Leita í fréttum mbl.is

Ferlismálaráðherrann

Menntamálaráðherra hefur komið sér upp ákveðnu verkferli eftir því sem hún segir sjálf. Verkferlið fellst í því að setja mál í ferli. Hún er því ferlismálaráðherra.

Fyrir nokkru komu upp vandamál tengd háskólum og þá sagði Katrín aðspurð af fréttamanni. Við erum að skoða þetta mál og við erum búin að koma því í ferli.

Nú þegar fyrir liggur að tapið á músikhúsinu Hörpu er yfir 400 milljónir á ári og níu stjórnir með nánast sama fólkinu á níföldum stjórnarlaunum gera það sem ein stjórn gæti gert, þá segir menntamálaráðherra að þetta sé að sjálfsögðu ekki gott en málið sé komið í ferli. Þá geta allir verið ánægðir tapið í ferli, stjórnirnar 9 með níföldum stjórnarlaunum, spillingin og bruðlið allt í ferli 

Í kjölfarið á ferlismálum Hörpunnar kom í ljós að ekki hafði verið hugsað fyrir að allir nemendur fengju skólavist í framhaldsskólum. Aðspurð um það vandamál sagði menntamálaráðherra að þetta mál væri að sjálfsögðu ekki gott en málið væri komið í ferli.

Nú gegnir Katrín Jakobsdóttir formennsku í Vinstri grænum meðan Steingrímur J hvílir lúinn hug og bein í París. Þá fannst Katrínu rétt að setja umsóknina að Evrópusambandinu í annað ferli, væntanlega eftir að ferlisnefnd hefði kannað með hvaða hætti rétt er að haga ferlinu.

Gleymdi einhver, að mál sem eru í ferli eru óafgreidd. Mál sem eru í ferli hefur ráðherra ekki tekið ákvörðun um.

Menntamálaráðherra sem ætti að heita ferlismálaráðherra virðist ekki geta tekið eina einustu ákvörðun og því væri e.t.v. réttara að hún segði að ferlismálaráðherrann væri í verulegum ferlisvanda af því að hún hefði ekki hugmund um það ferli sem hún vildi setja málin í eða hvað hún vildi fá út úr ferlinu.

Hætt er við að mál sem heyra undir Katrínu Jakobsdóttur verði endalaust í ferli meðan hún er ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 67
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1728
  • Frá upphafi: 2291618

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1553
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband