Leita í fréttum mbl.is

Hvað er svona merkilegt við það að

Sama dag og íslenskar konur minntust kvennafrídagsins með myndarlegum hætti var tilkynnt að 523 einstaklingar hefðu boðið sig fram til Stjórnlagaþings.  Af þessum 523 frambjóðendum voru aðeins 159 konur eða innan við þriðjungur frambjóðenda.

Framboð til Stjórnlagaþings eru einstaklingsbundin framboð þar sem fólk þarf sjálft að hafa fyrir því að koma sér á framfæri og mér vitanlega standa hvorki stjórnmálaflokkar né önnur félagsmálaöfl almennt að þessum framboðum. Óneitanlega er það umhugsunarefni að konur skuli ekki gefa kost á sér í meira mæli en raun ber vitni.  

Í þessu tilviki standa konur jafnfætis körlum og hafa alla sömu möguleika eða er ekki svo?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Getur hugsast Jón að konur séu svona mikið greindari en karlar, þær átti sig á að  þetta er eins og barátta við vindmyllur.  Sennilega fáist ekki nokkur skapaður hlutur út úr þessu þingi og þær nenni ekki að eyða tíma sínum í vonlausa vinnu. 

Kjartan Sigurgeirsson, 27.10.2010 kl. 08:54

2 Smámynd: Jón Magnússon

Svei mér þá ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið Kjartan. Þær slá okkur út á öllum sviðum.

Jón Magnússon, 28.10.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Vendetta

En á hinn bóginn vegur hvert framboð konu sjálfkrafa rúmlega tvöfalt vægi á við framboð karlmanns án þess að hafa nokkuð fyrir því, þar eð settur var kynjakvóti á þá sem kosnir yrðu til þingsins. Þetta vita konurnar og þurfa þar af leiðandi ekki að leggja sig eins mikið fram við framboð sín og karlarnir.

Vendetta, 29.10.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 4600
  • Frá upphafi: 2267744

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 4248
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband