Leita í fréttum mbl.is

Mótum velferðarþjóðfélag?

Ég var á fundi hjá Sjálfsbjörgu í kvöld ásamt fulltrúum hinna flokkana. Ljóst var að talsmenn stjórnarflokkana höfðu lítið fram að færa. Fatlaðir eins og aldraðir hafa ekki notið þeirrar velferðar sem ríkasta þjóð í heimi hefði átt að sjá sóma sinn í að veita þeim. Fram kom í máli margra sem töluðu á fundinum að bótagreiðslur til þeirra dygðu ekki fyrir mat út mánuðinn. Hvað þá heldur að þau gæti leyft sér að eiga bíl eða fara í bíó eða leikhús. Við getum ekki sætt okkur við að velferðarkerfið sé með þeim hætti á Íslandi að aldraðir og öryrkjar eigi ekki einu sinni fyrir mat. Þessu verður að breyta og búa til raunverulega velferð þeirra sem þurfa á henni að halda. Það verður að lagfæra velferðarhallann í þjóðfélaginu. Velferðarhallann sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bera ábyrgð á.  Ég sagði á fundinum að það væri forgangsmál hjá mér að sinna hagsmunum aldraðra og öryrkja fengi ég til þess umboð að geta fært þeirra mál til betra horfs. Ég sætti mig ekki við að fólk sem þarf á velferð að halda fái hana ekki og líði skort. Það á að móta manneskjulegra þjóðfélag og það er keppikefli okkar Frjálslyndra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Velferðarhalli er það, það er öruggt og það er þyngra en tárum taki að vita til þess að fólk sem getur í engu breytt aðstæðum sínum til hins betra kunni hugsanlega að þurfa að líða skort. Skattar á fyrirtæki hafa lækkað úr 45 % í 18 og skattar á fjármagnstekjur úr 45 % í 10% meðan skattar á almenning í landinu hafa lækkað úr 42 % í 39 % eins og fram kom í erindi prófessors Stefáns Ólafssonar á málefnaráðstefnu okkar um daginn, en þá er rýrnun skattleysismarka sem voru fryst á sínum tíma ekki tekið með sem enn eykur á skattaoffar gegn almennningi í landinu, og bitnar verst á þeim sem minnstar hafa tekjur.

Sannarlega þarf því að móta hér manneskjulegra og mannvænna samfélag.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.3.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 855
  • Frá upphafi: 2291621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 754
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband