Leita í fréttum mbl.is

Inn í bæjarblokkirnar

Dagur B. Eggertsson og sósíalistaflokkur hans hefur það helst á stefnuskrá sinni við kosningar til borgarstjórnar Reykjavíkur að troða sem flestum inn í  bæjarblokkir. 2.500 til 3000 viðbótar íbúðir í bæjarblokkum er langstærsti draumur þess fólks sem vill að fólk eigi ekki neitt annað en inneign sína í lífeyrissjóðnum þegar það fer á elliheimilið. Sú inneign er þar tekin af því fyrir utan örlitla dagpeninga. Fólk yrði þá nánast ekki fjár síns ráðandi  allt sitt líf. Sovét Ísland óskalandið sem þá Dag B. Eggertsson og Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ dreymir um yrði að veruleika.

Bæjarblokkirnar kosta jafn mikið í byggingu og annað húsnæði. Það er dýrari lausn að leigja fólki heldur en að gera þeim sem það vilja og geta kleyft að eignast eigið húsnæði.  Með því að fólk eignist húnæði sitt verður það eignafólk myndar sjálfstæðan lífeyri og hefur meira fjárhagslegt svigrúm um og eftir miðjan aldur.

Fólk sem á húsnæðið sem það býr í, leggur á sig ómælda vinnu við að halda húsnæðinu við og dytta að því. Sá kostnaður fellur allur á leigusala í leiguíbúðum og leiguverð verður að miða við það. Þegar upp er staðið þá er greiðsla leiguverðs á mánuði meiri en greiðsla íbúðaláns á sanngjörnum vöxtum.  Með bæjarblokkunum tapast þá möguleikinn til eignamyndunar, sparnaður og hagkvæmni. 

Dagur B. Eggertsson hefur sennilega ekki skoðað að bæjarblokkir í sveitarfélögum landsins hafa verið fjárhagslegur baggi á sveitarfélögum og á stundum leitt til verulegra greiðsluerfiðleika sveitarfélaga. Sé Degi hins vegar kunnugt um þetta þá skiptir verri afkoma borgarsjóðs hann engu máli.

Dagur B og flokksmenn hans hafa atyrt Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn fyrir yfirboð og atkvæðakaup með því að knýja á um sanngirni við skuldaleiðréttingu húsnæðislána. En hvað kallast þá þessi stefna Samfylkingarinnar þar sem látið er í það skína að fólk geti fengið íbúðarhúsnæði á niðurgreiddu verði allt á kostnað annarra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Satt segirðu. Þetta er tómt rugl, enda er ég á móti þessarri stefnu, og ætla ekki að kjósa flokkinn þess vegna. Ég hef fengið nóg af þessarri vitleysu, sem kemur frá Degi og kompaníi.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 11:42

2 identicon

" Það er dýrari lausn að leigja fólki heldur en að gera þeim sem það vilja og geta kleyft að eignast eigið húsnæði. Með því að fólk eignist húnæði sitt verður það eignafólk myndar sjálfstæðan lífeyri og hefur meira fjárhagslegt svigrúm um og eftir miðjan aldur. "

Þessari lygi var einmitt troðið uppá mig sem ungum manni og mér sagt að leggja fyrir til að geta keypt mér mína eigin íbúð. Og það gerði ég, tók lán og vann eins og skepna og reyndi að borga af lánunum í þeirri von að einhvern tíman myndi ég kannski eignast eitthvað í íbúðargarminum. En hvað gerðist þá..??...jú mitt í allri baráttunni við Afborganir og verðtryggingu, þá gerðust þau ósköp að tveir öfgahægriflokkar komust til valda hér á íslandi, Framsókn og SjálfstæðisFL. á örfáum árum tókst þeim að rústa öllu hér í þjóðfélaginu og allt endaði með hroðalegu hruni og hinn STÓRKOSTLEGI gjaldmiðill, krónan hrundi um 60% og eftir stóð ég og annað "húseigenda" fólk eignalaust. Eftir að vera búinn að borga af lánum í hart nær 25 ár sé ég fram á að eiga ekkert eftir í íbúðinni minni þegar ég verð 67 ára, þökk sé hinni frábæru gjaldmiðils og eignastefnu öfgaflokkana Framsókn og Sjalla.

Og þá spyr maður sig...hefði ekki þá verið betra að hafa bara sama kerfi og er t.d í Danmörk þar sem fólk leigir allt sitt líf með lögvarða leigu og eiða kröftum sínum í eitthvað annað, t.d ferðalög og fjölskyldu sína heldur en að eiða öllum sínum Laugardögum í að mótmæla verðtryggingunni og eignaupptöku öfgaflokkana fyrir framan alþingi...??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 68
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 2553
  • Frá upphafi: 2291536

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband