Leita í fréttum mbl.is

Er kvótinn þjóðareign?

Ef kvótinn er þjóðareign af hverju fá þá Hveragerði og Egilsstaðir aldrei úthlutað byggðakvóta?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að það standi raunar í lögum að hann sé í þjóðareign eins og aðrar auðlindir.  Afnotum og aðgangi er bara stýrt eftir álagsþoli stofna, svo langt sem þekkingin um það nær. Hveragerði og Egilstaðir njóta líklega meira af þessu en byggðarlögin sjálf sem hýsa útgerðirnar eftir öllu sem mér sýnist.

Ásókn Samfylkingarinnar í að koma þessu í hendur ríkissjóðs er að færa ráðstöfunnarréttinn í hendur framkvæmdavaldsins (einnig orkulindanna) því þeir þurfa þau völd til að geta lagt þetta í púkk í ESB.  Ég held að ekkert annað liggi að baki þessum spuna. Allt sem Samfylkingin hefur á sínum prjónum tengist beint eða óbeint umsókn um aðild að ESB. Um það máttu vera viss, hvort sem það er sameining ráuneyta, fækkun sýslumannsembætta, stjórnarskrárbreytingar sem heimila framsal fullveldis, ráðstöfunnarvald auðlinda, afskipti af forsetakosningum, fækkun ráuneyta eða bara hvað sem þú getur nefnt.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 18:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðareign í lögum er kannski svona tákræn undirstikun þess efnis að ekki sé heimilt að veðsetja þessa nýtingu úr landi né selja erlendum aðilum. Þannig er það og lítið við því að hrófla, enda sjálfsögð mmarkalína er varðar sjálfstæði og fullveldi.  Við getum hinsvegar ekki gengið í ESB nema við framseljum réttindin til ESB í skiptum fyrir ruslkvótabitlinga um allt atlandshaf, sem engan arð gefur. Til þess að það sé hægt, þá þarf Jóhanna að hafa vald til að ráðstafa þessu að eigin geðþótta og því er þetta mál sótt svona hart.

Hvað segir lögmaðurinn um þá túlkun?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 18:15

3 identicon

Þessu mætti svara svona. Það er vegna þess að á Íslandi er ekki alvöru lýðræði eða samstaða um siðað þjóðfélag. Ef lagður er á auðlindaskattur sem rennur allur í jöfnunarsjóð þá fá fyrrgreind sveitarfélög ígildi kvóta. Það sama á við um fisk sem auðlindagjöld af orku á landreignum ríkisins. Auðlindasjóður Íslendinga á að ganga beint til sveitarfélaga, ekki til ríkisins. Um annað verður aldrei sátt.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 18:25

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

vegna þess að Hveragerði og Egilsstaðir er ekki hluti af þjóðinni.

Mér lýst vel á hugmyndir Péturs Blöndal.

Stefán Júlíusson, 14.5.2012 kl. 20:57

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kvótinn er ekki þjóðareign, Jón og það veist þú vel.Það stendur hvergi og mun aldrei standa, ekki hér á landi frekar en annarsstaðar.Hitt er annað að í lögum um stjórn fiskveiða segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign Íslensku þjóðarinnar, og er það ekki tilgreint frekar.Hvergerðingar fengju að sjálfsögðu byggðakvóta ef þeir hefðu einhver fiskimið og til þess að hafa fiskimið þurfa þeir að hafa einhverja strandlengju sem þeir hafa ekki.Það á ekki að þurfa að segja þér þetta, Jón.

Sigurgeir Jónsson, 14.5.2012 kl. 21:31

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Egilsstaðir eru hluti Fljótsdalshéraðs sem hefur strandlengju en vandamálið er það að þar er engin höfn sem hefur aðgang að sjó, þar er bara höfn fyrir Lagarfljótsorminn.Til þess að fá byggðakvóta á orminn verður að vera hægt að sigla honum til sjávar og aftur til baka, en það mun ekki ganga.Sláðu þetta rugl þitt af.

Sigurgeir Jónsson, 14.5.2012 kl. 21:35

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég þakka ykkur fyrir þessar athugasemdir. Þær eiga allar fullan rétt á sér og að sjálfsögðu þekki ég þær reglur sem gilda Sigurgeir. Mér finnst þetta hins vegar til íhugunar vegna þess að það hefur mikið verið rætt um þetta á þeim forsendum að kvótinn sé þjóðareign. Það þýðir að allir ættu þá að eiga jafnt tilkall til síns hlutar. Með því að auka byggðakvóta er verið að rétta ákveðnum byggðarlögum fjármuni sem önnur fá ekki. Ef um  þjóðareign er að ræða þá ætti ekki að skipta máli hvort byggðarlagið er við sjó eða ekki.  Hvernig er svo farið með þennan byggðakvóta? Er einhver glóra að hafa hann og leyfa stjórnmálamönnum að úthluta þessum gæðum eftir geðþótta? Ef menn vilja það þá finnst mér að Hveragerði eigi að eiga sinn rétt.

Jón Magnússon, 14.5.2012 kl. 23:04

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigurgeir: Auðlindirnar eiga sína vernd í lögum og bannað að láta þær í hendur útlendinga. Þessar tillögur stjórnlagaráðs snúast um það eitt að koma ráðstöfunarrétti þeirra í hendur ráðherra svo sýsla megi með þær í hendur ESB. Ekkert annað liggur að baki tillögunum. Eins og sakir standa nú hefur ríkið ekki heimild til þess að ráðstafa þessum auðlindum útfyrir landsteinana að okkur forspurðum. Þannig á það að vera áfram. Þetta er hluti af áætlunum um framsal fullveldis í þessum málum og öðrum. Þetta hefur bara verið dulbúið svona til að beina athyglinni frá hinu raunverulega markmiði. Þeir sem yrkja þessar auðlindir eru nú allt í einu orðnir glæponar þegar í raun er verið að fremja glæpinn í ríkistjórn.  Lesið bara tillögurnar.

Ef menn sjá ekki plottið í þessu, þá eru þeir blindir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2012 kl. 00:40

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tillögur stjórnlagaráðs snúast ekki um dreifingu kvóta heldur það í hvers höndum ráðstöfunarrétturinn liggur. Þ.e. ráðherra. Þetta er að kröfu ESB, svo því sé bara haldið til haga. Svo segja menn að ekki sé verið að aðlaga okkur að bákninu.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2012 kl. 00:52

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Áhugaverð pæling, gaman að fá svona nýtt sjónarmið í umræðuna.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.5.2012 kl. 09:54

11 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ef fiskurinn í sjónum er þjóðareign og allir eiga að fá hluta af hagnaðinum, með beinum greiðslum frá sjómönnum, þá liggur í hlutarins eðli að sjómenn á vestfjörðum sem ekki hafa aðgang að hitaveitu eiga að fá greiðslur frá Hvergerðingum vegna þess að þeir hafa aðgang að ódýru heitu vatni.

Menn ættu að gera sér grein fyrir því að með því að skattleggja eina atvinnugrein meira en aðrar bara af því að hún er arðbær, er verið að opna ormagryfju sem íslenskir stjórnmálamenn munu ekki komast lifandi úr.

Sigurjón Jónsson, 15.5.2012 kl. 15:22

12 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Hjördís.

Jón Magnússon, 15.5.2012 kl. 23:57

13 Smámynd: Jón Magnússon

Góð athugasemd Sigurjón. Ekki bara stjórnmálamenn ekki þjóðin sem slík. Steingrímur heldur að skattlagning sé allra meina bót.

Jón Magnússon, 15.5.2012 kl. 23:59

14 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ekki nóg með að Steingrímur og meðreiðarsveinar hans telji skattlagningu vera allra meina bót. Heldur eru þeir leynt og ljóst að stefna að því, að nota þessa ofurskatta til að til að búa til eitt alsherjar skömtunar veldi á Íslandi sem mun útdeila skattpeningunum með tilheyrandi spillingu. Og þá verður gaman að vera Kommisar.

Sigurjón Jónsson, 16.5.2012 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 884
  • Frá upphafi: 2291650

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 782
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband