Leita í fréttum mbl.is

Hroki háskólakennarans

Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, hefur í Fréttablaðinu dregið upp ófagra mynd af verkum Gylfa Magnússonar sem ráðherra og stjórnarmanns í Orkuveitunni. Lítið hefur orðið um efnisleg svör hjá Gylfa. Einhverjir fjölmiðlar sögðu þó að hann bæðist „afsökunar“ á að hafa hótað íslendingum „Kúbu norðursins“. En á hverju baðst Gylfi afsökunar?

Gylfi baðst ekki afsökunar á tilraunum til að þvinga skuldaklafa á þjóðina með landráðasamningum. Gylfi baðst einungis afsökunar á samlíkingu við „Kúbu“, sem hefur verið mönnum aðhlátursefni. Ummælin sem Gylfi kallar „vanhugsuð og kjánaleg“ voru þó einkennandi fyrir yfirlætisfulla framgöngu hans sem ráðherra.

Full ástæða er til að skoða náið Icesave-landráðasamningana og tilraunir ráðherra til að þvinga þeim upp á þjóðina. Ekki síður þarf að rannsaka stjórnskipulega ábyrgð Gylfa á milljarðasóun opinbers fjár vegna  VBS, Saga Capital, Askar Capital, Sparisjóðs Keflavíkur, Byr sparisjóðs, SpKef og Byr hf. Jafnframt þarf að skoða vinnubrögð við sölu bankanna til vogunarsjóða,  galna uppgjörssamninga vegna Landsbankans og ranga upplýsingagjöf til Alþingis.

Gylfi Magnússon, sem talaði niður til þjóðarinnar, tók ríkan þátt í hrunadansinum. Hann sat í stjórn Kauphallarinnar á meðan bólan byggðist upp. Hann leyfði viðskiptablokkum og auðhringjum að leika lausum hala sem formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins. Hann setti Kaupþing og bankamenn á sérstakan stall, sem formaður dómnefndar útflutningsverðlauna forseta Íslands, þegar hann veitti þeim verðlaun fyrir útrásina og viðskiptasnilld.  Gylfi sagði  m.a. í umsögn dómnefndar um Kaupþing: „Fyrirtækið fer fremst í öflugri útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og hefur vakið athygli fyrir framsækin og arðbæran rekstur“!

Svo gerðist þessi maður helsti byltingaforinginn í búsáhaldabyltingunni og talaði á útifundum á Austurvelli um vonda kapítalista og ábyrgðarlaust fólk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gylfi baðst ekki afsökunar, hann baðst velvirðingar. Það er langt frá því að vera hið sama.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.2.2013 kl. 11:03

2 Smámynd: Jón Magnússon

Hárrétt hjá þér kæri vinur.

Jón Magnússon, 20.2.2013 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 912
  • Sl. sólarhring: 952
  • Sl. viku: 2442
  • Frá upphafi: 2293910

Annað

  • Innlit í dag: 821
  • Innlit sl. viku: 2212
  • Gestir í dag: 777
  • IP-tölur í dag: 758

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband