Leita í fréttum mbl.is

Hvers konar flokkur er Samfylkingin?

Það var athyglisvert að hlusta á frambjóðendur til formennsku í Samfylkingunni í Kastljósi í kvöld. Þeir sögðust hafa komið sér saman um að segja ekki neitt sem máli skiptir. Í sjálfu sér er það í samræmi við málflutning flokksins á kjörtímabilinu.

Athyglisvert var þó að heyra að báðir frambjóðendurnir eru logandi hræddir við gamla afturhaldið í flokknum, sem Jóhanna er í forsvari fyrir og Guðbjartur raunar arftaki þeirra sem hugsa með svipuðum hætti. Það vantaði ekkert á málflutning Guðbjarts annað en hann mælti fyrir þjóðnýtingu, en þá hefði hann verið með nákvæmlega sömu stefnu og róttækir sósíalistar um miðja síðustu öld. Raunar virðist Guðbjartur holdgervingur slíkra sjónarmiða nema þegar kemur að launamálum á Landsspítalanum.

Ef stefna og málflutningur Samfylkingarinnar undanfarin ár er skoðuð kemur í ljós að Samfylkingin er til vinstri við sósíaldemókratíska flokka á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi og frá forustumönnum flokksins heyrast iðulega sjónarmið sem eru fjandsamleg frjálsri markaðsstarfsemi, sem er fáheyrt meðal nútíma jafnaðarmanna í Evrópu. Að vísu örlaði á smá skilningi á nútímalegri jafnaðarstefnu hjá Árna Páli og það kann að vera þess vegna sem undirsáti Jóns Gnarr, Dagur B. Eggertsson kallar hann sportbíl en Guðbjart Volvo. En Dagur þessi virðist ekki átta sig á að Vovo framleiðir ekki bara þunga sleða eins og Guðbjart heldur líka sportbíla.

Samfylkingin er eini flokkurinn í Evrópu sem kallar sig sósíaldemókratískan sem dettur í hug að ætla að knýja fram stjórnarskrárbreytingar án þess að eðlileg vinna og skoðun á stjórnarskrármálinu hafi farið fram og  í fullri andstöðu við stóran hóp þjóðarinnar. Fullyrða má að engin sósíaldemókratískur flokkur í Evrópu mundi láta sér detta þetta til hugar nema Samfylking Jóhönnu Sigurðardóttur ef hægt er þá að kalla flokkinn sósíaldemókratískan undir forustu Jóhönnu.

Það voru vonbrigði að annars góður sjónvarpsmaður Helgi Seljan skyldi ekki spyrja formannsframbjóðendurna um afstöðu þeirra til þessa makalausa rugls sem tillögur stjórnlagaráðsins eru sem Jóhanna reynir að troða ofan í kok á þjóðinni.  Sjálfsagt hefðu þeir sagt eins og varðandi aðrar spurningar að þeir hefðu komið sér saman um að hafa ekki afstöðu í málinu og fólk yrði að finna það sjálft út hvað þeir vildu.

Óneitanlega sérkennilegir stjórnmálamenn og frambjóðendur sem geta ekki tjáð sig um það sem þeir vilja í pólitík og gera fólki ekki grein fyrir því af hverju það á að kjósa þá. Til hvers eru þeir eiginlega að bjóða sig fram til formennsku í þessum persónuleikalausa flokki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hef alltaf litið á Samfylkinguna sem hreinan sósíalistaflokk. Ívið sovétskotnari en VG meira að segja. Þau kenna sig við félagshyggju en það hugtak er bein íslenskun á hugtakinu socialism. Þarf eitthvað vitnnanna við? Hef aldrei séð þá kenna sig við lýðræði, þótt þeir tali oft fjálglega um það hafandi sína útgáfu að því í huga. Þ.e. að lýðræðið nái fram þegar búið er að knýja alla á skoðun þeirra með góðu eða illu.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2013 kl. 07:30

2 Smámynd: Jón Magnússon

Alþýðubandalagsarmurinn og Þjóðvaki hafa tekið Samfylkinguna yfir í tíð Jóhönnu og það hefur leitt til þess að þessi flokkur hefur færst lengra til vinstri en almennt er um sósíaldemókratíska flokka í nágrannalöndum okkar. Það er alveg rétt nafni.  Fjandskapurinn við frjálst markaðshagkerfi sem kemur ítrekað fram sérstaklega hjá Jóhönnu Sigurðardóttur er sambærilegur og hjá talsmönnum þeirra flokka sem eru lengst til vinstri í Evrópu.

Jón Magnússon, 22.1.2013 kl. 09:50

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón.

Ég settist fyrir framan sjónvarpið og einsetti mér að horfa á þennan Kastljósþátt. Það er jú forsenda þess að geta tjáð sig, að leita sem mestra upplýsina og þarna hélt ég að maður fengi einhverja innsýn inn í þann flóka sem virðist umlykja Samfylkinguna.

Eftir nokkra stund og mikinn hugarangur gafst ég upp. Það var ekki með nokkru móti að ég gæti horft á þessa "spekinga" lengur.

Þá hafði þó komið í ljós að Guðbjartur virtist lítið hafa að segja, eða lítið vilja segja og að Árni Páll er enn jafn langt utan raunveruleikans og hingað til.

Það er magnað að flokkur sem vill láta taka sig alvarlegann og hafði til skamms tíma fylgi um 30% þjóðarinnnar að baki sér, skuli ekki geta fundið sér frambærilegri formannsefni en þessa tvo menn, sem eiga það sameiginlegt að vera með öllu ófærir að vera í forsvari fyrir stjórnmálaflokk!

Það skal engann undra þó fylgið hrynji af flokknum.

Gunnar Heiðarsson, 22.1.2013 kl. 22:23

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Gunnar. Þetta er svolítið magnað.

Jón Magnússon, 22.1.2013 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 832
  • Sl. sólarhring: 849
  • Sl. viku: 6576
  • Frá upphafi: 2278327

Annað

  • Innlit í dag: 764
  • Innlit sl. viku: 6070
  • Gestir í dag: 702
  • IP-tölur í dag: 681

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband