Leita í fréttum mbl.is

Andlitslyfting Vinstri grænna í anda Pútíns

Steingrímur J. Sigfússon er klókur stjórnmálamaður. Hann áttar sig á því að hann hefur glastað trausti sem stjórnmálamaður og glutrað niður fylgi Vinstri grænna. Stór hluti þingflokksins hefur yfirgefið flokkinn á kjörtímabilinu.  Hvað átti Steingrímur að gera annað en taka Pútín bragðið.

Medvedev Vinstri grænna í líki Katrínar Jakobsdóttur kom fram nokkrum klukkustundum eftir afsögn Steingríms og sagðist ætla að taka við. Þannig að Gerska ævintýrinu er ekki lokið og enn tekur þessi arftaki Kommúnistaflokks Íslands fyrirmyndir austan frá Volgubökkum. 

Steingrímur J. segir að kjósendur séu svo vitlausir. Þeir skilji ekki hvað hann og Jóhanna séu búin að leiða þjóðina farsællega þess vegna ætlar hann að hætta.  Sem stjórnmálamaður hefur Steingrímur glatað öllu trausti ekki vegna þess hve kjósendur séu vitlausir. Kjósendur dæma Steingrím af verkum sínum eins og þeim að afsala Arion og Íslandsbanka til erlendra vogunarsjóða. Eyða 50 milljörðum í gjaldþrota sparisjóði, kaupa tryggingarfélag fyrir á annan tug milljarða. Síðast en ekki síst reyna ítrekað að koma hundraða milljarða skuldaklafa á fólkið í landinu með Icesave landráðasamningum.  Steingrímur er rúinn trausti og fylgi vegna þess að kjósendur eru ekki eins heimskir og hann lætur í veðri vaka.

Katrín Jakobsdóttir er velmeinandi kona. Það er ekki samasem merki á milli þess og vera góður stjórnmálamaður. Það sem Katrín hefur sýnt af sér er nánast ekki neitt þrátt fyrir fjögurra ára setu sem ráðherra í ríkisstjórn. Hún er þekkt fyrir að segja þegar hlutir eru komnir fram yfir síðasta söludag ákvarðana að hún sé búin að setja málið í ferli. Þekktasta ferlisverkið er stjórnkerfi Hörpunar sem hún setti í ferli þegar Hörpuhneykslið var afhjúpað fyrir ári. Síðan þá hefur stjórnkerfið ekkert breyst og ekkert fréttist af ferlisverki Katrínar frekar en öðrum slíkum á hennar borði eða snöfurmannlegum ákvörðunum ráðherrans.

Skyldi þessi andlitslyfting í anda Pútín bjarga Vinstri grænum frá algjöru afhroði í  kosningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla, og alls ekki ef Björn Valur verður kosinn  varaformaður!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 1257
  • Sl. viku: 1579
  • Frá upphafi: 2293047

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband