Leita í fréttum mbl.is

Af hverju Afganistan

Í rúm 10 ár hafa herir NATO(ISAF) barist við Talibana og einhverja aðra í Afganistan.  Af hálfu NATO var rangt frá upphafi að blanda sér í málið og andstætt þeirri hugmyndafræði og reglum sem NATO byggðist á.

Í byrjun október 2001 hélt Tony Blair þá forsætisráðherra fræga ræðu á flokksþingi Verkamannaflokksins breska og seldi herhlaup á hendur Afganistan og sagði að innrás mundi eyðileggja ólöglega eiturlyfjasölu frá landinu.

Tony Blair sagði m.a.

"The arms the Taliban are buying today are paid for by the lives of young British people buying their drugs on British streets. This is another part of the regime we should destroy."

Eftir 10 ára hernað þar sem lífi um 3000 NATO hermanna (kallað ISAF hermenn af því að það eru fleiri þó NATO beri hitan og þungann)  hefur verið fórnað þá hefur lítið breyst. Eiturlyf streyma enn frá Afganistan. Yfir 80% af heimframleiðslu á opíum er framleitt í Afganistan og yfir 90% af heróíni sem selt er í Evrópu þ.á.m. Bretlandi er búið til úr ópíum frá Afganistan. 

Um langan tíma hefur hermönnum NATO liðsins verið bannað að eyðileggja opium akrana. NATO liðið hefur ekki lengur það markmið að gera neitt í því.

Kostnaðurinn við herhlaupið í Afganistan er meir en 2 billjónir enskra punda á ári. Talan í íslenskum krónum er eitthvað sem maður á bágt með að skilja.  Samt sem áður leggjast bæði Obama og Cameron á eitt með það að reyna að telja bandalagsþjóðir sínar á að halda áfram vitleysunni.

Allt þetta herhlaup í Afganistan var rugl frá upphafi. Það gerir lítið gott en kostar óafsakanlega mikla peninga og mannslíf. Afleiðingin 10 árum síðar: Gjörspillt ríkisstjórn Hamid Karsai í Kabúl og eiturlyfjasala frá landinu sem aldrei fyrr.  

Þess vegna á Ísland á vettvangi NATO að berjast fyrir því að afskiptum af Afganistan verði hætt þegar í stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist sem bandaríkjamenn ætli ekki að læra það að war on drugs hjá þeim hefur mistekist.

Á meðan eftirspurnin er til staðar þá verður þetta framleitt einhversstaðar.

Annars er ég mjög feginn að það er ekki til íslenskur her annars værum við eflaust stærri hluti af þessum stríðum með tilheyrandi kostnaði.

En afhverju er ekki stofnuð dópsala ríkisins ?

Væri ekki nær að ríkið hefði tekjur af þessu frekar en einhver glæpasamtök ?

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 13:20

2 identicon

Þessum pistli Jóns Magnússonar er ég hjartanlega sammála.

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 13:44

3 Smámynd: Halldór Jónsson

"I never knew there was a substitute for victory" sagði Gen.McArthur eftir að Truman hafði rekið hann úr Kóreu.

Vesturlönd hafa vanið sig á að fara í hálfstríð. Mannúðarstríð sem drepa eins fáa og hægt er. Slíkt leiðir til afgahnskrar og vétnamískrar niðurstöðu.

Talíbanar taka völdin umsvifalaust þegar við förum. Þetta lið kann ekki aðrar aðferðir til að lifa en rækta ópíum og lifa eftir Kóraninum. Allt til einskis eins og Íraksstríðin og Kórea.

Hírósíma, Nagasakí, Kambodía, Dresden, Hamborg og Auswitch eru dæmi um alstríð þar sem markmiðið er hreinlega að drepa sem flesta til að ná pólitískum markmiðum.

McArthur þekkti muninn.

Halldór Jónsson, 21.5.2012 kl. 15:32

4 Smámynd: Halldór Jónsson

"I never knew there was a substitute for victory" sagði Gen.McArthur eftir að Truman hafði rekið hann úr Kóreu.

Vesturlönd hafa vanið sig á að fara í hálfstríð. Mannúðarstríð sem drepa eins fáa og hægt er. Slíkt leiðir til afgahnskrar og vétnamískrar niðurstöðu.

Talíbanar taka völdin umsvifalaust þegar við förum. Þetta lið kann ekki aðrar aðferðir til að lifa en rækta ópíum og lifa eftir Kóraninum. Allt til einskis eins og Íraksstríðin og Kórea.

Hírósíma, Nagasakí, Kambodía, Dresden, Hamborg og Auswitch og Krossferðir Vesturlanda eru dæmi um alstríð þar sem markmiðið er hreinlega að drepa sem flesta til að ná pólitískum markmiðum.

McArthur þekkti muninn.

Halldór Jónsson, 21.5.2012 kl. 15:33

5 identicon

Það á ekki að alhæfa neitt, en hverjir stýra og stjórna framleiðslu og dreifingu eiturlyfjanna frá Afganistan.

Þarf að hugsa lengi, til að fá rétta niðurstöðu.

Marionet ríkisstjórn í spottum frá NATO og enginn gerir athugasemd.

Það hefur aldrei verið framleitt meira magn af eiturlyfjum í Afganistan eins og nú.

Íslendingar geta ekki barist fyrir neinu á erlendri grund, sem ekki snertir þá beint, því það er enginn sem nennir að hlusta á þá, en þeir geta sagt sig úr NATO og það er sterkasti leikurinn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 2500
  • Frá upphafi: 2291483

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2275
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband