Leita í fréttum mbl.is

Hryðjuverk og heimsmeistarakeppni.

Á sama tíma og vestræn ríki beita viðskiptaþvingunum gegn Rússum fyrir að styðja landa sína í Úkraínu þá finnst þeim sjálfsagt að ríkið sem styður hryðjuverk og uppreisnir í fjölmörgum löndum haldi heimsmeistaramót í knattspyrnu árið 2022.

Bandaríkjamenn vildu fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022 og sendu fyrrverandi forseta sinn Bill Clinton til að vinna að því. Sagt er að þegar hann heyrði að af öllum ríkjum hafi Quatar verið tilnefnt hafi hann gjörsamlega misst stjórn á skapi sínu farið úr salnum og upp á hótelherbergið sitt og grýtt þar styttu í spegil með þeim afleiðingum sem jafnan verða þegar slíkt gerist.

Hitastig í Quatar í júní og júlí er milli 40 og 50 stig. Flott að keppa í fótbolta við slíkar aðtæður.

Quatar lætur peningana vinna og þeir fengu meirihluta gjörspilltra stjórnenda FIFA á sitt band. Quatar eru helstu stuðningsaðilar veðreiða og þess vegna er emírnum í Quatar boðið að fara í útreiðatúr með bresku konungsfjölskyldunni. Það er ein hliðin á krónunni en hin er dekkri sem varðar samskipti Quatar og alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka.

Quatar er eina landið sem enn styður hryðjuverkasamtökin Hamas og leiðtogi þeirra Khaled Meshaal lifir þar í vellystingum á kostnað Quataríska ríkisins.  Þar er líka einn helsti leiðtogi fjármögnunaraðili hryðjuverkasamtakanna  Al Kaída, Omeir al-Naimi fyrrum forseti knattspyrnusambands Quatar. Quatarar borga fyrir flugskeytin sem Hamas liðar skjóta á Ísrael. Quatarar hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi víðtækan stuðning.  Í dag er Quatar helsti stuðningsaðili hryðjuverkasamtaka í heiminum.

Þó íslendingar séu lítils megnugir á alþjóðavettvangi þá gæti íslenska knattspyrnusambandið tekið þetta mál upp og krafist þess að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði ekki haldið í landi þar sem blóð og spillingarfnykur drýpur af gríðalegum fjárframlögum landsins til hryðjuverka og gagnslausu stéttanna í Evrópu,  sem voru  því miður ekki settar endanlega til hliðar með frönsku byltingunni.  Með því mundum við leggja góðum málstað lið auk þess að  sýna siðræna reisn. Vilji FIFA ekki láta segjast þá eigum við að gangast fyrir því að evrópsk knattspyrnusambönd tilkynni að þau muni ekki taka þátt í heimsmeistarakeppni í landi sem styður alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég þér sammala Jón. En hvernig stendur á

þvi, að ekki fleirum en mér og þér, finnst þetta áhugavert,

og á ég þá við að ekki séu fleiri komment um þetta

á þinni síðu..??

Það er engin spurning, eins og þú segir svo réttilega,

að FIFA, er enn eitt dæmið um það  hvernig spilliningin

og fjármagnið getur komið til leiðar.

Þvi miður of algent á okkar landi líka.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 898
  • Sl. sólarhring: 1339
  • Sl. viku: 6543
  • Frá upphafi: 2277181

Annað

  • Innlit í dag: 841
  • Innlit sl. viku: 6079
  • Gestir í dag: 800
  • IP-tölur í dag: 781

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband