Leita í fréttum mbl.is

Varnarlínan um Steingrím J.

Samningsdrögin í Icesave málinu eru allt að 300 milljörðum hagstæðari  okkur en Icesave samningurinn sem Steingrímur J. og Jóhanna vildu þvinga upp á þjóðina.

Samninganefndin sem Steingrímur J. skipaði undir forustu Svavars Gestssonar var vanhæf. Næsta samninganefnd undir forustu aðstoðarmanns Steingríms var líka vanhæf. Í báðum tilvikum lýsti Steingrímur yfir sérstöku trausti á samningamenn sína. Eftir að alvörusamningamenn voru kallaðir til liggur fyrir að aðgerðir Steingríms í málinu voru í besta falli alvarleg mistök, vanræksla og dómgreindarleysi.

Mistökin,vanræskslan og dómgreindarleysið sem  Steingrímur J. hefur gerst sekur um í Icesave málinu mundu í öðrum lýðræðisríkjum leiða til þess að viðkomandi ráðherra segði af sér. Það ætlar Steingrímur ekki að gera og nú er dregin varnarlína í kring um hann.

Jón Baldvin og aðrir sem verja Steingrím vísa til  kurteisisorða forustumanns samninganefndar Íslands í Icesave málinu. Slík kurteisisorð heiðursmanns sýna innræti hans en afsakar ekki Steingrím J í nokkru. 

Sú síbylja er kyrjuð og markvisst haldið að fólki að þau samningsdrög sem nú liggja fyrir um Icesave séu svona miklu hagstæðari en þau fyrri vegna þess að nú séu aðstæður allt aðrar í heiminum og því hafi í raun ekkert áunnist.

Þegar nær er skoðað sést að þessi varnarlína er þunn og heldur ekki. Kurteisisorð heiðursmanns hafa litla þýðingu við mat á því sem raunverulega gerðist. 

Málefnalegar röksemdir varnarlínunnar um Steingrím halda ekki heldur. Mikill órói er í Evrópu og mun meiri en var þegar samninganefndir Steingríms voru að störfum og luku þeim með  óskapnaði sínum. Efnahagsástandið í Bretlandi hefur versnað til muna og ríkisstjórnin þar verður að grípa til mun harkalegri niðurskurðar í ríkisútgjöldum en Steingrímur J. gerir þó hann þyrfti þess. Það eru því falsrök að halda því fram að aðstæður séu nú allt aðrar og hagstæðari okkur til að ná hagfelldum samningum um Icesave.

Steingrímur á sér enga málsvörn í Icesave klúðri sínu og ber að segja af sér.

Því  má ekki gleyma að Steingrímur J. Sigfússon vildi draga 4 fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm vegna vanrækslu. Nú liggur fyrir að  Steingrímur J. hefur gerst sekur um mun alvarlegri hluti sem hefðu getað bakað þjóðinni mun meira raunverulegt tjón, en það meinta tjón sem þeir fjórir ráðherrar sem Steingrímur ákærði áttu að hafa gerst sekir um.

Steingrímur J. verður að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 16:44

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Steingrímur getur engan veginn logið sig út úr þessu máli, hvað sem hann reynir.

Þeir sem hann vildi draga fyrir landsdóm voru að vinna í margfallt erfiðari og tvísýnni aðstæðum en hann. Á þeim tíma var erfitt að taka rétta ákvörðum, enda flókin mál við að eiga. Það fer ekki á milli mála að hæfir einstaklingar voru að störfum, enda gerðum við betri hluti en margar aðrar þjóðir, eins og þú hjefur margoft bent á.

Í tilfelli Steingríms, þá lá þetta allt saman ljóst fyrir. Ef þú ætlar að láta einhvern semja fyrir þig, þá velurðu mann með góða menntun, þekkingu og reynslu af þeirri samningagerð sem þú stendur í. Það hefur alltaf verið vitað að bæði Svavar né Indriði, höfðu ekki nokkra reynslu af svona vinnu.

Að senda reynslulausa menn til verka í einu erfiðasta máli sem þjóðin hefur staðið í, það er ekkert nema einskær heimska. Og maður sem er sekur um svona heimskupör hlýtur að vera vanhæfur til að stjórna landinu.

Jón Ríkharðsson, 11.12.2010 kl. 19:37

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Höldum því til haga, að krýsan innan Evruhagkerfisins er komin í fluggýr. Pakkinn til Írlands, er í reynd björgun fyrir banka annarra aðildarríkja Evrunnar. En, skuldir Írskra banka nema mun hærri upphæðum við banka annarra aðildarlanda, en sú lánsupphæð sem Írland fær. Þannig, kaupa löndin sér tíma - ef til vill svo þau sjálf geti gert hreingerningu í bankamálum.

Bendi þér á eftirfarandi greinar:

Kenneth Rogoff: The Euro at Mid-Crisis

Desmond Lachman: Can the Euro Survive?

Wolfgang Münchau: Europe, unable to cope

Martin Wolf: Is there the will to save the eurozone?

Paul Krugman: 

The Spanish Prisoner

Eating the Irish

Einnig: Barry Eichengreen on the Irish bailout

Neðangreind hugmynd getur í raun og veru bjargað málum, ef pólit. vilji finnst:

Forsætisráðherra Luxembúrgar og fjármálaráðherra Ítalíu, hvetja til þess að Evru krýsan verði leyst með útgáfu, sameiginlegra Evru bréfa!

Það getur þurft að styrkja varnagla ákvæði, nýs Icesave samnings. En, ég skynja raunverulega hættu af stórfelldu havarýi á Evrusvæðinu snemma á næsta ári. 

En í apríl 2011 er hámark hjá Spánverum, í því hver margar skuldir falla á gjalddaga og þurfa að endurnýjast. Það getur reynst erfið stund.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.12.2010 kl. 19:53

4 Smámynd: Elle_

Steingrími ætti að hafa verið vikið og þó löngu fyrr hefði verið, Jón.  Hann mun ekki víkja sjálfur.  Fjöldi manns hefur lengi kallað eftir að núverandi hættulegu stjórn, ICESAVE-STJÓRNINNI, Jóhönnu, Steingrími, Össuri, verði stefnt vegna EU og ICESAVE.  Hví ætli það hafi enn ekki verið gert og ekki einu sinni komið fram vantraust á þau frá stjórnarandstöðu?  Og þó eru nokkrir löglærðir menn í stjórnarandstöðu. 

Elle_, 11.12.2010 kl. 22:29

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þú hefur sennilega tengt ranga tilvísun við þessa færslu Jón Steinar.

Jón Magnússon, 12.12.2010 kl. 12:15

6 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég held ekki Jón Ríkharðsson að Steingrímur geti logið sig út úr þessu. En það er merkilegt að verið er að draga varnarlínuna fyrir hann sérstaklega af Samfylkingarmönnum. Ýmsir úr Vinstri grænum eru greinilega orðnir dauðleiðir á framkomu Steingríms eins og t.d. Ögmundur Jónasson sem vill hafa það sem sannara reynist í þessu Icesave máli. Enda þurfti hann að gjalda fyrir afstöðu sína á þeim tíma með því að segja af sér sem heilbrigðisráðherra.

Jón Magnússon, 12.12.2010 kl. 12:17

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þessar tilvísanir Einar. Ég met það þannig að þú sért að lýsa þig sammála því sem ég segi í færslunni minni um að veður séu nú vályndari í Evrópu en þau voru fyrir ári síðan þegar Steingrímur vildi troða þáverandi Icesave samningi ofan í kok á þjóðinni.

Jón Magnússon, 12.12.2010 kl. 12:19

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ef Steingrímur fer ekki sjálfur Elle þá finnst mér eðlilegt að lögð verði fram vantrausttillaga á hann strax  að lokinni afgreiðslu Icesave málsins.

Jón Magnússon, 12.12.2010 kl. 12:20

9 identicon

Komið þið sæl; Jón - og aðrir gestir þínir !

Þakka þér fyrir; ágæta samantektina, Jón.

Jón stórvinur minn Ríkharðsson !

O; jú. Þér að segja; mun Þistilfirðingurinn, enn sem áður, blaðra sig út úr þessum ógöngum sínum, án mikillar fyrirhafnar, Hann hefir; sökum frumstæðis Íslendinga, til áratuga,, náð að blekkja og svíkja sig út úr öllum mögulegum kringumstæðum, Jón minn.

Hví ekki; núna - sem fyrr ?

SJS hefir; síðan hann ló sig fyrst inn á þing, fyrir Þingeyinga, vorið 1983, verið enn afkastamesti klækja Refurinn, í íslenzkum stjórnmálum, og það er fátt sem bendir til annars, en að hann sitji þessa hryðjuna af sér, einnig.

Hann nýtur; liðónýtrar upplýsingar í samfélaginu - sem og allt of hófsamra mótmæla, sem verið hafa stopult. að undanförnu. og ekki að sjá mikilla breytinga þar á, um hríð að minnsta kosti.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 487
  • Sl. sólarhring: 932
  • Sl. viku: 6231
  • Frá upphafi: 2277982

Annað

  • Innlit í dag: 455
  • Innlit sl. viku: 5761
  • Gestir í dag: 442
  • IP-tölur í dag: 431

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband