Leita í fréttum mbl.is

Tækifærissinnar

Sumt Samfylkingarfólk er þeirrar náttúru að það sér sérstök tækifæri þegar vandamál og erfiðleikar steðja að fólki.

Í kjölfar Hrunsins árið 2009 þegar verðtryggðu lánin höfðu farið gjörsamlega úr böndum og fólk var umvörpum að missa húsin sín á nauðungaruppboði sagði Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB að nú væri tækifæri til að koma upp öflugum leigumarkaði. Formanni BSRB datt ekki í hug að gera kröfu fyrir hönd félagsmanna sinna og annarra um að verðtrygging yrði afnumin og fólki gert kleifta að eiga íbúðirnar sínar.  Nei þessi tækifærissinni sá tækifærið í því að öflug leigufélög t.d. í eigu lífeyrissjóða eða auðmanna keyptu íbúðir fólksins á hrakvirði til þess síðan að geta leigt því.

Á sunnudagskvöldið varð stórbruni í Skeifunni 11. Eignatjón nemur milljörðum. Fjöldi fólks missir atvinnuna. Rekstraraðilar horfa margir upp á rekstrarstöðvun og jafnvel þaðan af verra. Þrátt fyrir það horfir Samfylkingarmaðurinn og borgarfulltrúinn Hjálmar Sveinsson  ekki á þessi vandamál heldur sér hann tækifæri skapast vegna þessara hamfara til að hægt verði að byggja ógrynni nýrra íbúða á brunarústunum.

Vissulega er gott að sjá björtu hliðarnar á tilverunni og tækifæri þar sem það á við án þess að fjöldi fólks þurfi að gjalda fyrir það. Engan þarf því  að undra að fólk sem hefur lífsskoðun Samfylkingarinnar, að veita eigi fólki lífsgæði á kostnað annarra,  skuli fyrst og fremst horfa á tækifærin sem myndast vegna vandamála annarra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sumir eru svona sérstaklega innréttaðir. Enda stukku þeir á IceSave þegar það tækifæri gafst og bjuggu til hugtakið IceSaveskuldin upp úr þurru. Alveg stórmerkilegt og sérstakt rannsóknarefni.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 19:28

2 identicon

Þessi Hjálmar Sveinsson er stórundarlegur náungi. Telur íbúðir í hundruðum hér og þar um bæinn, ekkert neins staðar því til fyrirstöðu. Svona 400 hér og 500 þar. Svona 0,2 bílastæði á íbúð, engin vandamál neinstaðar.

Orn johnson '43 (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 21:58

3 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Ekki er ég inni í þessu máli en er það ekki snilldar hugmynd þar sem þarf að byggja upp aftur það sem brann og gefa þeirri verslun sem þar var, tækifæri á að halda þar áfram þó þau færi sig tímabundið annað. Sé ekki alveg hvað er rangt við það að byggja þarna aftur og hafa húsnæði þá hærra og íbúðarhúsnæði á efri hæðum hússins en þær verslanir sem voru áður en bruninn varð gefin möguleiki að koma aftur á jarðhæð hússins. Eða er ég að misskilja út á hvað þetta gekk?

Brynjólfur Tómasson, 11.7.2014 kl. 00:12

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jón....."snilldarnegling" á Hjálmar og hans kumpána. Ömurlegur hugsanagangur og undirstrikar enn á ný vanhæfi þessa flökkuskríls, sem ekkert sér fram fyrir sig annað en eigið pot og vinagreiða.

Halldór Egill Guðnason, 11.7.2014 kl. 03:34

5 identicon

"You never let a serious crisis go to waste. And what I mean by that it's an opportunity to do things you think you could not do before."

Rahm Emanuel

Þetta er haft eftir núverandi borgarstjóra Chicago borgar. Þetta er frekar kaldhæðnislegt viðhorf en nokkuð sem sem hægt er að nota þegar upplausn ríkir.

Erlendur (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 15:32

6 identicon

Björn, þessi hægri lífsskoðun þín að skattleysi eigi að ríkja og að samfylkingin segi ranglega "að veita eigi fólki lífsgæði á kostnað annarra," finnst mér kolröng. Ég á við það að fólk sem erfir auð eða lífsgæði eins og t.d kvóta getur alveg gefið af sér til samfélagsins eins og hið vinnandi fólk er neytt til að gera með sköttum ?

Baldur Örlygsson (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 1694
  • Frá upphafi: 2291584

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1521
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband