Leita í fréttum mbl.is

Rétturinn til lífs.

Mikilvægustu mannréttindin eru rétturinn til lífs. Önnur mannréttindi eru líka mikilvæg t.d. tjáningarfrelsið.

Fyrir nokkrum vikum var Frakkland undirlagt vegna morða öfgamúslima á starfsfólki teiknimyndaritsins Charlie Hedboe. Forustumenn ýmissa ríkja m.a. Afríkuríkja mættu til Parísar til að taka þátt í skrúðgöngu til að fordæma aðför að tjáningarfrelsi.  Forustumenn þjóðanna töluðu um nauðsyn þess að bregðast af hörku við glæpaverkum Íslamskra öfgamanna.

Í gær myrtu íslamskir öfgamenn undir fána al-Shabaab samtakanna 150 háskólastúdenta í Kenýa. Íslömsku öfgamennirnir völdu kristna stúdenta út úr stúdentahópnum til að myrða þá. Sjónarvottar segja að margir kristnu stúdentarnir hafi verið myrtir með því að skera þá á háls með sama hætti og Ísis samtökin gera iðulega t.d. við vestræna gísla og kristna Kopta sem þeir tóku til fanga í Líbýu fyrir skömmu.

Á einhver von á því að ráðamenn heimsins muni bregðast við með svipuðum hætti og vegna morðana á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hedboe vegna þess að 150 kristnir stúdentar í Kenýa voru sviptir grundvallarmannréttindum sínum "réttinum til lífs"?  Á einhver von á því að kristnar kirkjudeildir í söfnuðum værukærra ríkiskirkna geri athugasemdir?

Hryðjuverkamenn Íslömsku vígasveitanna  al-Shabaab völdi helgidag kristins fólks "skírdag" til að fremja voðaverk sitt á stúdentunum af því að þeir voru kristnir.

Óneitanlega er dapurlegt að verða vitni að því hvað það skiptir vesturlandabúa litlu máli þó að fólk með öðrum litarhætti í annarri heimsálfu sé svipt lífi sínu og frelsi. Morðið á ritstjórn Charlie Hedbo er meira mál í hugum stjórnmálamanna og álitsgefenda já jafnvel kristinna klerka, en morð á kristnum stúdentum í Kenýa, rán og kynlífsþrælkun hundruða stúlkna í Níegeríu eða morð á hópi kristinna Kopta í Líbýu. Allt vegna þess að þetta fólk vildi fá að vera í friði til að játa kristna trú.

Ömurleiki, aumingjaskapur og hugmyndafræðilegt fráhvarf Evrópskra stjórnmálamanna og samtaka frá baráttu fyrir réttindum fólks óháð kyni, litarhætti eða trú er fordæmanleg.

Sá tími er runninn upp að kristið fólk bregðist við ofbeldinu og myndi sín varnarsamtök gegn ofbeldi, kúgun og morðum gagnvart kristnu fólki hvar í heiminum sem er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1059
  • Sl. sólarhring: 1286
  • Sl. viku: 6704
  • Frá upphafi: 2277342

Annað

  • Innlit í dag: 993
  • Innlit sl. viku: 6231
  • Gestir í dag: 933
  • IP-tölur í dag: 906

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband