Leita í fréttum mbl.is

Júðar nútímans

Á sínum tíma söng John Lennon um að konan væri negri heimsins. Sá tími er liðinn og nú hefur hvíti karlmaðurinn tekið stöðuna sem "Júðinn" hafði á fyrri hluti síðustu aldar. Sér í lagi ef hann er kristinn og gagnkynhneigður. Ef til vill væri rétt að hann gengi með gula stjörnu til aðgreiningar frá almennilegu fólki eins samkynhneigðum og femínistum

Ummæli sem Páll Óskar Hjálmtýsson sá ágæti listamaður lét falla um hvíta kristna mann og hatrið voru óheppileg, en sögð í hita leiksins og vonandi leiðréttir hann ruglið í kring um ummælin.

Hitt kemur á óvart að yfir 2000 manns lýsa yfir ánægju með ummælin og Ómar Ragnarsson skrifar vegna ummæla Páls Óskars að hvítir karlmenn beri ábyrgð á 2 heimstyrjöldum ásamt öðru illu.

Þessi afstaða byggist á þeirri skoðun að hvíti maðurinn eins og Júðinn áður sé fulltrúi fyrir allt hið illa og allri ánauð gagnvart mankyninu. Susan Sontag rithöfundur orðaði þetta þannig árið 1967. "Hvíti kynstofnin er krabbamein mankynssögunar."

Var ekki gleðigangan sem Páll Óskar var talsmaður fyrir hugsuð á grundvelli mannréttinda fyrir alla? Mannréttinda á forsendum mannréttinda einstaklinga en forðaðist að gefa einum hópi forréttindi umfram aðra. Eigum við ekki að halda okkur við það að mannréttindi séu fyrir einstaklinga og virða einstaklinga sem slíka en forðast að fara í rasíska kyngreiningu. 

Þeim sem  líkar við ummæli Páls Óskars og Ómar Ragnarsson má minna á, að fordómar eins og þessir gagnvart hópi eða hópum hafa orðið til þess í mankynssögunni að draga allt það versta fram í fólki og skiptir þá ekki máli hvort um hvíta kristna karlmenn er að ræða eða ekki.

Má minna á fjöldamorðin í Rúanda þegar Hútúar drápu yfir milljón Tútsa af því að þeir voru Tútsar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

„Það er engu líkara en sá eini sem fær að vera í friði í þessum heimi sé hvítur straight karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður og á peninga. Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni. Allt annað má kalla einhverjum nöfnum. Allt annað er hægt að uppnefna: „Helvítis femínisti, helvítis kellingar, helvítis hommar, helvítis þið, bla, bla!“ Þannig að út með kvenfyrirlitninguna, út með fyrirlitningu á öðrum kynþáttum, öðru fólki sem er af annarri stöðu og stétt en þú. Við eigum öll að sitja við sama borð. Og til þess er þessi dagur. Við verðum að gera þetta einu sinni á ári. Við megum ekki sofna á verðinum“

Er hvíti, hægrisinnaði, gagnkynhneigði og kristni maðurinn ekki aðeins of viðkvæmur?

Arnar, 8.8.2011 kl. 11:33

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég er hvítur, miðaldra, gagnkynhneigður og hægri sinnaður karlmaður í jakkafötum... hvar á ég að næla á mig gulu stjörnuna.

Emil Örn Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 12:16

3 identicon

Munurinn er sá að hvítir gagnkynhneigðir karlmenn njóta nú þegar forréttinda á nánast öllum sviðum samfélagsins. (Á þessu eru örfáar undantekningar, t.d. er forræði oftar dæmt mæðrum í vil, en þessi dæmi stinga í augu einmitt af því að þau eru svo óvenjuleg.) Hérna er áætis listi til að glöggva sig á þessu:

http://www.amptoons.com/blog/the-male-privilege-checklist/

Hérna eru svo tölfræðileg gögn frá Unifem: http://www.unifem.org/gender_issues/women_poverty_economics/facts_figures.php#2

Eins og þú sérð þarna vinna konur 66% af öllum vinnustundum en fá greitt 10% af öllum launum og eiga 1% af öllum eignum.

Ég læt staðar numið í tölfræðinni hér en mæli með því að þú kynnir þér gögn um launaójöfnuð, kynbundið ofbeldi, pólitíska þátttöku, fátækt o.s.fr. Ég ábyrgist að þau munu létta af þér áhyggjunum af stöðu hins hvíta karlmanns.

Þórdís H. (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 12:34

4 identicon

Nákvæmlega!

Vonandi verður gleðigangan ekki að helför okkar daga.

Eiríkur Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 12:45

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það getur verið spurning, en hefðu menn brugðist við upp úr 1920 vegna Gyðinganna og tekið á þeim sjónarmiðum sem þá voru sett fram og haldið sig við mannréttindi einstaklinga. Þá hefðu hlutirnir sennilega þróast öðru vísi og á gæfuríkari hátt.  Þetta er ábending Arnar en ekki viðkvæmni.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 12:48

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þegar þar að kemur Emil, sem vonandi verður aldrei þá verður séð um að líma hana þannig á þig að þú náir henni aldrei af þér.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 12:49

7 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Þórdís þá ert þú að réttlæta rasísk kynbundin ummæli á grundvelli launamisréttis.  Ég er ekkert að tala um stöðu hvíta karlmannsins. Ég er að tala um réttindi einstaklinga. Ég er að tala um mannréttindi.  En Þórdís hvað hefði verið sagt hefði Páll Óskar sagt

"Arabinn með Kóraninn í annarri hendi og sprengju í hinni"  

Mundi það gefa þér tilefni til að fjalla um óréttlæti sem konur búa við í Íslamska heiminum? Ég er hræddur um að þú værir þá í hópi fordæmingarliðsins sem teldi slík ummæli algjörlega óviðeigandi. 

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 12:53

8 identicon

Jón,

geturðu nefnt dæmi um ofbeldi "feminista", "kellinga" eða "homma" gegn "hvítum, straight, karlmanni í jakkafötum sem á peninga"?

Má vera efnahagslegt, kyn- eða kynþáttabundið, andlegt eða líkamlegt.

takk,

E

Eiríkur (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 13:00

9 identicon

Ég var að svara færslunni þinni. Ég er ekki Páll Óskar og hef ekki áhuga á því að ræða orðalagið í hans ummælum, þótt þau hafi verið tilefni þess sem þú skrifar. Ég hef bara áhuga á að svara þér efnislega og vona að þú virðir það við mig.

Þú lýsir áhyggjum af því að hvítir karlmenn séu í sambærilegri stöðu og gyðingar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Eins og við vitum voru gyðingar ofsóttir og þeir drepnir í milljónavís. Ég svara því til að enginn einstakur hópur stendur sterkar að vígi (hvort sem við tölum um Ísland, Vesturlönd eða á heimsvísu). Þessi hópur hefur mest völd, á mesta peninga o.s.fr., eins og ég tæpti á áðan, og er þar af leiðandi *ólíklegastur* allra til að lenda í ofsóknum.

Hitt er annað mál að ég tek hjartanlega undir það sem þú segir um mikilvægi mannréttinda fyrir alla einstaklinga. Það er ekkert baráttumál mikilvægara en mannréttindi og það væri óskandi að það væri, eins og þú segir, hægt að líta fram hjá hópum í því samhengi. Þetta er bara því miður ekki hægt vegna þess að mannréttindi einstaklinga eru oft kerfisbundið brotin *vegna þess* að þeir tilheyra ákveðnum hópi. Dæmi er ef kona fær ekki að kjósa af því að hún er kona eða ef svartur maður fær ekki sömu borgaraleg réttindi og hvítur.

Ástæðan fyrir því að það er talað um hvíta karlmenn í þessu samhengi er ekki sú að neinn vilji ráðast að mannréttindum þeirra. Þeir eiga sinn ófrávíkjanlega rétt eins og aðrir. Ástæðan er þvert á móti kerfisbundin mannréttindabrot sem fólk sætir einmitt vegna þess að það tilheyrir ekki þessum hópi - vegna þess að það er samkynhneigt, konur eða hörundsdökkt. Það að benda á það hvaða hópur nýtur mestu forréttindanna samsvarar ekki fordómum í garð þess hóps.

Þórdís H. (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 13:31

10 identicon

Þórdís er nákvæmlega dæmigerð fyrir "herskáa" einstaklinga af þessu tagi. Á svona heimasíðum hittast fyrir jafn miklir öfgamenn, og "réttlæta" fáfræðina í kollinum á sér fyrir hvor öðrum.

Reyndar er hún búinn að breyta þessu í karlmenn almennt, en ekki "hvíta karlmenn". Magnaður andskoti.

Það væri t.d. hægt að segja að karlmenn hafi almennt minni lífslíkur, eru 95% fanga, sjálfsmorðtíðni margfalt hærri, almennt miklu líklegri til að verða fórnarlömb ofbeldis(þá á ég við "random" ofbeldi),

Hvað á ég sameiginlegt með einhverjum forríkum körlum(bíddu, og njóta KONUR OG DÆTUR þeirra ekki ávaxtana meira en ÉG).

Síðan eru þessar tölur þínar gjörsamlega út úr korti.

Nei, málið er það að Þórdís er ofstækismanneskja, og aumkunarverður einstaklingur. Við verðum bara að vona að stjórnmálmenn framtíðarinnar verði ekki svona skyni skroppnir, hef reyndar litla trú á því.

Veistu það Þórdís að þú ert ómerkingur. Þú ert ekkert. Þú ert tóma tjara, og áttu góðan dag ;-)

Gunnar Pétur (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 13:52

11 identicon

Það virðist vera hópur fólks í þjóðfélaginu sem aðhyllist pólítíska rétthugsun. Þetta fólk hefur hina einu "réttu" lífsýn og ætlast til að allir aðrir hafi þessa göfugu rétthugsun.

Ef einhverjir hafa aðra sýn á hlutina en það, þá er viðkomandi úthrópaður rasisti, fordómafullur, öfgamaður með hatursáróður.

Þegar allur glæpurinn var að vera einfaldlega á annarri skoðun.

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 14:01

12 identicon

Ég vil þakka þér, Jón, fyrir þennan pistil þinn. Ég tek undir þín ummæli um Pál Óskar og að hans yfirlýsingar hafi verið langt fyrir neðan beltisstað. Og alls ekki við hæfi og lýsa fordómum og kjánagangi. Menn eiga ekkert að hlusta á yfirlýsingar hans, en geta svosem hlustað á hann syngja ef þeim sýnist svo.

Ég er alveg gáttaður á því, sem Þórdís segir að ofan: 

 - "Eins og þú sérð þarna vinna konur 66% af öllum vinnustundum en fá greitt 10% af öllum launum og eiga 1% af öllum eignum." - 

Þetta er alveg fáránleg fölsun á einhverjum tölum. Konur vinna ekkert fleiri vinnustundir en karlmenn og ef fara á í saumana á því máli, þá skipta skilgreiningar miklu máli. T.d. hvenær er húsmóðurin að vinna heima hjá sér og hvenær er hún að hvíla sig og njóta þess að tala við stöllur sínar í síma eða drekka kaffi með vinkonum sínum. - Svo fá konur ekkert 10% af launum. Þær fá eitthvað minni laun vegna þess að heimavinna er ekki metin. Og eins er með eignastöðuna. - Þórdís. Þú verður að fara í endurskoðun með þín mál, skoðanir og uppsprettu þeirra. 

Jónas Bjarnason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 14:05

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna var hvítur, kristinn maður að ræða um hvíta, "kristna" menn. Má ekki líta það öðrum augum en af P.Ó.H. hefði notað álíka ummæli um araba og/eða múslima?

Velti þessu svona upp vegna þess að ég sé Pál Óskar ekki fyrir mér sem fordómafullan einstakling; þaðan af síður heimskan.

Rasisminn er viðkvæmt hugtak Jón, það ættum við að vita mörgum öðrum betur ágæti vinur.

Árni Gunnarsson, 8.8.2011 kl. 14:08

14 Smámynd: Jón Magnússon

Eiríkur þú misskilur greinilega það sem málið snýst um og ég er að fjalla um.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 14:49

15 Smámynd: Jón Magnússon

Þórdís ef þú reynir að hlutfalla það sem þú segir þá eru þeir sem þú ert að tala um e.t.v. um 5% af menginu hvítir kristnir karlmenn. Megin hlutinn af hvítum kristnum karlmönnum er venjulegt fólk sem á venjulegar konur og lifir venjulegu lífi í sátt við umhverfi sitt.  Af hverju að vera með kynbudinn rasisma  Þórdís það er það sem mér finnst athugunarvert og ósmæilegt.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 14:51

16 Smámynd: Jón Magnússon

Gunnar Pétur mér finnst þetta ekki viðeigandi orðalag þó þú sért ósammála konunni.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 14:52

17 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála þér Ólafur.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 14:53

18 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jónas mjög gott innlegg. Alveg sammála.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 14:54

19 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Árni að ég sé Pál Óskar heldur ekki sem fordómafullan einstakling heldur þvert á móti. Þess vegna held ég að þetta hafi dottið út úr honum í hugsunarleysi án þess að miða við gildishlaðið inntak.

Já Árni við þekkum vel umræður um rasisma og fá þann merkimiða. En það var gert í pólitískum tilgangi til að reyna að fæla fólk frá sannleikanum og staðreyndunum.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 14:57

20 identicon

Ég á bara eitt svar við viðbrögðunum hér að ofan:

WTF?

Þórdís H. (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 15:00

21 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það var svolítið spaugilegt að Páll Óskar notaði fordóma til að fordæma fordóma... Kallast slíkt ekki bara hræsni!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.8.2011 kl. 15:11

22 identicon

Jón,

Ja, ég var nú bara búinn að sjá fyrsta innlegg Þórdísar. Hún hefur greinilega séð að sér og tónað sig all svakalega niður. Nú er bara að vona að Páll geri það líka!! Aftur á móti ef hann gerir það, þá verða fyrirvararnir svo margir, að hann á líklega eftir að gera illt verra.

Eftir situr að þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona fígúrur gaspra svona vitleysu fram, og fólk étur þetta eftir þeim.

Gunnar Pétur (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 15:13

23 identicon

Ég vil vekja athygli á heimildanotkun hérna:

Þórdís H. vitnar í UNIFEM, hvað sem það nú er. 

Jónas Bjarnason vitnar í Jónas Bjarnason.

Gunnar Pétur vitnar í kort sem tölurnar eru ekki á.

Mér sýnist staðreyndum vera frekar ójafn skipt í þessum athugasemdum, konum í hag.

Og hvað er annars kynbundinn rasismi?

Eiríkur (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 15:30

24 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir sem taka orð Páls til sín, eiga þau líklega skilin....

hilmar jónsson, 8.8.2011 kl. 15:46

25 identicon

Jón, lestu aftur það sem Páll sagði.

„Það er engu líkara en sá eini sem fær að vera í friði í þessum heimi sé hvítur straight karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður og á peninga. Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni. Allt annað má kalla einhverjum nöfnum. Allt annað er hægt að uppnefna: „Helvítis femínisti, helvítis kellingar, helvítis hommar, helvítis þið, bla, bla!“ Þannig að út með kvenfyrirlitninguna, út með fyrirlitningu á öðrum kynþáttum, öðru fólki sem er af annarri stöðu og stétt en þú. Við eigum öll að sitja við sama borð. Og til þess er þessi dagur. Við verðum að gera þetta einu sinni á ári. Við megum ekki sofna á verðinum“

Sem sagt, hann er ekki að gera hvítum karlmönnum upp eitt eða neitt heldur benda á að alla aðra megi uppnefna og kalla einvherjum nöfnum. 

Heiðrún (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 16:36

26 identicon

Það er ótrúlega fyndið að heyra þetta væl í ykkur hvítum karlmönnum á þessum aldri sem heyrist þessa daga. Þið eigið svooooo bágt. Í eina skiptið á þessari öld hafið þið verið teknir út og á ykkur bent. Hvað gerist? gráturinn og eymdin er ótrúleg. Á hverjum degi þurfa konur að hlusta á fordóma, niðurlægjandi athugasemdir og já jafnvel persónulegar hótanir. Ef við kvörtum er talað um tjáningarfrelsi og hversu feministar reyna að útrýma mannkyninu. Ég held að þið ættuð bara í þetta eina skipti að reyna að bera þessar óskaplegu þjáningar hinna kúguðu í þögn og með smá reisn

steinunn fridriksdottir (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 16:58

27 identicon

Það leynist sannleikskorn í ummælum Páls Óskars en sannleikanum verður hver sárreiðastur Jón.

En það er ekki hægt að ætlast til þess að þu skiljir sneiðina enda velur þú sjálfur að miskilja í þeim tilgangi að slá þig til riddara verði þér að góðu.

Birgir (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 19:02

28 Smámynd: Rebekka

Fínt viðtal við þig Jón hjá Sannleikanum:

http://sannleikurinn.com/heim/eru-sarmodgadir-og-grenjandi

 

Rebekka, 8.8.2011 kl. 19:10

29 Smámynd: Jón Magnússon

Já Þórdís þú skilur það vonandi en ég veit ekki fyrir hvað þessi skammstöfun stendur.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:34

30 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það ekki Halldór en ég held að Páll Óskar hafi viðhaft þessi orð í hugsunarleysi og síðan hefur verið lagt of mikið í þessi ummæli m.a. af Ómari Ragnarssyni.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:35

31 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona það líka Gunnar og ég held að það sé ekkert erfitt fyrir Pál Óskar.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:36

32 Smámynd: Jón Magnússon

Það er nú gott Eiríkur að staðreyndum sé misskipt konum í hag. Miðað við þá stofnun sem þú ert hjá Háskóla Íslands þá ættir þú að vita og/eða getað auðveldlega aflað þér upplýsinga um hvað kynbundinn rasismi er.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:40

33 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki hvort að þetta stenst rökfræðilega Hilmar hjá þér, en ég tek þessi orð Páls ekki til mín en finnst nauðsynlegt að vekja athygli á þessu.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:41

34 Smámynd: Jón Magnússon

Heiðrún ég las það vel sem Páll Óskar sagði og hef því í skrifum mínum um ummæli hans notað alla fyrirvara eins og þú sérð þegar þú lest það. Umræðan sem síðan fór á stað og annað varð til þess að mér fannst nauðsynlegt að vekja athygli á þessu.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:43

35 Smámynd: Jón Magnússon

Steinunn þetta er einhver misskilningur hjá þér. Ég  á ekkert bágt en það er hins vegar misskilningur þinn að karlar verði síður fyrir aðkasti en konur. Þetta er hins vegar ekki kynbundið Steinunn heldur einstaklingsbundið. Þannig hef ég sennilega orðið fyrir fleiri hótunum og árásum vegna skoðana minna en þú og það er ekki vegna þess að ég sé femínisti - en ég hef heldur ekkert á móti femínistum hafir þú haldið það.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:46

36 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður hver að misskilja hlutina fyrir sinn hatt Birgir.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:46

37 Smámynd: Jón Magnússon

Rebekka nú veit ég ekki hvað þú ert að tala um.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 19:47

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það eru einmitt ummæli eins og Páll Óskar viðhafði í hugsunarleysi, sem geta skaðað það mikla umburðalyndi sem blessunarlega ríkir hér á landi. Ef til vill er þetta orðræða sem Páll Óskar hefur lært eins og páfagaukur af einhverjum öfgafullum femínistum, því Palli "er bara eins og hann er" og ég erfi þetta ekki við hann.

Sigurður Þórðarson, 8.8.2011 kl. 20:00

39 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að þetta sé rétt hjá þér Sigurður að þetta hafi verið sagt í hugsunarleysi.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 20:41

40 identicon

Áttu við kynjamisrétti?

Eiríkur (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 22:43

41 identicon

"WTF" stendur annars fyrir World Taekwondo Federation, ef þú skilur hvað ég meina.

Eiríkur (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 22:46

42 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Eiríkur kynbundinn rasismi er andstaða við ákveðinn hóp á grundvelli kynferðis. t.d. Páll Óskar talaði ekki um kristnar hvítar miðaldra konur.  Þær eru ekki hluti af ímyndinni vegna þess að þessi rasismi er bundinn við karlmenn á ákveðnum aldri.  Ég átta mig sasmt ekki á hvað WTF er.

Jón Magnússon, 8.8.2011 kl. 23:35

43 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég lími hér inn ummæli sem ég notaði annarsstaðar um sama málefni.  Þetta á eins við hér.  Ég tek fram að ég er einmitt hvítur karlmaður, en geri reyndar lítið af að ganga í jakkafötum og er trúlaus.

Þetta er nú meira andskotans þrasið!  Páll Óskar hefur einfaldlega þó nokkuð fyrir sér í því sem hann segir.  Þeir sem aðhyllast þessi Abrahamstrúarbrögð hafa einmitt alið á fordómum í garð samkynhneigðra og réttlætt andúð sína með þessum frægu orðum í gamla testamentinu, þar sem segir að Jahve gamli hafi andstyggð á mönnum sem leggjast með öðrum mönnum, sem konur væru.  Þetta er einfaldlega bláköld staðreynd, auk þess sem það er sennilega líka staðreynd að karlmenn eru hómófóbískari en konur og líklegri til að ofsækja samkynhneigða, enda er kynímynd karla mun veikari en kvenna.

Verum bara róleg og slökum á fordómunum, eins og Páll Óskar er að leggja til.

Theódór Gunnarsson, 9.8.2011 kl. 03:41

44 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það ætti kannski að banna hvítum miðaldra hægrisinnuðum köllum að fá sæti í strætó, taka af þeim kosningaréttinn, meina þeim að giftast því kyni sem þeir helst kjósa...

Þá kannski ættu orð Jóns einhvern rétt á sér.

Skeggi Skaftason, 9.8.2011 kl. 08:08

45 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Theódór þá komu einmitt fram fordómar í þessum ummælum Páls Óskars og það er það sem ég er að gagnrýna.  Fordómar eru ekkert öðruvísi þó þeir beinist að einhverjum sem þér finnst allt í lagi að þeir beinist að.

Jón Magnússon, 9.8.2011 kl. 09:48

46 Smámynd: Jón Magnússon

Ert þú að leggja þetta til Skafti?  Finnst þér eðlilegt að mismuna fólki? Finnst þér eðlilegt að beina orðum að stórum hópi eins og í þessu tilviki og gera öllum hópnum upp skoðanir?

Jón Magnússon, 9.8.2011 kl. 09:49

47 identicon

Auðvitað átti Páll Óskar að vera nákvæmari og betur undirbúinn.

Reyndar Lennon líka, fyrst margar konur hafa gert það mjög gott.

Og ég er sammála um að Páll Óskar sé ekki fordómafullur, en hann er fulltrúi ákveðins hóps sem hefur um árabil haft tögl og hagldir í umræðunni og kemst upp með ótrúlegustu ummæli og hegðun. Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.

Eiríkur (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 09:55

48 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Felast fordómar í því að benda á að einn ákveðinn, mjög stór hópur, sem allir vita að er sá hópur sem fer nánast með völdin í heiminum, sé sá hópur sem er síst líklegur til að verða fyrir aðkasti?  Þetta er bara sannleikur.

Mér finnst menn óþarflega viðkvæmir fyrir þessum ummælum og held að lang flestum hvítum karlmönnum sé alveg sama þó að Páll Óskar hafi látið þessi orð falla.  Allavega er mér hjartanlega sama, og tek undir það með Palla, að við ættum öll að leitast við að sýna hvort öðru sanngirni og vinskap.  Það er í rauninni það sem hann er að segja.

Theódór Gunnarsson, 9.8.2011 kl. 11:20

49 identicon

Þessi ummæli um júða nútímans eru álíka smekkleg og þegar stjórnmálamenn fóru að líkja hver öðrum við Hitler og Andreas Breivik fyrir örskömmu síðan. Þetta er ótrúleg lágkúra.

Anna Soffía Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 15:10

50 identicon

Páll Óskar bendir á þá staðreynd að hvítir, gagnkynhneigðir karlmenn ráða mestu í okkar samfélagi og verði síst af öllum fyrir aðkasti, og þér dettur í hug að líkja því við þær þjáningar sem gyðingar gengu í gegnum á 20. öldinni?

Þetta er svo ósmekkleg samlíking að orð ná ekki yfir það.

Anna (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 17:39

51 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Eiríkur þeir áttu báðir að vera betur undirbúnir þeir Lennon og Páll Óskar og hafa þetta nákvæmara. En í báðum tilvikum þá var þetta á mörkunum.

Jón Magnússon, 9.8.2011 kl. 22:01

52 Smámynd: Jón Magnússon

Theódór settu þessi ummæli hans í samband við aðra hópa eins og t.d. Múslima eða transara og skoðaðu hvernig þér finnst um ummælin þá.  Þessi ummæli Páls voru fyrst og fremst vanhugsuð Theódór og þau eru röng og sýna fordóma gagnvart þeim hópi sem vikið er að.  Það felst engin viðkvæmni í því. En það er þessi hópur í dag og hvaða hópur verður síðan fyrir fordómunum á morgun?

Jón Magnússon, 9.8.2011 kl. 22:04

53 Smámynd: Jón Magnússon

Ég verð að viðurkenna það Anna að ég veit lítið um kynhneigð margra ráðamanna nema það er opinbert með forsætisráðherra að hún er ekki hvítur gagnkynhneigður karlmaður. En jafnvel þó að hvítir, kristnir og gagnkynhneigðir karlmenn ráði mestu þá réttlætir það ekki að viðhafa niðrandi ummæli um þann hóp. Ég var síðan ekki að líkja þessu við það sem Gyðingar gengu í gegnum en benti aðeins á líkindin með umælunum.  Það er því miður ekki bara hér á landi sem svona ummæli eru viðhöfð og þessir fordómar eru settir fram gagnvart þessum hópi og ég er ekki að finna upp þessa samlíkingu. Þú getur t.d. fundið hana í bók Jonah Goldberg "Liberal Facism"  og sá höfundur var heldur betur ekki að gera lítið úr þjáningum Gyðinga ekki frekar en ég.  Þetta er að snúa út úr Anna og er rangt og þú fyrirgefur þarna er verið að snúa umræðunni á haus.

Jón Magnússon, 9.8.2011 kl. 22:10

54 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jón,

Lestu aftur það sem Heiðrún skrifar hér fyrir ofan.  Palli segir ekkert neikvætt um gagnkynhneigða, hvíta karlmenn í jakkafötum.  Hann segir bara að það sé engu líkara en að þeir séu þeir einu sem fá að vera í friði fyrir aðkasti.  Hvernig eru þessi ummæli röng, og í hverju eru fordómarnir fólgnir?

Theódór Gunnarsson, 10.8.2011 kl. 17:59

55 identicon

Sæll Jón

Ég sé að þú ert alls ekki að líkja þessu við það sem Gyðingarnir gegnu í gegnum, en hvað kemur til að Vilhjálmur Örn hérna hefur ekki kvatt sér hljóðs eða sagt eitthvað?

  • JEWISH FINANCING OF THE NAZI PARTY

    In the early 1920’s and early 1930’s, large amounts of money were given to the Nazi party from Jewish banks.

  • The Bank House Mendleson & Company in Amsterdam made two transfers. One for 10 million USD and one for 15 million USD.

  • Kuhn Loeb & Company in New York (later taken over by Jacob Schiff)

  • J P Morgan & Company in New York

  • Samuel & Samuel of London

  • Royal Dutch Shell sent 10 million Guilders as late as 1937. http://int.childrenofcyrus.com/en/articles/politic-society/524-jewish-financing-of-the-nazi-party.html

The most prominent Gentile and Jewish-Nazi leaders were:

  • Adolf Hitler: half Jew

  • Rudolf Hess: Reich Minister; half Jew

  • Hermann Goring: Head of German Luftwaffe

  • Gregor and Otto Strasser: brothers and leaders in Nazi party

  • Joseph Goebbels: Propaganda Minister; Jewish

  • Alfred Rosenberg: Editor of the official Nazi paper “Volkisher Beobachter;” Reich Minister for Eastern occupied territories; Jewish

  • Hans Frank: legal council of the Nazi party; Jewish

  • Heinrich Himmler: Head of Gestapo; commander of the SS; homosexual

  • Joachim von Ribbenstrop: Foreign Minister

  • Reinhard Heydrich: Security chief and Second in command of SS; later became the Governor of Bohemia and Moravia; homosexual; Jewish

  • Admiral Wilhelm Canaris: Chief of German Intelligence; Jewish

  • Abram Goldberg a.k.a. Julius Streicher: Editor of the weekly Nazi paper “Der Sturmer;” homosexual; Jewish

  • Adolf Eichman: SS Officer; prosecutor; Jewish

  • Robert Ley: Ministry of Labor; organized the slave labor camps

  • Erich von dem Bach-Zelewski: SS General

  • Odilo Globocnik: SS General

  • Helmut Schmidt: officer in Luftwaffe

Documents supporting the “exceptions” that Hitler made for German Jews serving in the Nazi party numbered around 1,200. There were 2 Field Marshall’s, 10 Generals, 14 Colonels, 30 Majors and thousands of lower ranking officers and non-commanding officers who received these exceptions.

http://www.eaec.org/newsletters/2008/vol_8/showdown-in-jerusalem-digest.htm

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 359
  • Sl. sólarhring: 718
  • Sl. viku: 2745
  • Frá upphafi: 2294296

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 2502
  • Gestir í dag: 328
  • IP-tölur í dag: 319

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband