Leita í fréttum mbl.is

Pólitíska yfirstéttin

Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þar lýsir þingflokkurinn andstöðu við  að Landsdómsákæra Alþingis gegn Geir H. Haarde verði felld niður. 

Af sjálfu leiðir í lýðræðisþjóðfélagi að skoðanir séu skiptar. Það skiptir þó máli á hvaða forsendum og rökum, afstaða er mótuð í málum. 

Forsendur og rök, sem koma fram í yfirlýsingu Hreyfingarinnar eru athygliverð. Í fyrsta lagi gagnrýnir þingflokkurinn að lýðræðishefðir skuli viðhafðar við stjórnun þingfunda og átelur forseta Alþingis fyrir að taka mál á dagskrá sem þeim er ekki þóknanlegt.

Þá halda þingmenn Hreyfingarinnar því fram að með því að taka málið á dagskrá þá sé um hróplegt ósamræmi að ræða við afstöðu forseta Aþingis  í máli svokallaðra níumenninga, sem réðust á Alþingi árið 2008. Þingflokkur Hreyfingarinnar áttar sig ekki á að Ríkissaksóknari  ákærði níumenningana, en meirihluti Alþingis þar á meðal þingflokkur Hreyfingarinnar ákærði Geir H. Haarde.

Einnig er því haldið fram í þessari makalausu yfirlýsingu Hreyfingarinnar að forseti Alþingis sé að þjóna pólitískri yfirstétt með því að fara að lýðræðislegum leikreglum. Hver er þessi pólitíska yfirstétt. Gæti verið að þingflokkur Hreyfingarinnar átti sig ekki á því að í dag eru þau hluti pólitísku yfirstéttarinnar. Er þetta þjónkun við þau? Ef svo er ekki hverjir tilheyra þá pólitísku yfirstéttinni?

Óneitanlega vekur það nokkra undrun að þingflokkur Hreyfingarinnar skuli beina spjótalögum sínum að forsta Alþingis og átelja hana fyrir að viðhafa þingleg vinnubrögð.  Væntanlega mundi eitthvað heyrast í Þór Saari ef forseti Alþingis neitaði að taka eitthvað af þeim fáu málum sem hann ber fram á Alþingi á dagskrá.

Í yfirlýsingu þingflokksins er einnig vikið að litlu trausti á Alþingi og þingflokkur Hreyfingarinnar virðist ekki átta sig á því úr hvaða glerhúsi þau eru þar að kasta.  Traust á Alþingi minnkaði mikið þegar þingmenn Hreyfingarinnar settust á Alþingi, þó það sé ekki þeim einum að kenna. Traust fólksins í landinu á þessum þingmönnum virðist heldur ekki mikið, ef marka má skoðanakannanir, en þar kemur fram að þau halda í besta falli 2 atkvæðum af hverjum 10 sem þau fengu í síðustu Alþingiskosningum.

Væntanlega gæti virðing Hreyfingarinnar og Alþingis aukist ef yfirlýsingar eins og þessar væru rökstuddar með vitrænum hætti og tilhæfulausum fullyrðingum og gífuryrðum sleppt.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er allt saman satt og rétt sem þú bendir á, mjög góður pistill hjá þér að vanda.

Hræsni hefur vissulega þekkst í pólitík hér á landi, en Hreyfingin er að slá Íslandsmet í hræsni sem vonandi verður seint slegið á alþingi íslendinga.

Þau gefa sig út fyrir að vera lýðræðissinnar og vilja færa valdið til þjóðarinnar. Á sama tíma vilja þau ekki að þjóðin fái að kjósa til þings, vegna þess að þau vilja breytingar á stjórnarskránni og þau treysta víst ekki öðrum flokkum til þess heldur en núverandi stjórnarflokkum.

Minnihluti þjóðarinnar kaus til stjórnlagaþings, þannig að greinilegt er að meirihluti þjóðarinnar er ekkert áfjáður í að fá nýja stjórnarskrá.

Þau vildu að alþingi hlutaðist til um mál níumenninganna, þótt það sé ólíkt Landsdómsmálinu eins og þú bentir réttilega á.

Þór Saari talar um að málið sé ekki þingtækt.

Með því er hann að lítilsvirða yfirlögfræðing þingsins og gera lítið úr hans störfum, ætlar hann að standa við það?.

Ef maður vill vera lýðræðissinni, þá þarf að ganga alla leið. Stundum er sjónarmið fjöldans ekki það sama og hjá þeim sem boða beint lýðræði.

Þá verða þeir sem boða beint lýðræði að virða vilja meirihlutans og sætta sig við að vera undir.

Jón Ríkharðsson, 20.1.2012 kl. 13:02

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir nafni bæði hrósið og góða og málefnalega færslu. Ég hef í sjálfu sér ekki við hana að bæta en er alveg sammála þér. Því miður hefur gapuxa pólitík náð um of yfirhöndinni og er þar fyrst og fremst vankunnandi fólki og vankunnandi fréttafólki um að kenna.

Jón Magnússon, 21.1.2012 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1105
  • Sl. sólarhring: 1237
  • Sl. viku: 6750
  • Frá upphafi: 2277388

Annað

  • Innlit í dag: 1038
  • Innlit sl. viku: 6276
  • Gestir í dag: 973
  • IP-tölur í dag: 944

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband