Leita í fréttum mbl.is

Upphefðin kemur að utan

Paul Krugman hagfræðiprófessor frá Bandaríkjunum,  lýsir enn einu sinni yfir aðdáun sinni á því hvað vel hafi tekist til á Íslandi frá hruni og stuðningsmenn Samfylkingarinnar mega ekki vatni halda og lýsa hver um annan þveran  ánægju sinni með Krugmann.

Athyglivert er í þessu sambandi að skoða að Paul Krugmann bendir sérstaklega á hvað það hafi verið gott fyrir Ísland að hafa krónuna og getað skert lífskjör almennings með því að lækka laun um allt að 70% miðað við fjölþjóðlega gjaldmiðla. 

Óneitanlega er það sérstakt að flokksspírur Samfylkingarinnar skuli hver um aðra þvera ásamt nokkrum verkalýðssinnum lýsa yfir ánægju með þessa gríðarlegu tekjuskerðingu launþega og mikilvægi þess að hafa íslensku krónuna.

Paul Krugmann kemur ekki inn á það að yfir 5.000 Íslendingar hafa flúið land frá hruni og skuldir heimila eru hæstar á Íslandi.

Paul Krugmann dáist að  því að fjármála- og ríkiskerfið á Íslandi skuli komast upp með að stela eignum fólksins með verðtryggingu og lækka laun að raungildi um allt að 70% til að bankar og ríki komist á þokkalegan kjöl. 

Er þetta virkilega það sem Samfylkingarfólk, verkalýðshreyfing og þeir sem kalla sig til vinstri í íslenskum stjórnmálum telja mikilvægast til heilla fólkinu í landinu og lýsa ánægju með?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er undarleg ræða. P Krugman er einn þekktasti hagfræðingur og hann sýnir Íslandi áhuga. Hann er ekki einn um það. Það sem hefur gerst hér fer í allar kennslubækur í hagfræði; hrunið, afleiðingar og viðbrögð.Eins og við vitum eru tveir gjaldmiðlar í landinu,þ.e. krónan og verðtryggðakrónan. Laun eru greidd í krónum og í hruninu féll krónan um 60% og kaupmáttur launa á samsvarandi hátt. Íbúðalán eru veitt í verðtryggðum krónum og þau tóku stökkbreytingum í hruninu. Hið sama gildir um erlend lán.Samfylkingin vill ganga í ESB og taka upp evru. Hún er gagnrýnin á krónuna. Eins og Jón þekkir vel hjá eigin skoðanabræðrum eru það aðrir sem lofa krónuna. 3000 fleiri íslendingar hafa farið frá landinu en til þess frá síðustu tvö ár. Fjöldinn er 5000 ef við tökum erlenda ríkisborgara með. Þetta er of mikið en gleymum því ekki að það hefur verið fólksstraumur frá landinu í fjölda ára. Það er sem sagt enginn landflótti. Það er afar merkilegt að lögmaður skuli fullyrða að ríkið hafi stolið eignum fólks. Hvað hefur hann sjálfur gert í málinu?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 12:17

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rauntekjur GDP[PPP] hafa dregist saman um -3,0% á ári að meðaltali síðustu 3 ár samkvæmtu útreiknum Alþjóðagjaldeyrismarkaðisins sjá CIA Faactbook á netinu.

Ef neytenda tekjur halda áfram að dragast saman hér meir en í flestum ríkjum heims og sömu tekjur sem eiga að borga skuldarkröfur það eru væntalegar framtíðar eignir uppáhalds tekjuskattsstofna skattmann hér næstu 10 ár þá nægir stjórnsýslunni ekki að flæma fólk úr landi, eða skipta út arðbærari einstaklingum fyrir minna arðbærari neytendur.

Ég hlustaði á þessa frétt í heildarsamhengi og skildi ekki tilganginn með birtingu hennar í ritskoðuðunar samhengi fjölmiðla í ráðstjórnaríkinu Ísland.   Raunvirði [verð miðað við staðgreiðslu án skatta] á Íslensku sjávarafhráefnum er örugglega í sögulegu lámarki. Ef EU losar okkur við vaxtakostanaðinn þá lækkar Íslenski skattstofninn.  Til að lækka skatta í öðrum ríkum er sálfræðlegra vinsælla að losa þau við vaxtakostnað en skera niður kostnaði [launtengt] í raunvirðismótuninni [það gera þau sjálf]. Fjármálgeirinn var blásinn út á Vesturlöndum greinilega til að hagræða í honum í framhaldi. Þau ríki sem skera hann fyrst niður koma best út að mínu mati eftir 10 ár. Hika er sama og tapa. Prime AAA+++ ríki er þau hæfustu og þau munu lifa til lengri tíma litið. Vinna skapar fresli.

Júlíus Björnsson, 23.10.2011 kl. 15:30

3 Smámynd: Jón Magnússon

Hrafn samkvæmt yfirliti AG þá voru það fyrir 4 þúsund Íslendingar sem fluttu út árin 2009 og 2010. Margir hafa flutt út á þessu ári. Atvinnuleysið mundi sennilega mælast á milli 10 og 12% ef svo margir hefðu ekki leitað sér vinnu erlendis. Sú skoðun Samfylkingarfólks, að erlenda verkafólkið mundi fara þegar atvinna minnkaði hefur ekki gengið eftir nema að litlu leyti. Ég hef talað um þennan þjófnað verðtryggingarinnar og barist gegn honum í meir en tvo áratugi Hrafn. Þú þarft að fylgjast betur með.  

Jón Magnússon, 23.10.2011 kl. 16:13

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Júlíus ég skildi ekki af hverju hún var bara birt ritskoðuð.

Jón Magnússon, 23.10.2011 kl. 16:14

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrirtöku að ferðinar á smásölu markaði um 1970 vor í  grófum dráttum, ef þú selur mér þá staðgreiði ég og þá þart þú ekki að leggja fjámagnskostnað á mig [gjaldþota afföll eða kostnað vegna meðalhækkan á mörkuðum] þú munt auka þína veltu og ég sel meira þá selur þú meira. Þú getur keypt inn meira og fengið magn afslátt, keypt ný tæki  til hagræðingar.    Nokkrum mánuð seinna þá koma ný rök , nú hefði staðgreiðslu raunvirði lækkað og þá væri eðlilegt að hætta hækka afsláttinn, eða segja upp fólki og halda áram að greiða af skuldakröfum vegna sölu og framleiðaukningar. Nokkrum mánuð seinna var ekki hægt að staðgreiða, þá byrjuðu í baklandinu eignar eða eignhalds yfirtökur fela fyrir fjölmiðlum vaxandi fákeppni.  Þetta er að gerast núna í Fjármálaþjónustu geirunum   og gengur upp vegna fávísi þeirra sem læra að allt gangi upp samkvæmt masterfræðunum sínum. Mannlegi þátturinn  skekkir myndina en hann lærist á og innan markaða. Lið sem útskrifast úr vernduðu Masternámi á fertugsaldri, er óarðbært almennt og skilur ekki almennt eða víðtækt heldur fræðilega sérhæft og þröngsýnt. Þetta lið getur sé eina hlið af fjölmörgum en master ekki heildar grunn samhengi hugsar ekki abstrakt.  Það voru setta skorður við birgasöfnum hjá heildsölum til að treysta fjármálageirann [best fyrir], kúlulánsform innleidd og leyft að lána út á veð í byggingu. Núna er augljóst að hægt er skera niður fjámálageira sem almenningur hatar. Þetta er strategia [hernaðarhugsun] þeirra táknrænu: deila og drottna á ölllum tímum. Þagga niður gagnrýni, efa hyggju, með áherslu breytingum í grunnmótun einstaklinga þetta er langtíma plön sem er réttlætt með jöfnum lífskjörum á heimsmælikvaðra þegar heimurinn allur er orðin sameiginlegt markaðsvæði þeirra táknrænu sem mælast ekki með í Alþjóðlegum samburði af því úrkastið gerir það ekki heldur. Stöndug ríki manipulate þau óstöndugu [un develeped: in financial and legal terms of speeking]. Með reglustýringu tryggir maður hæfum meirihluta fjármála völd óháð hagfræðinga fjölda: political workers and social workers rimes educationally speeking. Sumir mæla "migration" og var hún óhagstæð hér 2010 að mati marktækra.

Júlíus Björnsson, 23.10.2011 kl. 16:58

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/index.html

Þetta er mjög góðar upplýsingar þar sem mælkvarðinn á hlutfallslegu[abstrakt forsendur] RAUNVIRÐISMATI er USA, og er líka mat Alþjóðagjaldeyrismarkaðirins á meðal ársgengi á innri mörkuðum Ríkja heimsins. Það sem  hlutirnir og að aðrar myntir kosta í Dollurum á Heimamarkaði USA.  Verðið sem við verðum að greiða fyrir evru líka til að markaðsetja á Íslandi. 

Skilgreindar er á öllum hugtökum [linguistic terms] sem CIA notar. Íslendingar eru ekki vanir að læra skilgreindar á orðum og skilja því hlutina öðruvísi en menntastéttir erlendis.  Fyrir mennta útlendingum í mörgum ríkjum er orð: rittákn og hljóð og málmyndin er skilgreining sem þarf að læra utan að. Orð sem hljóðar eins og ritað eins getur hafa jafn gildi nokkurra orða í Íslensku og þess vegna var orðaforði meiri og skilningur manna meiri á aljóðmálum fyrir síðustu Heimstyrjöld.  Hér breytist Íslensk um 1970 merkingarlega séð að hætti behaviorlista, kallað að þróast. Þetta gildir ekki um stofnanmálið [laga og fjámálamálið] í UK USA, Þýsklandi og Frakklandi [er stöndugt]. t.d.]. 
Á þessu síðum kemur fram það er ekkert samhengi milli þjóðar tekna og hlutfallalegar endurfjárveitingar skattmann í þennan geira. Kúpa eyðir næstamest í þennan geira 13,6& GDP(PPP)  Ísland er í 14 sæti. 7,4% GDP(PPP) 2007.

Ísland er í sæti 156 af198 þegar kemur að opinberum útgjöldum í Heilbrigðis geira, 4,6 % af árs GDP(PPP). UK sæti 41  9,3% , USA í sæti 2  16,2%.

Malta er í sæti 1 og Lúxemborg í sæti 158.  Þarna skiptir flatarmál eða fólksfjöldi engu máli.   Malta endurveitir mest í þann geira sem skilar mestu þar.   Lúxemborg er Seltjarnarnes  eða Garðbær sinna nágranna ríkja.  Ísland lætur almenning borga meira beint en UK og Danmörk eða veitir ódýri þjónustu. 

migration gefur hlutfallslegar upplýsingar um hvort fleiri erlendir ríkisborgar fá vinnu á Íslands markaði en Íslendingar á annarra ríkja mörkuðum. 0,53% fleiri útlendingar er taldir fá störf hér en Íslendingar sem fá störf erlendis 2011.

Íslendingar í vinnu erlendis skila örugglega mikið minna af gjaldeyri heim en útlendingar sem fá vinnu hér.

Hér breyttust atvinnuleitenda bætur útgjöld 2011 í eignir skuldakröfur framtíðar með að fjölga óstarfandi námsmönnum. 

Írar mikið fátækari almennt 1970 en Íslendingar leyfa öllum að sækja fyrirlestra í ríkisrekum menntastöfnum og hafa aldrei innleitt eilfíðar námslán með raunvaxtakröfu og heildarneyslu á lagi [80% neyslan er hún flutt inn? Gjaldeyristengd].   Styrkur með einu barni er ekki 125 kr. á dag fyrir atvinnuleitenda , heldur um 1625 kr á Íralandi. 

Siðferði og áherslur skattmann er greinilega í samræmi á Íslandi. Ófrjótt lið skilur greinlega ekki að öll börn hafa þarfir.

ÁRS Tekjur[væntalegar eignir] á Íslandsmarkaði 2011 reiknast 1.657 milljaraðar að raunviði miða við USA raunvirði CIP og gengi 132 kr. per dollar.  Skattmann á Íslandi reiknast taka til sín. 697 milljarða að heildar sölu tekjum.  Í þessum tekjum er álögur vsk. á söluveltu , laun til ríkisins af starfsmannaveltu og eignarskattar af rekstralegum eignum í viðu samhengi einnig tollar og afskriftir umfram/afföll vegna árs meðahækkana á Íslandmarkaði.

Starfmann veltuskatti er þrepaskiptur í felstum ríkjum og fer 1 þrep [hér gefið í persónuafslátt] oft í grunntryggingar veg elli, atvinnumissi og heilbrigðis.

Í þýskalandi er vsk. 3 þrep um 20% og það gildir líka um 1 þrep starfsmanna veltu skatts sem lagður er á laun=tekjur starfsmanna  og verður svo laun=tekjur skattmann. Þetta er hluti af rekstraleyfi lögaðila og hæfir ráða við að leggja hann á starfsmenn til að skila. Betra er að heimsækja lálaunageira og telja starfsmenn en leita á þeim og standa vörðum um lager.   Við þurfum ekki að lækka raunvirði á fiskvinnslu hér eða súrálvinnslu. Lögaðilar eru að skila mikið af þessum samtryggingar gjöldum í dag þannig að þetta eru nánast millifærslur í bókhaldi.

Hér mætti fast grunngjald  á starfsmenn vera 600.000 kr. á ári fyrir alla eldri en 18 ára og með búsetu hér síðustu 18 ár. Þetta eru um 20 % af  3 milljónum, eða 600.000 kr. á 2.400.000 árs grunntekjur sem gætu verið skilgreindar meðlögum og látnar fylgja meðal raunhagvexti síðustu 30 ára.  Almannatryggingar greiða svo út öllum ekki starfandi um 80 % af 2.4 milljónir eða 1.92 miljónir eða 480.000 krónum minna á ári. Á þetta lið á líka að bæta 600.000 kr tekjugjald 600.000 kr. til að taka aftur. EU skilgreinir í dag að fyrir sína starfsmenn gildi að lagt er á þess þjóna sami launskattur og gilda um aðra á vsk. markaði til að taka af aftur og sagt vera í virðingar og samanburðar skyni.

Síða er hægt að láta 20% gilda upp að 2,4 x 3 = 7,2 miljónir á  ári eða heildar árslaun með hlunnindum 8,64 milljónir .

Þá einfaldast bókhald fyrirtækja, réttlætingar á framtíða skuldkröfu eignum minnkar, umsvif stéttarfélaga. 

Hærri tekjur 80 % almennings koma á móti niðurfellingu á strykjum til landbúnaðar, minnkandi þörf á alls konar sýndarbótum í dag. Ríkið fær sömu grunn tekjur fastar og öruggar.

Fastar grunn lámarkstekjur á Íslandmarkaði liggja fyrir, og hins opinbera í grunn liggur fyrir, hinsvegar vantar hér fasta hlutfallslega grunn skiptingu hins opinbera á sínum tekjum eftir geirum til að tryggja hér fjármálegan stöðuleika þetta gæti kallast 30 ára grunnfjárlagaramma skiptingin sem ekki þarf að kjósa um á fimm ára fresti og 66% af þingmönnu þarf til að breyta. Hér geta komið upp frjálsir lífeyrisjóðir og frjálsar fjármálstofnanir ef reglustýring tyggir að hagnaður þeirra sé í samræmi við veltu og hlutverk.  

2 tekjuskatts þrep getur byrjað við 8 milljóna heildarlaun á ári og 3. við 24 milljónir.

Menn ganga ekki til kosninga í stöndugum ríkjum til að kjósa um sjálfsögð mannréttindi, eingin á að búað við skort og allir neytendur eiga að vera virkir óháð aldri og stöðu, óháð ríkisstjórn. 

Útlendingar leiðrétta fyrir ofurvöxtum í veðlagi hér. Þetta eru ekki fífl. Alþjóðagjaldeyrismarkaðurinn Fasteigna fermetri hér er ekki dýrari enn í 300 þúsund þorpi með með 1657 milljarða árstekjur í USA.

Júlíus Björnsson, 23.10.2011 kl. 22:30

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Margoft hefur verið bent á, að það er alls ekki samasemmerki á milli þeirra sem flytjast úr landi og atvinnuleysis. ályktunin um mun hærri tölur í því sambandi, halda því ekki vatni. Auðvitað hentar það svo ekki þegar frægir og viðurkenndir sérfræðingar mæra andstæðinginn, er óþægilegt í áróðursstríðinu, en þá er bara um að gera að reyna sem mest að gera lítið úr viðkomandi og þykjast bara vita miklu betur sjálfur!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.10.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 554
  • Sl. sólarhring: 646
  • Sl. viku: 2940
  • Frá upphafi: 2294491

Annað

  • Innlit í dag: 516
  • Innlit sl. viku: 2683
  • Gestir í dag: 492
  • IP-tölur í dag: 477

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband