgreind í okkar heimshluta.

Jón Magnússon, 17.10.2010 kl. 21:20

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Gunnlaugur.  Ég er sammála þér um að það skipti ekki máli hvort fólk er til hægri eða vinstri í pólitík hvað varðar afstöðu til þessara mála. Í raun þá hafa margir sósíalistar komið fram upp á síðkastið og bent á að hugmyndin um fjölmenningarþjóðfélagið gangi ekki upp. Þekktasti sósíaldemókratinn og sá sem hefur tjáð sig hvað harðast í þessu sambandi er fyrrverandi seðlabankastjóri í Þýskalandi sem þurfti að taka pokann sinn vegna þessara skoðana sinna.

Jón Magnússon, 17.10.2010 kl. 21:22

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér um það Jakob að það er of langt gengið að gera kröfu til að Kóraninn sé bannaður. Það skiptir einmitt máli  að fólk geti kynnt sér hann af eigin raun eins og raunar aðra þá hugmyndafræði sem fólk vill kynna sér.

Jón Magnússon, 17.10.2010 kl. 21:24

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Magnússon, 17.10.2010 kl. 21:20

Ég veit alveg þetta um Islam - en er samt ósammála Wilders.

Þú umbreytir ekki trúarbrögðum milljarðs manna, með því að ráðast að þeira helstu ritum eins og Wilders gerir. Það eina sem þú uppskerð þá, er heift og reiði, og að umkvartanir þínar fá ekki hlustun.

Hann er þ.s. kallað er á ensku "demagogue".

Ég sé fyrir mér lítinn hitler, er hann var að tala á sínum tíma um gyðinga sem hættulega, sem ógnina við hinn syðmenntaða heim.

Ég sé lítinn mun á Wilders og þeim sem tortryggja gyðinga. Sana tóbakið í raun og veru - þ.e. aðferðirnar í áróðrinum svipaðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.10.2010 kl. 21:42

8 Smámynd: Jón Magnússon

Við skulum aðeins staldra við Einar. Það er Wilders sem er að líkja hugmyndafræði Islam við hugmyndafræði nasismans. Wilders er ákafur stuðningsmaður Gyðinga þannig að samhengi þessa miðað við það sem þú skrifar gengur ekki upp.

Hins vegar er það alveg rétt sem þú bendir á varðandi trúarbrögðin að það er ekki líklegt til árangurs að ráðast gegn trúarriti þeirra Kóraninum. Ég hef lesið Kóranin oftar en einu sinni og bæði á ensku og íslensku og ég upplifði Kóraninn og það sem þar kemur fram virt heilstætt öðru vísi en þannig að kristni heimurinn og sá Íslamski ætti að geta lifað saman í sátt og samlyndi. Hins vegar hafa ákveðnar og það öflugar trúarhreyfingar í Islam tileinkað sér boðun sem getur aldrei samrýmst hugmyndum okkar um frelsi og jafnrétti.

Jón Magnússon, 17.10.2010 kl. 23:52

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Punkturinn er að Wilders beitir svipuðum aðferðum og þeir sem réðust á gyðinga á sínum tíma beittu.

Það er því ekki viðkomandi, að hann styður gyðinga, enda sennilega þá blyndur fyrir þeirri kaldhæðni sem ég var að benda á.

En, þ.s. Wilders gleimir er að kristni á fyrri tíð var ekki heldur sérstaklega friðsöm sbr. 18. öldin. Síðan er ekki lengra síðan en á 7. áratugnum, að kaþólskum var bannað að gegna opinberum störfum í Bretl. af nokkru tagi, og á sama tíma gastu verið handtekinn fyrir að vera hommi.

En í dag sem dæmi, hneyxlast margir á meðferð homma í múslima löndum.

Vandi múslima landa, er einfaldlega sá að þau eru ívið aftar á merinni, hvað varða nútímavæðingu. En, ef maður skoðar sem dæmi Indónesíu, þá er það þjóðfélag til muna fjálslyndara en t.d. Íran.

Nútímavæðing, virðist leiða til fjálslyndi, hið minnsta þ.s. saman fer lýðræði. 

Ég er reyndar fremur bjartsýnn um að Tyrkland eigi eftir að vera jákvætt afl fyrir botni Miðjarðarhafs og á múslimalönd á því svæði, sem vaxandi veldi og lýðræðisríki. Einmitt vegna þess, að þar eru íslamista flokkur sem er lýðræðislegur við völd, og þeir eru farnir að hafa mikil áhrif.

Ekki síst vegna þess að þeir eru "success".

Ég hugsa að þessi fasi Íslam sem við erum að upplifa í dag, eigi eftir að líða hjá - sérstaklega þegar þau fara að nútímavæðast.

Tyrkland verður sennilega aftur megniveldi þess svæðis.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.10.2010 kl. 01:01

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þessi umræða kallar á langa útfærslu ef svara á því efnislega sem þú kemur með Einar. En í aðalatriðum þá er ég sammála þér. Kristnin var ekki sérlega umburðarlynd á ákveðnum tímum það er vissulega rétt  Þá er það líka rétt að það er mjög mismunandi hvernig boðun Íslam er. Raunar eru til fjórir meginskólar meðal Sunni múslima og a.m.k. tveir meðal Shia múslima. Það er ekki tilviljun að íhaldssamasti skólinn skuli vera í Saudi Arabíu ríkinu sem Bandaríkin styðja nánast eins og Ísrael og að þaðan skuli hafa komið flestir sem gerðu árásina á tvíburaturnana 11. september.

Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 4599
  • Frá upphafi: 2267743

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4247
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband