Leita í fréttum mbl.is

Syndir feđranna

Afleiđinar rangra ákvarđana koma iđulega ekki fram fyrr en áratugum eftir ađ ţćr eru teknar.  

 Opinberuđ hafa veriđ skjöl sem sýna fram á skipulagningu CIA og bresku leyniţjónustunnar í valdaráni  hluta Íranska hersins og síđar keisara Íran gegn lýđrćđislega kjörnum stjórnvöldum. Afleiđingar ţessarar röngu ákvörđunar komu fyrst í ljós rúmum tveim áratugum síđar.   Mohammad Mossaddeq sem ţá var forsćtisráđherra og forustumađur lýđrćđissinna í landinu var hnepptur í stofufangelsi og var haldiđ föngnum til dauđadags 14 árum síđar án dóms og laga.

Skipulagning og stjórn valdaránsins fór fram í bandaríska sendiráđinu í Teheran og barnabarn Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta var lykilmađur CIA á vettvangi og stjórnađi ađgerđum. Truman Bandaríkjaforseti var vinveittur Mossaddeq og hafnađi ţví ađ gripiđ yrđi til ađgerđa gegn honum. Hann var ađ ţví leyti framsýnni en eftirmađur hans hershöfđinginn Eisenhower.

Bretar nýttu olíulindir í Íran og greiddu nánast ekkert fyrir ţađ. Mossadegh ţjóđnýtti olíulindirnar í ţágu írönsku ţjóđarinnar. Ţađ var meira en alţjóđlega olíuauđvaldiđ og Bretar gátu ţolađ. Lýđrćđissinnarnir í Íran treystu á ađ Bandaríkin mundu veita ţeim lán og kaupa olíu frá Íran. Truman stjórnin reyndi ađ miđla málum og var jákvćđ lýđrćđisöflunum. En bandarísk olíufyrirtćki stóđu síđar ađ viđskiptabanni á Íranska olíu ásamt öđrum stórum olíufyrirtćkjum. Svo langt gekk barátta olíuauđvaldsins ađ beitt var m.a. hafnbanni og fallbyssubátum.

Barátta Mosaddeq fyrri sjálfstćđi Íran og gegn alţjóđlega olíuauđvaldinu sem og ađgerđir Bandaríkjanna og Breta til ađ hrekja hann frá völdum hefur gert hann ađ frelsishetju Íran. Mossaddeq var ákveđinn lýđrćđissinni og nokkru fyrr og á hans tíma fór fram mikil hugmyndafrćđileg ţróun og umrćđur Shia múslima í Íran. Í framhaldi af valdaráninu var komiđ í veg fyrir lýđrćđisţróun í landinu. Trúarlegir harđlínumenn tóku völdin međal andspyrnumanna og náđu ţeim síđan međ valdatöku Khomenis 1973 ţá var áfram girt fyrir lýđrćđisţróun í landinu.

Afleiđingar valdaráns Breta og Bandaríkjamanna í Íran kom í veg fyrir jákvćđa lýđrćđislega og trúfrćđilega ţróun í Íran. Íran vćri líklega helsti bandamađur Bandaríkjanna í dag hefđu Bandaríkjamenn ekki brugđist lýđrćđishugsjóninni á örlagastundu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Sömu ađilar og komu Saddam til valda. Frakkar og síđar Bandaríkjamenn voru kyndilberar skođana- og einstaklingsfrelsis. Kannski mun í framtíđinni sannast ađ "ţeir fyrstu verđi síđastir og ţeir síđustu fyrstir"?

Íslendingar ćttu ađ hugleiđa ađ ţeir munu í framtíđinni eiga ćrin og brýnni verkefni ađ verja gríđarstóra efnahagslögsögu sína, áđur en ţeir taka fleiri skyldur á herđar t.d. í Írak og Afganistan.

Sigurđur Ţórđarson, 21.8.2013 kl. 15:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 752
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband