Leita í fréttum mbl.is

Á verðtryggingin að lifa

Stjórnarflokkarnir lofuðu afnámi verðtryggingar á neytendalánum þar með talið húsnæðislánum.

Ekkert hefur orðið af efndum á þessu loforði. Forsætisráðherra skipaði nefnd til að fjalla um málið og nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Framsókn bæri að svíkja kosningaloforðið. Annað hvort veit Sigmundur Davíð ekki hvernig á að stjórna eða nefndin hefur ávkeðið rísa gegn skapara sínum. Ekkert hefur enn verið upplýst í því máli og enn lifir verðtryggingin og stjórnarflokkarnir eru ekki með neina tilburði til að losa neytendur við hana.

Sjaldan hafa skilyrðin fyrir afnámi verðtryggingarinnar verið betri en undanfarin misseri. Verðbólga hefur verið í lágmarki. Krónan er í höftum og hreyfist því nánast ekkert. Engin sérstök tilefni eru  til verðhækkana. Eftir hverju er stjórnvöld þá að bíða? Af hverju standa stjórnarflokkarnir ekki við kosningaloforðið um afnám verðtryggingar.

Ísland getur ekki verið með gjaldeyrishöft endalaust. Hvað gerist þegar þeim er aflétt veit engin fyrir víst, en leiða má líkur að því að verðbólga verði nokkur fyrst á eftir. Er ráðlegt að bíða eftir því þannig að nýir stökkbreyttir höfuðstólar verðtryggðra lána verði til og fólkið sem enn á eitthvað í eignum sínum og stritar við að borga missi allt og fjármagnseigendur haldi áfram að hafa allt sitt á þurru á kostnað skuldar.  

Er ekki kominn tími til að við bjóðum neytendum upp á sömu lánakjör og í nágrannalöndum okkar en hættum að fara sérleiðir verðtryggingar og okurvaxta. 

Verði það ekki gert þá svíkja stjórnarflokkarnir kjósendur sína. 

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í sjónvarpsviðtali stuttu eftir myndun ríkisstjórnarinnar, þar sem SDG og BB sátu sameiginlega fyrir svörum, sagði BB að það væri ekki hægt að afnema verðtryggingu "eins og hendi væri veifað" og vísaði til stöðu Íbúðalánasjóðs máli sínu til stuðnings.

Vandi ÍLS verður auðleystur - og afnám verðtryggingar kemst í höfn - daginn sem hundruð milljarða svigrúm SDG frá slitabúum bankanna kemst í hús. 

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 10:17

2 identicon

Eins og þú bendir réttilega á þá er von á verðbólguskoti þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt. En það getur fleira orsakað verðbólguskot eins og við þekkjum úr fortíðinni. Meðan fjármagnseigendur geta ekki verið tiltölulega öruggir út lánstímann þá verður verðtryggingin ekki afnumin nema langtímalán hverfi eða ríkið komi á lánamarkaðinn og taki á sig verðmætarýrnunina sem verðbólga orsakar. Sem getur svo orsakað keðjuverkun sem magnar verðbólguskot og tap ríkissjóðs. Fjármagnseigendur þurfa ekki að taka áhættuna frekar en þeir vilja. Þeir munu ætíð lágmarka áhættu sína.

Ufsi (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 275
  • Sl. sólarhring: 752
  • Sl. viku: 2661
  • Frá upphafi: 2294212

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 245

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband