Leita í fréttum mbl.is

Vilja læknar flensa í Malakoff.

Áróður er nú hafinn fyrir því að ríkið fari með eignarrétt á líffærum fólks að því gengnu svo fremi fólk hafi ekki með sannanlegum hætti bannað ríkinu að flensa í sig og færa burtu endurnýtanleg líffæri.

Á sínum tíma gat fólk selt líkama sinn eftir dauðann eins og vísan fræga sem sungin var fyrir miðja síðustu öld um Malakoff segir frá. Þá var einn ógæfumaður talinn látinn og læknarnir biðu ekki boðanna og báru hann upp á spítala til að fara að flensa í hann. Þórður Malakoff var hins vegar ekki dauður og brást ókvæða við.

Einstaklingar eiga að geta ráðstafað líkama sínum eftir dauða sinn, en það er hættulegt ef það á að vera almenn regla að taka megi líffæri fólks til líffæragjafa ef það hefur ekki beinlínis bannað það. Áttar þetta góða og velviljaða fólk sem vill afnema samþykki einstaklingsins fyrir líffæragjöf sig ekki á því hvað slík regla getur verið hættuleg.

Við lifum á tímum þar sem auðvelt er að afla upplýsinga um einstaklinga. Tryggingafélög liggja með upplýsingar um heilsufar og margt fleira varðandi einstaklinginn og sjúkrastofnanir gera það líka og ýmsir fleiri. Hvað skyldu líffæri kosta á markaði ef um það væri að ræða? Hvaða hættu hefur það í för með sér að ævinlega megi taka líffæri fólks til ígræðslu í annan líkama ef það hefur ekki ótvírætt bannað það.

Það er alltaf hættulegt að víkja frá elstu mannréttindunum um að fólk ráði líkama sínum.  Þess vegna verður sú meginregla að gilda að fólk geti sjálft gefið upplýst samþykki varðandi ráðstöfun líkamans og liffæra eftir dauðann. En það má aldrei taka rétt af fólki yfir ráðstöfun eigin likama lífs eða liðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá Jóni. Ég horfði einu sinni á viðtal við pilt, sem hafði verið lýstur heiladauður á sjúkrahúsi en sagðist hafa það ágætt og vonast til að ljúka endurhæfingu og taka bílpróf innan árs. Ég hef séð fleiri slík viðtöl, þótt strákurinn væri hvað hressastur. Fólkið vaknaði sem sagt úr dái. Hugtakið heiladauði, sem notað er á Íslandi, mun hafa orðið til eftir miðja 20. öld, til að auðvelda brottnám óskemmdra líffæra. Það er umdeilt. Vingjarnleg kveðja.

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 00:10

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott innlegg Sigurður. Þetta er einmitt hættan þegar ópersónulegu yfirvaldi er heimilt að gera það sem því sýnist.

Jón Magnússon, 14.2.2012 kl. 09:54

3 identicon

ÉG las viðtöl við fólk sem hafði fengið líffæragjöf en síðan greinst með krabbamein í það líffæri. Þá hafði ekki verið vitað að líffæragjafinn var með meinið!

Ég fékk einu sinni lítið kort - líkt og kredeitkortin nú - eftir að hafa gefið blóð. Á þessu korti var skrá minn BLÓÐFLOKKUR. Slík kort má útfæra enn frekar og hafa fleiri upplýsingar á því - eins og ef um OFNÆMI eða SJÚKDÓMA er að ræða og ef fólk er á sérstökum LYFJUM. OG ÞÁ LÍKA HVORT ÞAÐ VILL VERA lÍFFÆRAGJAFI - JÁ eða NEI!

Hrönn Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 12:31

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég gæti ekki verið meyra sammála þér Jón Magnússon, í þessu máli!!Brosandi

Eyjólfur G Svavarsson, 14.2.2012 kl. 14:19

5 identicon

Horfði á viðtal , sér er hver heimildin! Það er grafalvarlegt og flókið ferli að úrskurða fólk heiladautt og mig rekur ekki minni til að þannig vinna hérlendis

hafi verið gerð afturræk.

Alvarlegur heilaskaði eða grunur þar um er ekki heiladauði og skilur himinn og haf.

Lífæri heiladauðs einstaklings sem enn eru frísk verða rotin skömmu eftir að

lífsuppihaldandi meðferð er hætt. Um er rætt hvort einhver slíkra líffæra rati til þurfandi eða fari til umbreytingar í mold. Þetta er á tíma sem sjúkl sjálfur getur ekki tjáð sig . Þeir sem hafa sterka skoðun um jafn mikilvæg málefni ættu að tjá sig þar um með greinilegum hætti, þorra Íslendinga stendur á sama.

Friðrik Yngvason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:27

6 identicon

Nú þegar er ríkið að skrá fólk,mjög ungt fólk í trúarfélög

Elías (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 15:08

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Umræðurinn er svipaðar og fyrir seinustu Heimstyrjöld á Vesturlöndum, við vitum hvernig svona hlutir enda. Úlfur einn orðin hálf tannlaus og gamall hafi fylgst með smala og hundi hans. Sá hvað hundurinn hafði það gott þótt væri orðin gamall.  Úlfur fór til smalans  og vildi gera samning. Hann skyldi passa upp á kindurnar og eina sem hann tæki fyrir væru þær sjálfdauðu. 

Smalinn svaraði, tilboðið hljómaði hagstætt, hinsvegar, væri eðli hans úlfur, og því mynda hann fljótt fjótt finna út að sumar kindur væru næstum sjálfdauðar, og að lokum væru engar kindur eftir.

Júlíus Björnsson, 14.2.2012 kl. 17:52

8 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

EF þetta væri nú bara eina slíka uppákoman sem þessi ágæti þingmaður hefur staðið fyrir.

Guðmundur Kjartansson, 14.2.2012 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 1712
  • Frá upphafi: 2291602

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1537
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband