Leita í fréttum mbl.is

Lattelepjandi gáfumannafélagið

Silfur Egill Helgason lýsir því á netsíðu sinni hvernig hann vill hafa lattekaffið sem hann lepur við tilgreind tækifæri. Sjálfsagt talar hann þar fyrir munn fleiri úr lattelepjandi gáfumannafélaginu.

Ekkert er við það að athuga hvernig Egill Helgason vill hafa kaffið sitt eða aðrar neysluvörur og fólki kemur það ekkert við. En Egill er að amast við því  að íslenskir neytendur geti fengið aukna fjölbreytni. Egill er á móti því að hér komi Starbucks kaffihús og finnur því allt til foráttu.

Með sama hætti hlítur Egill að vera á móti fjölþjóðlegum keðjum eins og Kentucky Fried af því að hann vill hafa kjúklingavængina öðru vísi en þeir eru þar. Hvað þá að vera með Subway sem treðst inn á markað Hlölla báta sem framleiða ágætann skyndibita. Svo ekki sé talað um Dominos Pissur.

Starbuck hefur átt í erfiðleikum vegna skattamála og á það bendir Egill réttilega. Það er málefni sem íslensk skattayfirvöld verða að leysa. En meðal annarra orða hvað finnst Agli þá um Decode Genetics sem hefur starfað með íslenska erfðagreiningu hér á landi í rúman áratug og aldrei greitt tekjuskatta ekki frekar en fjölmörg önnur stórfyrirtæki. 

Er ekki eðlilegt að neytandinn ekki að fá að velja hvað hann vill án afskipta lattelepjara í 101 Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikið óskaplega hefðu þeir, sem tönnlast mú á "lattelepjandi kaffihúsalið í 101 Reykjavík" notið sín á tímum Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna, sem löptu kaffi og áfengi í "101" Kaupmannahöfn á sama tíma og landsmenn þeirra hírðu soltnir og kaldir í torfkofunum uppi á klakanum.  

Ómar Ragnarsson, 13.12.2012 kl. 10:49

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nei þetta er sitthvor hópurinn Ómar og 200 ár á milli og annars vegar ungir námsmenn í Köben sem biðu eftir að vinna landinu allt í hag. Lattelepjararnir í gáfumannafélaginu eru í eldri kantinum og vilja sjálfsasgt vel en eru ansi mikið undir þá sök selda að vilja hafa vit fyrir öðrum og agnúast út í menn og málefni vegna eigin vandamála.  Jón Sigurðsson var aldrei að amast við því að erlendir aðilar kæmu til Íslands með sína framleiðslu. Hann sóttist eftir því og var m.a. svo mikill  heimsmaður að hann fordæmi þá sem töluðu um borgarsollinn í Reykjavík sem mundi spilla námsmönnum Lærða skólans.

Jón Magnússon, 13.12.2012 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 855
  • Frá upphafi: 2291621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 754
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband