Leita í fréttum mbl.is

3 ár

3 ár eru liðin frá bankahruni. Engin hefur verið ákærður í sambandi við það. Ekkert fé hefur fundist eða verið gert upptækt hvorki á Tortóla né annarsstaðar. Skuldavandi heimilanna hefur ekki verið leystur, en vogunarsjóðir og stórfyrirtæki hafa fengið gefnar upp skuldir sem nema 5 faldri þeirri fjárhæð sem þarf til að leysa vanda heimilanna.

Þeir sem nanfgreindir voru af útrásarvíkingum sem helstu orsakavaldar hrunsins lifa vel og praktuglega og virðast halda öllu sínu eða mestu leyti.

Engin ákæra tengd falli stóru bankanna þriggja hefur enn séð dagsins ljós og er ekki að vænta á næstunni miðað við upplýsingar frá Sérstökum saksóknara.  Þúsundir íslendinga eru landflótta og atvinnuleysi er meira en nokkru sinni fyrr. Nauðungaruppboðum og gjaldþrotum fjölgar.  Fleiri og fleiri eiga í alvarlegum skuldavanda og sé miðað við nýjustu tölur þá virðist sá skuldavandi geta tengst rúmlega 100 þúsund Íslendingum. Þannig er Ísland Jóhönnu og Steingríms í dag þremur árum eftir hrun.

Steingrímur J. Sigfússon sem krafðist þess í kjölfar  hrunsins að eignir bankamanna og útrásarvíkinga yrðu frystar auk annars þá hefur ekkert slíkt gerst þó að Steingrímur hafi verið helsti ráðamaður í pólitík í landinu 2 ár og 8 mánuði af þeim 3 árum sem liðin eru frá hruni. Hann stóð síðan fyrir því að framselja skuldir heimilanna til erlendra vogunarsjóða, en vel kann að vera að eignarráð þeirra sé m.a. einmitt í höndum þeirra sem bankamanna og útrásarvíkinga hverra eigur Steingrímur krafðist að yrðu frystar meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Jóhanna Sigurðardóttir sem sat í ríkisstjórninni þegar hrunið var og var ráðherra Íbúðalánasjóðs,sem líka fór á hausinn í hennar ráðherratíð en hefur verið bjargað með framlögum frá skattgreiðendum, man ekki eftir því að hún hafi setið í ríkisstjórninni sem hún kallar hrunstjórnina og hún man heldur ekki eftir því að hún og Samfylkingarliðið knúði á um það í þeirri ríkisstjórn að ríkisútgjöld hækkuðu meir en nokkru sinni fyrr í sögu lýðsveldisins.  Það gerðist í bullandi þenslu og ábyrgð allra þeirra sem að þessu stóðu er mikil.

Jóhanna og Steingrímur hafa talað um að þeir sem voru við stjórn þegar stóru bankarnir þrír féllu yrðu aða axla ábyrgð og þau töluðu upp hatrið í þjóðfélaginu og hafa lagt grunninn að þeirri málefnasnauðu upphrópsumræðu sem varð í kjölfar hrunsins einmitt á þeim tíma sem nauðsyn bar til að bregðast við með málefnalegum hætti.

Á vakt þeirra Jóhönnu og Steingríms hafa fjölmörg fjármálafyrirtæki fallið má þar minna á t.d.

VBS þrátt fyrir að Steingrímur gæfi þeim 26 milljarða af fé skattgreiðenda, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Straumur fjárfestingabanki, Sjóvá-Almennar tryggingar sem Steingrímur greiddi 12 milljarða af fé skattgreiðenda, Sparisjóður Keflavíkur og Byr er rekin á undanþágu. En þau Jóhanna og Steintrímur telja sig ekki bera neina ábyrgð á þessu og Steingrímur sér ekki að hann beri ábyrgð á þeim kostnaði sem vitlaus pólitísk stefnumörkun hans í málefnum sparisjóðanna hefur kostað ríkissjóð. Þau Steingrímur og Jóhanna eiga það sammerkt að sjá ekki bjálkana í eigin augum en greina hins vegar glögglega flísina í augum pólitískra andstæðinga.

Til að drepa umræðunni á dreif og þegar ekki dugar að lýsa endalaust ábyrgð á bankahruninu á Sjálfstæðisflokkinn, frjálshyggjuna, Davíð og eftirlitsaðila þá fann Jóhanna það út í samvinnu við vinstri sinnaða lukkuriddara, að stjórnarskráin bæri  ábyrgð á bankahruninu og því bæri brýna nauðsyn til að breyta henni.

Er einhvers að vænta af fólki eins og Jóhönnu og Steingrími nema aukna eymd og volæði auk fleiri vitlausra ákvarðana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel skrifaður og hárréttur pistill Jón, takk fyrir!

Ómar (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 16:45

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þegar þröngsýnin ræður ferðinni verður þetta útkoman. Eins og virkjanir og bræðslur leysi allan vanda. Fólk er búið að gleyma hvernig á að vinna og framleiða. Reynslulausir krakkar látnir ákveða um stóriðjur og annan óþerra. Gamlingjarnir á Hrafnistu gætu rekið landið miklu betur en þessi stjórn og ekki síst, embættismenn og ráðuneitisstjórar

Eyjólfur Jónsson, 6.10.2011 kl. 22:56

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ómar

Jón Magnússon, 6.10.2011 kl. 23:00

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já víðsýnina vantar Eyjólfur en ég ætla ekki að raða fólki í gæðahópa eftir aldri.

Jón Magnússon, 6.10.2011 kl. 23:01

5 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Þann 5. Október. 2011. skrifaði Jón Trausti Reynisson grein í DV sem heitir "Takk, Jóhanna og Steingrímur".

Maður bara spyr sig, ætti maður að þakka gjörspilltri ríkistjórn fyrir það sem hún sjálf hefur framið án þess að gera eintthvað fyrir þjóðina, svo sem, að leiðrétta skuldavanda heimila og koma þessum bankaræningja-stofnunum fyrir lás og slá?

Ég sem er fæddur Íslendingur í húð og blóð, skammast mín á þeirri spillingu sem stjórnar okkar Alþingi nú á dögum. Því alveg frá hruni þjóðar okkar 2008, þá eru þau Steingrímur og Jóhanna búinn að gera allt þver versnandi en þau lofuðu áður enn þau byrjuðu í ríkistjórninni.

Þannig, hvenær ætlar þessi fall ríkistjórn að hundsa sig til þess að vinna með sinn þjóð, er ekki nóg komið?

En þetta er góður og skarpur pistill sem þú skrifaðir Jón Magnússon og ég þakka fyrir þennan pistill.

Kær kveðja frá þínum einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 7.10.2011 kl. 00:53

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þitt innlegg Magnús og góða kveðju.

Jón Magnússon, 7.10.2011 kl. 08:16

7 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Frábær pistill meistari Jón.

Þetta er búið að velta um í hausnum á mér nánast orðrétt í langan tíma en kem því aldrei frá mér og nú gerður þú það takk fyrir ég er fullkomlega sammála þér.

Vert er líka að minnast á Saga Capital sem ein af snildar töktum félaga Steingríms.

Mér lýður eins og fanga í eigin landi. 

Hér ríkir skoðanakúgun.

Skuldafangelsi er viðhaldið enda sér það hver maður að hugmyndafræði VG fellur um sjálft sig ef að hagvöxtir yrði í landinu, hvernig ætti Steingrímur annars að réttlæta aðferð sína að skattleggja okkur út úr vandanum.

Samfylkingin verður að hafa gjaldeyrishöft og veika krónu til að geta lofað því að allt verði betra ef gengið er inn í EU.

Næstu kosningar hvenær sem þær nú verða eiga að snúast um framtíðina en ekki fortíðina eins og allt sem núverandi stjórnvöld virðast pæla í.

Spurningin er þessi , hvernig viljið þið að Ísland verði í framtíðinni.

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 7.10.2011 kl. 13:09

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Jón- þú gleymir að setja lokahnykkinn á góðan pistil.

-Það þarf, með öllum tiltækum ráðum, að koma þeim  frá stjórn, svo breyta megi volæði og eymd,  í farsæld og velfarnaðar.

Eggert Guðmundsson, 7.10.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 58
  • Sl. sólarhring: 1201
  • Sl. viku: 5802
  • Frá upphafi: 2277553

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 5364
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband