Leita í fréttum mbl.is

Úrelt skólakerfi

Skólamál á Íslandi eru í ólestri. Nemendur koma illa út úr samanburđarprófum ár eftir ár og standa langt ađ baki jafnöldrum sínum í nágrannalöndum okkar.  Formađur skólameistarafélags Íslands segir ađ framhaldsskólakerfiđ sé ekki lengur í takt viđ tímann

Ţessar stađreyndir hafa legiđ fyrir í mörg ár. Ţrátt fyrir ţađ hefur lítiđ veriđ gert og pólitíska forustu og stefnumótun hefur algerlega skort. Ţađ var ekki góđur minnisvarđi sem Katrín Jakobsdóttir formađur Vinstri Grćnna reisti sér sem menntamálaráđherra, en ţar fóru 4 ár undir hennar stjórn algjörlega í súginn. Er til efs ađ áđur hafi setiđ jafn starfslítill menntamálaráđherra á ţeim ráđherrastól.

Illugi Gunnarsson menntamálaráđherra ţarf ţví heldur betur ađ láta hendur standa fram úr ermum og vinna hratt og vel ađ endurskipulagningu skólakerfisins. Meginmarkmiđin hljóta ađ vera ađ skólinn sé í takt viđ tímann og kenni ţađ sem mestu skiptir fyrir fólk til ađ takast á viđ áskoranir daglegs lífs. Í annan stađ ţá ţurfa gćđi námsins ađ vera slík ađ íslenskir nemendur standi jafnfćtis jafnöldrum sínum í nágrannalöndunum. Almennt á fólk ađ útskrifast međ stúdentspróf eđa sambćrilegt próf 18 ára en ekki 20 ára eins og nú er.

Viđ endurskipulagningu skólakerfisins skiptir miklu ađ nýta ţá kosti sem nýjasta tćkni býđur upp á. Međ ţví mćtti ná mun betri árangri en nú er. Bćta gćđi kennslunnar og á sama tíma ná fram verulegum sparnađi í skólakerfinu.

Menntamálaráđherra hefur sýnt fram ađ ţessu ađ hann hefur hug á ađ reisa sér annarskonar og veglegri bautastein en forveri hans í menntamálaráđuneytinu. Vonandi tekst honum ţađ. Oft var ţörf á ţví ađ gera hluti í skólamálum en nú er brýn nauđsyn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Hvađ er ţađ nákvćmlega sem mćtti leggja meiri áherslu á

og hvađ er ţađ sem mćtti skera niđur?

Jón Ţórhallsson, 14.11.2013 kl. 10:40

2 identicon

Sćll Jón

Alhćfingar eru alltaf varasamar.  Ég hef fylgt nemendum mínum frá Menntaskólanum í Reykjavík á vetfang nemenda frá einum 70 löndum víđsvegar ađ úr heiminum.  Ţau hafa ţreytt keppni viđ ţessa nemendur í efnafrćđi og stóđu sig vel í ţeirri samkeppnii.  Hvađ er ţá ađ í skólakerfinu ?  Brottfall ? Af hverju stafar ţađ ?  Of mikilli vinnu nemenda utan skólans ?  Eru kröfur um ákveđin lífstíl um ađ kenna ?  Eiga foreldrar og uppeldiđ einhverja sök ?  Er nemendum tamin hófsemi af foreldrum sínum ? Ekki er víst ađ sökin liggi í skólakerfinu ef eitthvađ er ađ.  Foreldrar,  horfiđ ykkur nćr.   Nám í framhaldsskóla er full vinna en ekki hlutastarf.  Ţorgerđur Katrín stóđ vaktina á sínum tíma.  Hvađa vinnu skilađi hún í sínu starfi ?  Jón, hvernig vćri ađ temja sér hófsemi í rćđu og riti, eđa er til of mikils mćlst ?

bestu kveđjur

Skarphéđinn sem sem hefur stađiđ vaktina í 40 ár

Skarphéđinn P. Óskarsson (IP-tala skráđ) 14.11.2013 kl. 11:17

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góđ grein Jón. Hér virđist vera lagt meiri vinna í próf og ađ prófa skólafólk hendur en ađ skapa áhuga og kenna nemendum ađ lćra og velja efni eftir áhuga. Sumir strákar hafa gaman ađ smíđa ađrir á íţróttum og svo koma leshestarnir. Val námsefnis er númer eitt,tvö og ţrjú. Viđ erum búinn ađ missa heila kynslóđ út vegna setu yfir tölvuleikjum sem hefir ekkert ađ gera vegna lćrdóms. Ţóra var međ viđtal viđ frćđslu ađila frá Afríku og spurđi hvort ţeim vantađi ekki tölvur í skólanna en hún var skjót ađ svara. Nei, nei, bćkur bćkur bćkur ţađ vantar okkur. 

Valdimar Samúelsson, 14.11.2013 kl. 12:51

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Sćll Jón.

Ég minnist ţess ađ ţegar ég var í GG í gamladaga var hćgt ađ taka nokkur fög á framhaldsskólastigi í gaggó. Á svipuđum tíma var veriđ ađ reyna, međ stofnun fjölbrautaskóla, ađ brjóta upp fastmótađ bóknám og búa til menntaleiđ sem átti ađ bjóđa upp á blöndu af iđnskóla og menntaskóla.

Í stuttumáli ţá gekk ţađ ekki alveg eftir og í dag eru fjölbrautaskólarnir menntaskólar og iđnskólar fjölbrautaskólar, ađ sjálfsögđu frá mínum bćjardyrum séđ.

Ţađ er miđur, ţví ađ bóknám er hćgt ađ stunda heima í stofu en verknám ekki.

Persónulega get ég ekki begint ţađ ađ lenging skólaársins sé ađ gera nokkuđ annađ en ađ búa til ákveđiđ uppţot í skólastarfi, ég mćli hiklaust međ ţví ađ taka ţá samlíkingu ađ ţjálfa hund og kenna barni. Ţađ er ekki hćgt ađ ţjálfa upp góđan hund međ ţví ađ nota sömu kennsluađferđir og notađar eru í grunnskólum í dag! Ţú segir ekki hundi ađ ţetta má í dag og annađ á morgun og fćrđ út úr ţví vel mótađan "einstakling".

Ţađ ađ fela kjör kennara međ ţeirri ađgerđ ađ lengja skólaáriđ og búa til hina ýmsu ţemadaga s.s., vetrarfrí osfrv. (sem reyndar eru vikur ţegar allt er taliđ saman), ţar sem eiginlegt nám fer ekki fram er óásćttanlegt. Bćđi fyrir heimili og ekki síst ómótađa einstaklinga.

Varđandi einsetningu skóla og ţau rök sem notuđ eru og hljóma á ţá leiđ ađ; foreldrar séu ađ vinna úti og ađ skólar séu nokkurskonar geymslustofnun fyrir börn, eru hjákátleg. Foreldrar verđa einfaldlega ađ leysa úr ţeirri flćkju, ef ţau líta á ţetta sem eitthvađ vandamál, ekki skólarnir.

Ţađ er margt fleira í mínum brunni og ţađ fćr ađ bíđa um sinn en ţađ er alveg ljóst ađ okkar skólakerfi var breytt upp úr árunum 1990 algerlega ađ óţörfu og reyndar, ađ mínu mati, til hins verra. Menn eiga annađ hvort ađ fara alla leiđ og stytta skólaáriđ, eins og tilefniđ var međ kjarasamingnum kennara á sínum tíma, eđa fara aftur í gamla kerfiđ.

Ţetta sem er í gangi núna er ekki ađ skila okkar börnum í gegnum námiđ á ásćttanlegan hátt.

Sindri Karl Sigurđsson, 14.11.2013 kl. 22:53

5 identicon

"..og standa langt ađ baki jafnöldrum sínum í nágrannalöndum okkar." Ţetta er stór fullyrđing sem gaman vćri ađ fá nánari upplýsingar um. Í hvađ ertu ađ vitna ţarna? Samkvćmt PISA könnun frá 2009 ţar sem 8 ţćttir voru kannađir var Ísland međ 6 ţćtti yfir međallagi, einn undir og einn í međallagi. Ef viđ tökum t.d. Svíţjóđ til samanburđar voru ţar 2 ţćttir yfir međallagi, fimm í međallagi og einn undir.

Frá dönskum tćkniskólum koma útsendarar á hverju ári til ađ kynna nám sitt íslendingum í ţeirri von ađ ţeir sćki ţangađ nám. Er ţađ af ţví ţeir eru svo slakir?

Baldvin (IP-tala skráđ) 15.11.2013 kl. 08:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 200
  • Sl. sólarhring: 1125
  • Sl. viku: 5845
  • Frá upphafi: 2276483

Annađ

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 5424
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 184

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband