Leita í fréttum mbl.is

Vaclav Havel

Vaclav Havel var einn helsti merkisberi frelsisins þegar þjóðir Austur Evrópu voru að hrista af sér ok kommúnismans. Hann á þakkir skildar fyrir framlag sitt til frelsisbaráttu lands síns og fyrir frelsi og mannréttindum í heiminum.  Stórkostlegur baráttumaður og listamaður er fallinn frá.

Fyrir nokkrum árum sá ég leikrit eftir Havel sem fjallaði um það með hvaða hætti kerfi valdsins brýtur niður eða reynir að brjóta niður þá sem berjast gegn því. Það er nefnilega ekki alltaf gert með beinu ofbeldi. Havel lýsti í leikritinu hvernig kerfið vann með því að ónáða mátulega mikið, minna á sig reglulega og gefa ýmislegt í skyn til að viðhalda óttanum.

Frjálst fólk stendur alltaf í þakkarskuld við fólk eins og Havel sem hika ekki við að berjast fyrir réttlæti þó það horfi framan í byssukjafta, frelsissviptingu og mannorðsmissi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Er það ekki merkilegt að þrátt fyrir vísa menn eins og Vadav Havel þá horfum við beint framan í komunistmann hér uppi á Íslandi  og það eru að koma jól 2011.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.12.2011 kl. 22:20

2 Smámynd: Jón Magnússon

Getum við sagt það Hrólfur? Miðað við ríkisvæðinguna beina og óbeina þá má sennilega finna þessum orðum stað.

Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 23:06

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér fannst merkilegt, þegar Havel kom hingað, að þeir sem allra mest flöðruðu upp um hann voru þeir Íslendingar, sem af almestu alefli höfðu stutt kvalara hans og kúgara fáum árum fyrr, þ.á m. liðsmenn sérstaks „vináttufélags“ við böðlana. Þetta fólk opnaði þá, alveg eins og nú, helst aldrei munninn án þess að messa yfir lýðnum um „lýðræði“ og „mannréttindi“. Það er einstaklega ógeðfellt, þegar einmitt þeir sem studdu böðlana reyna nú að eigna sér Havel.

Vilhjálmur Eyþórsson, 19.12.2011 kl. 04:33

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er hárrétt hjá þér Vilhjálmur.

Jón Magnússon, 19.12.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 923
  • Sl. viku: 2388
  • Frá upphafi: 2293939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband