Leita í fréttum mbl.is

Vinir okkar í Washington

Sennilega hefur engin þjóð rekið jafnvitlausa utanríkis- og öryggisstefnu á þessari öld og Bandaríkin.

Í upphafi aldarinnar var ráðist inn í Afganistan til að ráða niðurlögum Al Kaída og Talibana. Síðan var ráðist inn í Írak vegna gjöreyðingarvopna Saddam Hussein sem engin voru til og til þess að ráða niðurlögum Al Kaída sem voru þá ekki starfandi í landinu. Nokkrum síðar var stutt við uppreisn í Líbýu og nú í Sýrlandi. 

Afleiðingarnar af herhlaupum Bush og Obama forseta hafa verið þær að Al Kaída og álíka söfnuðir eru sterkari en nokkru sinni fyrr.  Nú sækja þeir fram í Írak, Afganistan, Nígeríu og víðar. Bandaríkjamenn hafa búið til öflugar öfgahreyfingu sem ógna friði og öryggi íbúa þeirra landa þar sem Bandaríkjamenn hafa farið um með hersveitir sínar eða stutt uppreisnamenn.

Bandaríkin og þursaveldið Saudi Arabía besti vinur Bandaríkjanna styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi. Þrátt fyrir að það liggi fyrir að Al Kaída liðar og sveitir með svipaðar skoðanir séu orðnar ráðandi meðal vígasveita uppreisnarmanna þá halda Bandaríkjamenn samt áfram að senda þeim vopn og peninga. Þau vopn ásamt stuðningi og fyrirgreiðslu þursaveldisins Saudi Arabíu og stuðnings Tyrklands viðheldur hörmungum íbúa landsins og hefur nú leitt til þess að Al Kaída sveitir hafa lagt undir sig stórar borgir í Írak og sækja nú að Bagdad. 

Sú var tíðin að margir töldu að CIA vissi allt sem máli skiptir. Nú vita menn að Bandaríkjamenn leggja mesta áherslu á að hlusta á það sem gerist hjá vinum þeirra m.a. í svefnherbergjum ráðamanna Nato ríkjanna. Allar aðgerðir óvinana þessum stofnunum jafnan á óvart. En við hverju er að búast af fólki sem telur brýnt öryggismál að vita hvað gerist í svefnherbergi Angelu Merkel Þýskalandskanslara.

Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar í heiminum er orðið það alvarlegt að brýna nauðsyn ber til að tryggja öryggi friðelskandi fólks í þeim löndum. Utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur leitt til dauða þúsunda og gríðarlegra hörmunga fólks. Ein afleiðingin er m.a. sú að kristnum söfnuðum hefur nánast verið útrýmt í Írak og hart er sótt að þeim í Sýrlandi.

Það væri e.t.v. ráð að útiloka Bandaríkin frá næstu stórvelda ráðstefnu og athuga hvort Kína, Evrópusambandið, Japan og Rússland gætu ekki gripið til skynsamlegri ráðstafana til að tryggja frið og öryggi í heiminum. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður pistill hjá þér. Alveg sammála þér. Þursagangur Bandaríkjamanna í þriðja heiminum hefur haft þveröfug áhrif miðað við það sem ætlað var. 

Mér er í minni ógleymanleg sjón frá árinu 2003 þegar flokkur innfæddra í Mósambík dansaði aldagamlan stríðsdans á þakkarhátíð vegna góðgerða Íslendinga þar.

Einn af fremstu dönsurunum var í bol með stórri mynd af Osama bin Laden á brjóstinu og sperrti brjóstið fyrir framan Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem fyrr um árið hafði með Davíð Oddsyni spyrt okkur við innrásina í Írak þar sem átti að uppræta Al Kaída, sem ekki var til !

Ómar Ragnarsson, 12.6.2014 kl. 17:11

2 identicon

Upplýsingasöfnun og njósnir um almenning á vegum yfirvalda og fyrirtækja boða breytta veröld. Menn líta í spurn til BNA, "forysturíkis frelsins og lýðræðis".

Í lok viðtals á Cato.org lýsir Glenn Greenwald því hverning njósnaaðferðir Öryggisstofnunar Bandaríkjanna eiga sér hliðstæðu í “Panopticon” , yfir 200 ára gömlum hugmyndum um atferlisstjórnun.

Viðhorfið “ég er ekki ógn við neinn, þess vegna mega þeir vakta mig allt hvað þeir vilja” er jarðvegur harðstjórnar og afsals persónufrelsis.

Viðtalið:

http://www.cato.org/multimedia/cato-video/no-place-hide

Og svo hin galna/glæpsamlega íhlutunarstefna hernaðarstórveldisins. Hvert stefnir?

Valdimar Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2014 kl. 18:38

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir þessa góðu færslu. Þetta er ekkert nýtt, til hvers voru til dæmis bandaríkjamenn að drepa margar milljónir manns í Viet Nam? Þeir hafa ekki beðið afsökunar á helför sinni þar og þeir hafa haldið sínu striki eftir að því blóðbaði lauk (Því er reyndar ekki alveg lokið vegna þessa að mörg hundruð þúsund börn fæddust með fæðingargalla vegna eiturs sem þeir dreifðu um landið).

Hver er tilgangurinn? Eins og þú bendir á, þá hafa stríð þeirra á þessari öld ekki bætt heiminn neitt, frekar hið gangstæða. Hver hagnast á þessari vitleysu? Ég get ekki séð að neinir hagnist nema vopnaframleiðendur í bandaríkjunum. 

Hörður Þórðarson, 12.6.2014 kl. 19:27

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Það er sannarlega dapurlegt að Bandaríkin sem var í hlutverki „góðu hetjunnar“ nánast alla síðastliðna öld og drógu Evrópu upp úr sínum eiginn skít í tvígang skuli hafa lent undir stjórn forseta og meðstjórnenda hans nú alveg síðan Reagan hvarf úr forsetastóli 1989 sem hafa ekki ráðið við hlutverk sitt.  Bush W var slæmur ekkert síður en Clinton en enginn hefur samt verið jafn hættulegur heimsbyggðinni og Obama. Öll hans stjórnartíð alveg frá ræðunni makalausu í Kaíró í 2009 „The new beginning“ þegar hann setti öfgahreyfingar íslamista í fremstu röð hefur reynst hörmuleg. Ég hlustaði í tvígang á ræðuna af því að ég hélt ég hlyti að hafa misskilið ræðuna í fyrstra skipti. Svo fráleit var hún.  Allar vonir mínar með Obama hrundu við síðari hlustun á ræðuna. Síðan hefur stjórnartíð hans einkennst af röð mistaka, - mistaka sem hafa blasað við mér á samri stundu og þau voru gerð þó að ég ætti ekki að hafa nándar nærri þær upplýsingar sem stjórnvöld í Washington ættu að hafa til þess að leggja mat á stöðuna. Spurning þín á því miður fyllilega rétt á sér og nær fyrir Bandaríkjastjórn að hafa áhyggjur af sinni eigin utanríkisstefnu en hvalveiðum Íslendinga

Valdimar H Jóhannesson, 12.6.2014 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 78
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 2563
  • Frá upphafi: 2291546

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 2329
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband