Leita í fréttum mbl.is

Íslendingur vil ég ekki vera.

Jón sem jafnan nefnir sig Gnarr,  hefur setið í stóli borgarstjóra í Reykjavík, á meðan Dagur B. Eggertsson hefur gegnt stjórnmálalegum framkvæmdaratriðum, en Jón þessi Gnarr séð um showið. Jón hefur líka tekið borgarstjóralaunin en þrátt fyrir það telur Dagur sig ekki vanhaldinn enda fær hann að ráða öðru en uppákomum.

Jón borgarstjóri hefur tilkynnt að hann muni ekki halda áfram í pólitík. Raunar hefur hann fyrst og fremst verið í pólitísku hlutverki sem góður leikari. Nú segist hann ekki vilja vera Íslendingur lengur af því að hann fái ekki að heita Gnarr. Ættjarðarástin er greinilega ekki að drepa þennan borgarstjóra fyrst hann lætur þetta málefni leiða sig til öflunar nýs ríkisfangs.  

Vel er hægt að samþykkja sjónarmið Jóns Gnarr á því að afskipti stjórnvalda af nafngiftum fólks er of mikil. En er það gild ástæða til að gefast upp og flýja land. Pólitískur baráttumaður mundi beita sér fyrir breytingu á löggjöfinni í stað þess að flýja af hólmi í tvennum skilningi eins og Jón Gnarr hefur nú tilkynnt með skömmu millibili.

Hingað hefur komið fólk og sótt um íslenskt ríkisfang jafnvel þó það þyrfti að kasta nöfnum sínum. Ég minnist dæma um menn sem þurftu að gera það og tóku sér nöfn eins og Ingólfur Arnarson, nafn þáverandi lögreglustjóra eða sóttu um nafnið Egill Skalla-Grímsson sem var hafnað. Þessir menn mátu meira að vera á Íslandi og fá ríkisborgararétt þó að þeir þyrftu að sæta þeirri óhæfu að breyta um nafn vegna fráleitrar löggjafar á Íslandi.

Fyrst Jón Gnarr telur ósætt í landinu vegna löggjafarinnar um mannanöfn og treystir sér ekki í málefnalega baráttu fyrir breytingum þá sést e.t.v. best að Jón Gnarr er hvorki pólitískur né baráttumaður. Hann er hins vegar frábær leikari með mikla sýniþörf. Eða ætlar einhver að hann sé að meina það að sækja um landvist og ríkisborgararétt í öðru landi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtilega skrifaður pistill, nafni, og glöggur í greiningunni.

Jón Valur Jensson, 25.11.2013 kl. 22:57

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af því að íslendingar er þekktir fyrir að setja af stað góðgerðarsafnanir þegar um góðverk er að ræða.

Því ekki að setja af stað góðgerðarsöfnunina "one way ticket fyrir Gnarrinn hvert svo sem hann vill fara."

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 10:29

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir hólið Jón Valur.

Jón Magnússon, 26.11.2013 kl. 10:39

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já Jóhann er þá ekki best að hafa það one way ticket til Langtbortistan eins og það hér Andrésar Andar blöðunum í gamla daga.

Jón Magnússon, 26.11.2013 kl. 10:39

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jú kanski væri Langtbortistan góður staður fyrir Gnarrinn.

Þetta var gert hérna í USA þegar Alec Balwin sagðist ættla að flytja til Frakklands ef ég man rétt, ef George Bush yrði kjörinn forseti.

Það fór af stað söfnun fyrir "one way ticket for Alec Baldwin til Frakklands," og mér skilst að það hafi safnast þúsundir dollara sem að mér skilst að hafi farið í góðgerðarstarfsemi af því að Alec Baldwin vildi ekki flytja eftir allt saman.

Furðulegt hvað þessir leikarar halda að almenningur komi til með að sakna þeirra þó svo að þeir flytji til Langtbortistan.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 11:06

6 identicon

Ég segi bara eins og sagt er úti í bæjardyrum á gamlaárskveldi: Komi þeir, sem koma vilja, og fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu. - Ég vil líka meina, að farið hafi fé betra frá Íslandi en Gnarrinn, og það verður sjálfsagt engin eftirsjá í honum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 11:31

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jón Gnarr er óvenjulegur en er það ekki allt í lagi? Þurfa allir að vera steyptir í þetta hefðbundna mót eins og þeir sem efstir verða t.d. á lista Sjálftæðisflokksins? Með kostum sínum og göllum bætir Jon Gnarr bara hina opinberu stjórnmálaflóru.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.11.2013 kl. 13:42

8 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég segi nú bara, hverjum er ekki sama, ef hann vill fara þá á hann bara að drífa í því í staðin fyrir að væla um það í fjölmiðlum, maðurinn er haldinn athyglissýki á háu stigi og það á ekki að fæða svona tröll, þetta er manninum ekki til framdráttar að mínu mati.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.11.2013 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 875
  • Frá upphafi: 2291641

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 774
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband