Leita í fréttum mbl.is

Afnemum matarskatta

Gríđarlegir skattar gjöld og kvótar eru lögđ á innflutt matvćli og vörur unnar úr ţeim.  Ţetta eru einu matarskattarnir í landinu. Ţegar Frosti Sigurjónsson Framsóknarţingmađur segist vera á móti matarskatti ţá mćtti ćtla ađ formađur Efnahagsnefndar Alţingis vissi hvađ hann vćri ađ tala um.

Ef matarskattarnir og innflutningshöftin yrđu afnumin ţá mundi verđ á matvćlum lćkka verulega. Međ ţví ađ hćtta sérstökum stuđningi viđ matvćlaframleiđslu innanlands mćtti auk heldur lćkka skatta umtalsvert t.d. láta matvćli bera 0% virđisaukaskatt.

Ţetta mundi bćta kjör alls almennings í landinu svo um munađi. Auk ţess mundi ţetta hafa ţau áhrif ađ vísitala neysluverđs til verđtryggingar mundi lćkka verulega og ţar međ verđtryggđu lánin. Sennilega er ekki til skynsamlegri efnahagsađgerđ en einmitt ţađ ađ afnema hina raunverulegu matarskatta sem allir hafa veriđ settir međ atkvćđi Framsóknarţingmanna.

En Frosti Framsóknarmađur er ađ tala um annađ. Frosti er ađ tala um örlitla breytingu á virđisaukaskatti. Sú breyting skiptir ekki nema brotabroti af ţví sem hagur heimilanna mundi batna um ef skattar á matvćli yrđu afnumdir ţ.e. raunverulegir matarskattar.

Nú háttar svo til ađ fjárlagafrumvarpiđ var lagt fram eftir ađ um ţađ hafđi veriđ fjallađ í ríkisstjórn og ţingflokkum Framsóknarflokksins og Sjálfstćđisflokksins. Hefđi ekki veriđ samstađa um meginatriđi fjárlagafrumvarpsins ţá hefđi tillaga um breytingu á virđisaukaskatti aldrei komiđ fram. Fráhlaup Frosta Sigurjónssonar og ýmissa annarra Framsóknarmanna frá eigin tillögum er ţví ómerkilegur pópúlismi.

Formađur Sjálfstćđisflokksins, fjármálaráđherra, getur ekki setiđ undir ţví ađ leggja fram sameiginlegar tillögur ríkisstjórnarinnar, en svo hoppi ţingmenn Framsóknarflokksins frá eins og gaggandi hćnur á túni viđ fyrsta goluţyt.  Annađ hvort styđur Framsóknarflokkurinn eigin tillögur eđa hann er ekki samstarfshćfur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Sammála ţví ađ matarverđ er fyrir of hátt hérlendis og hefur lengi veriđ ţó ekki bćtist viđ hćkkun VSK úr 7% í 12%. En hvernig líst mönnum á ţá breytingu og einföldun VSK kerfisins ađ allt vćri í 18-20% nema matur sem vćri undanţegin eđa á O% líkt og t.d. í Bretlandi ?

Skarfurinn, 17.11.2014 kl. 12:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 862
  • Sl. sólarhring: 1345
  • Sl. viku: 6507
  • Frá upphafi: 2277145

Annađ

  • Innlit í dag: 807
  • Innlit sl. viku: 6045
  • Gestir í dag: 771
  • IP-tölur í dag: 757

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband