Leita í fréttum mbl.is

Hatursáróður og algild mannréttindi

Fréttatímar ríkisútvarpsins og fréttaskýringar í aðdraganda vetrarolympíuleikanna fjölluðu án afláts um réttleysi samkynhneigðra í Rússlandi.  Sjálfsagt er að vekja athygli á því. Allir einstaklingar  skoðana og trúarhópar eiga rétt á vernd og tilhlýðilegri virðingu. Þess vegna hefur mér oft fundist undarlegt hvernig fréttamiðlar velja úr ákveðna hópa sem ekki má anda á en gleyma að vekja athygli á hatursáróðri og svívirðingum gagnvart öðrum.

Breski leikarinn Rowand Atkinson(Mr. Bean) vakti athygli á því að oft væri farið of langt þar sem að eðlilegt grín þyrfti að víkja fyrir hreinlínustefnu hvað hatursáróður varðar. Það er slæmt. En vakin hefur verið athygli á því að það megi alltaf gera grín af kristnum og Gyðingum en aldrei samkynhneigðum eða múslimum.

Í grein Damian Thompson í Daily Telegraph fyrir skömmu sagði hann m.a. frá því að fyrir síðustu jól hafi ung kona komið inn í kirkjuna La Madeleine í París. Hún klæddi sig úr að ofan og framkvæmdi sýndarfóstureyðingu á altarinu og notaði blóðuga kálfslifur sem fóstrið. Myndatökulið fylgdi konunni eðlilega þar sem um skipulagt atriði „aðgerðarsinna“ var að ræða. Á baki konunnar var skrifuð „ Jólunum er aflýst“ .

Um þetta guðlast og viðbjóð  var nánast ekkert fjallað í fjölmiðlum.  Ef svipað hefði gerst í mosku í París hefðu eldar verið kveiktir um allt Frakkland og ríkisstjórnin hefði  fordæmt þetta guðlast og harmað aðgerðina og ákveðið að grípa  til sérstakra ráðstafan.  Hollande forseta og ríkisstjórn hans kemur það hins vegar ekki við þegar ráðast er á friðsamt kristið fólk.

Þeir sem stóðu fyrir árásinni á Madeleine kirkjuna voru samtök sem kalla sig „Femen“  fjölmiðlaóð alþjóðleg kvennahreyfing.  Það er raunar athyglisvert að margir fjölmiðlamenn  sem hrópa hæst um réttindi samkynhneigðra og drógu ekki af sér þegar nokkrar úr „Pussy Riot“  sem tengjast Femen, voru dæmdar fyrir helgispjöll,  láta sér oftast fátt um finnast þó mannréttindi hefðbundinna skoðanahópa séu svívirt.

Síðasta haust réðist Femen á Notre Dame kirkuna í París þegar kona úr hreyfingunni hljóp hálfnakin á altarinu. Við hámessu í Kölnardómkirkju í Þýskalandi fyrir nokkru flutti önnur kona úr Femen stutta ræðu um kynfæri sín og sagðist vera Guð.  

Þessar uppákomur valda Hollande forseta Frakklands engum áhyggjum, þvert á móti. Á síðasta ári veitti ríkisstjórn hans  forustukonu Femen, Inna Shevchenko pólitískt hæli í Frakklandi. Hún hafði  eyðilagt stóran kross sem reistur var til minningar um þær milljónir manna  sem dóu úr hungri á Stalínstímanum í Úkraínu, í skipulagðri útrýmingu hans á kristnum, Gyðingum og fleirum.  Hollande forseti  valdi ímynd af forustukonu Femen  á frímerki sem gefið var út sem „ímynd æskunnar-sköpuð af æskunni-valin af æskunni.“  Hún þakkaði fyrir sig með því að lýsa því yfir hvað hún væri ánægð með að rasistar og „hommmahatarar“  þyrftu að sleikja á henni rassinn í hvert skipti sem þeir sendu bréf. Virðingu franska sósíallistalýðveldisins er greinilega ekki misboðið við það.

Sósíalísk ríkisstjórn Frakklands og aðrir sem hugsa eins og þeir átta sig vonandi á því fyrr heldu en síðar að það borgar sig ekki að  sættast við hatursáróður, meingerðir og móðganirnar.

Veikleiki Kristinna lýðræðisríkja í dag er skortur á að viðurkenna að mannréttindi séu algild ekki bara fyrir suma. Tjáningarfrelsið varð tilefni reiði margra Múslima þegar teiknimyndir af Múhammeð voru birtar í dönsku blaði árið 2005 þær voru fyrst og fremst kjánalegar, en meiðandi vegna trúarskoðana múslima varðandi bann við að teikna ímynd spámannsins og að sjálfsögðu á að virða það. Það má hins vegar segja hvað sem er um Jesús eða teikna hann hvernig sem fólki dettur í hug og jafnvel prestur þjóðkirkjunnar lætur sér vel líka að Jesús sé sagður  samkynhneigður og tekur þar undir með Jóni Gnarr borgarstjóra, sem hefur sett fram sjónarmið sem eru í ætt við það sem öfgasamtökin Femen boða.   

Aftur og aftur verða þeir sem halda í viðhorf og skoðanir sem hafa viðgengist um langa  hríð í kristnum samfélögum helst fyrir barðinu á hatursáróðri og verða að þola að níðst sé á skoðunum þeirra. Fjölmiðlum finnst almennt ekki mikils um vert þegar um það er að ræða. En það er hins vegar mikilvægt að leggja hvern frétta- og fréttaskýringatímann á RÚV um brot gegn samkynhneigðum  í Rússlandi þegar fjallað er um vetrar olympíuleikanna.

Átakalínurnar í þjóðfélaginu eru milli þeirra sem ógna því frelsi og almennum mannréttindum sem við þekkjum og var komið á eftir mikla baráttu á 19. og 20.öldinni og okkar sem teljum mannréttindi algild og þau eigi að vernda óháð hver í hlut á. Fjölmiðlar mega ekki skerast úr leik í þeirri baráttu.

(Grein mín í Morgunblaðinu 12.2.2014.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"  En vakin hefur verið athygli á því að það megi alltaf gera grín af kristnum og Gyðingum en aldrei samkynhneigðum eða múslimum "

Ha ha ha góður þessi, þú ættir að horfa á nokkra breska gaman þætti t.d little britain og fleiri góða þætti þar sem stanslaust er gert grín af samkynhneigðum og er það bara hið besta mál, hef alla vegna ekki heyrt samkynhneigða kvarta yfir því.

Held að þú sem kristin maður ættir bara að vera stoltur af því umburðalindi sem kristin kirkja sýnir t.d gagnvart því gríni sem er gert af henni, það sýnir bara þroska kristinnar kirkju. En því miður sýnir hún ekki sömu þroska merki gagnvart samkynhneigðum, þar má hún taka sig á.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 16:19

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1353390/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.2.2014 kl. 19:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott grein hjá þér, nafni, takk fyrir það.* (Ég var svo upptekinn, að hún hafði farið fram hjá mér.)

Já, er hún ekki orðin hálf-paþetísk þessi fáránlega ofuráherzla margra á samkynhneigða?

Svo langt gekk þetta hér, að hvarvettna voru menn að pota í Illuga Gunnarsson fyrir að fara á Vetrarólympíuleikana í Sotsí og heimtuðu að hann héldi uppi hörðum mótmælum, a.m.k. með því að flagga þar samkynhneigðrafána.

En getur nokkur bent hér á eitt einasta tilfelli þar sem vitað sé um að Pútínstjórnin hafi drepið eða látið drepa einhvern samkynhneigðan í Rússlandi?

Ég geri samt ráð fyrir, að þessir hávaðasömu gagnrýnendur ferðist sjálfir með góðri samvizku til Lundúna, Parísar, Berlínar og Washington án þess að taka með sér sýrlenzka fánann til að mótmæla hinni þungu ábyrgð stjórnvalda þar á hinni mannskæðu borgarastyrjöld í Sýrlandi, sem heimtað hefur um 135.000 mannslíf. Þetta hrikalega mannfall og grimmilegt, hátæknivætt brogarastríð aldrei hefði orðið, ef ekki hefðu til komið gríðarlegar vopnasendingar vestrænna ríkja með velþókknun þýzkra, franskra, brezkra og bandarískra stjórnvalda. (Pútín kom hins vegar í veg fyrir, að sömu ríki hæfu loftárásir á Sýrland.)

En hvar eru þá siðferðisprincípin hjá nefndum álitsgjöfum, ofurbloggurum og Samfylkingarþingmönnum? Hvar er sjálfssamkvæmnin?

Ég sé hana ekki -- en hræsnina sé ég og aulalegan eltingarleikinn við innistæðulausa tízkuhyggjuna.

* Ég er þó ekki sammála þessu hjá þér: "Allir einstaklingar skoðana og trúarhópar eiga rétt á vernd og tilhlýðilegri virðingu." -- Lenínistar, Stalínistar, Hitlersvinir, Pol Pot-sinnar, þjóðmorðsmenn hvarvettna, al-Qaídamenn, Timothy McVeigh og A.B. Breivik og Femen-hópurinn eiga ekkert tilkall til virðingar minnar. Verstu illgjörðamenn af þessu tagi sæmdu sér betur uppstoppaðir á hryllingssöfnum heldur en njótandi verndar.

Jón Valur Jensson, 13.2.2014 kl. 21:40

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Eg get ekki verið Meira sammàla ykkur Jónonum.En er það ekki frekjan og yfirgangurinn sem ræður orðið Ríkjum í dag? heimurinn er á villigötum sem leiðir til úrkynjunar og eiðiingar mannkynsins að mínu mati. Samkennd og virðing er á undanhaldi á svo mörgum sviðum finnst mér. Kv.

Eyjólfur G Svavarsson, 14.2.2014 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1680
  • Frá upphafi: 2291570

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1508
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband