Leita í fréttum mbl.is

Ein versta fjármálastofnun landsins

Byggðastofnun hefur ítrekað tapað öllu eigin fé sínu og þurft að fá stuðning frá skattgreiðendum aftur og aftur. Stuðning í milljarðavís.

Byggðastofnun er lánastofnun sem ávallt hefur verið í eigu og umsjá ríkisins og nýtur þess vafasama heiðurs að vera sú lánastofnun íslensk sem oftast hefur þurft að bjarga frá gjaldþroti. Í starfi Byggðastofnunar hafa farið saman pólitísk spilling ásamt andvana hugmyndum byggðastefnu síðustu aldar.  

Lánastofnanir í eigu ríkisins eru  of margar og of miklu af peningum skattgreiðenda hefur verið sóað í gæluverkefni fjármálaráðherra. Tugir milljaða frá skattgreiðendum til  VBS, Saga Capital, Sparisjóðanna, Sjóvár-Almennra trygginga  og núna skal Byggðastofnun réttur örlítill milljarður svo enn eitt hrun fjármálastofnunar verði ekki að veruleika á vakt þessarar ríkisstjórnar. 

Þeir sem tala um gildi opinberra lánastofnana og heimta slíkar ættu að kynna sér starfsemi Byggðastofnunar.  Sporin hræða ekki síður en með eftirlitslausar stórar fjármálastofnanir í einkaeigu að stórum hluta á ábyrgð skattgreiðenda.  Það er best að vera laus við hvoru tveggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég þekki vanda Byggðastofnunar ekki síst í gegnum baráttu föður míns innan hennar. En, bakgrunnur vanda dagsins í dag er örugglega sá sami og þá, þ.e. of mikil pólitík í ákvörðunum um lánveitingar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1663
  • Frá upphafi: 2291553

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband