Leita í fréttum mbl.is

Verðtrygging og nauðsynlegar upplýsingar.

EFTA dómstóllinn hefur dæmt að íslenska verðtryggingin brjóti ekki í bága við regluverk Evrópusambandsins. Dómur EFTA dómstólsins nú snýst um hvort upplýsingagjöf fjármálastofnana til neytenda vegna töku verðtryggðs láns hafi verið fullnægjandi. Niðurstaða dómsins er sú að útreikningur miðað við 0% verðbólgu séu ófullnægjandi upplýsingagjöf.

Hvaða þýðingu það hefur er erfitt að segja vegna þess að í því efni er EFTA dómstóllinn óræðari en véfréttin í Delfí í Forn Grikklandi. Ítrekað er vísað til þess að það sé fyrir íslenska dómstóla að dæma um það hvaða afleiðingar það hafi. Þá er einnig vísað til þess hvað neytandi vissi og mátti vita.

Veruleg óvissa er um hvort einhverjir geti fengið verðtryggða lánasamninga sína ógilta á grundvelli svara EFTA dómstólsins. Miðað við orðalag og forsendur EFTA dómstólsins í málinu þá geta lögaðilar og þokkalega menntaðir einstaklingar ekki átt von á því að verðtryggðum lánasamningum þeirra verði vikið til hliðar.

Verðtrygging á neytendalánum er óréttlát og bitnar illa á neytendum. Þess vegna er nauðsynlegt að losna við hana og hafa svipuð lánakör í boði fyrir neytendur og í nágrannalöndum okkar. Lausn á því máli næst ekki fram fyrir dómstólum. Það er pólitísk ákvörðun og nýgengin dómur EFTA dómstólsins breytir þar engu. Sá dómur fjallar eingöngu um hvort að mistök við upplýsingagjöf til neytenda varði ógildingu sumra lánasamninga en tekur ekki á hinu stóra meini

VERÐTRYGGINGUNNI

Verðtryggingin verður að fara af öllum neytendalánum dómstólar munu ekki dæma hana ógilda miðað við fyrirliggjandi regluverk. Það mál verður að sækja á Alþingi. 

Má e.t.v. minna á loforð ríkisstjórnarinnar í því efni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 272
  • Sl. sólarhring: 754
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 2294209

Annað

  • Innlit í dag: 251
  • Innlit sl. viku: 2418
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 242

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband