Leita í fréttum mbl.is

Friðsamleg mótmæli?

Borgarstjórinn var spurður um mótmæli hávaðafólks á 17. júní. Hnn  þurfti virkilega að vanda sig til að verða ekki fótaskortur á tungunni. Eftir japl jaml og fuður komst hann að þeirri niðurstöðu að þetta hefði verið ágæt mótmæli þar sem þau hefðu verið friðsamleg.

Mótmæli eru ekki friðsamleg ef þau koma í veg fyrir að aðrir geti notið lýðræðislegra réttinda. Mótmælin í gær voru aðför að tjáningarfrelsinu og óvirðing við þjóðhöfðinga, þjóðsöng og táknmynd frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar.   

Viðmælandi ríkisfjölmiðilsins úr hópi mótmælanda réttlætti mótmælin með því að Jón Sigurðsson hefði haft uppi mótmæli þegar Danir ætluðu að neyða upp á þjóðina stjórnarskrá sem tók sjálfstæði og sjálfsákvörðunrarétt frá þjóðinni.

Sá sem þetta segir þekkir lítt til sögu þjóðarinnar og með hvaða hætti sjálfstæðisbaráttan fór fram. Jón Sigurðsson gætti í hvívetna að sýna andstæðingum sínum virðingu þó hann héldi fram málstað þjóðarinnar af mikilli festu. Hann gerði ekki aðför, hæddi eða smánaði valdsmenn Danakonungs heldur gerði þeim með hófstilltum hætti grein fyrir sjónarmiðum sínum og mótmælti ofbeldi fulltrúa hins erlenda valds gagnvart þjóðjörnum fulltrúum. Mótmælendur nú gera hins vegar hróp að þjóðkjörnum fulltrúum.

Með friðsamlegum hætti á grundvelli rökfestu og þrautseigju náðu forustumenn Íslands sjálfstæði fyrir þjóðina. Hætt er við að öðru vísi hefði farið ef þeir hefðu haft sama hátt á og mótmælendurnir í gær.

Á morgun fögnum við því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu sjálfsögð lýðréttindi fróðlegt verður að sjá hvort upphlaupsfólkið ætlar að sýna þeim sögulega merkisatburði álíka virðingarleysi og þjóðhátíðardeginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

Það tjóir lítt að fást um þennan hóp. Hvergi nema á Íslandi fengi samsafn af lúserum þar sem meðaltal greindarvísitölunnar er við stofuhita (á Fahrenheit) tækifæri til að láta "ljós" sitt skína með því að eyðileggja lögmætar samkomur annarra.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 12:13

2 identicon

Svona var 17.júní 2009 

https://www.facebook.com/147886721564/videos/191391264211077/?pnref=story

Stefán Þír Sigfinnsson (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 15:34

3 identicon

Ég er hjartanlega sammála þessu. Mótmælum Jóns forseta og þessum skrílslátum í gær er varla hægt að jafna saman eða líkja á nokkurn hátt. Það virðist hins vegar vera tvær þjóðir hér í landinu, önnur þeirra tölvuþjóðin, sem lifir í einhverjum allt öðrum og óskyldum veruleika okkar veruleika,venjulegs fólks, sem lifir í tengslum við raunveruleikann og umhverfi okkar með báða fæturna á jörðinni, en þetta fólk, sem var að búa til þessa uppákomu þarna lifir og hrærist í netheimum og tölvuleikjum og er ekki í tengslum við umhverfið, sem við lifum og hrærumst í nema að takmörkuðu leyti, og er slétt sama um allt og alla nema sjálft sig. Ef því finnst gaman að búa til svona atburði eins og þessi skrílslæti, þá gefa þau skít í, hvað við hugsum og segjum eða finnst um það, eða hvort þetta sé viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Ég held, að við gætum verið sammála um það, að það væri ekki björgulegt á landinu, ef þessi lýður fer að stjórna þjóðinni, og best að biðja Guð fyrir landi og þjóð þá. Ég held, að það væri líka heillavænlegast fyrir okkur að vera komin sem allra lengst í burtu frá því stjórnleysi,sem myndi ríkja þá, enda hrýs manni hugur við, ef þetta er framtíðarforingjarnir, sem þjóðin fær yfir sig. Það getum við séð á þessum viðburði, sem fólkið bjó til þarna. Spurningin er svo, hvort þessi lýður sé hreykin eftir ósköpin í gær, þótt þau ættu miklu fremur að skammast sín og það vel fyrir framkomu sína, en kannske kunna þau það ekki heldur. Maður gæti líka spurt, á hvaða leið unga fólkið er eiginlega í dag? Ég ætla rétt að vona, að það séu nú til sómasamlegri ungmenni hér á landinu en þetta, þótt mér finnist skorta virðingu fyrir öllum og öllu hjá ungu fólki í dag yfirleitt, því miður. Það hljóta samt að vera til undantekningar. Ég trúi ekki öðru. Það var hreint ömurlegt að horfa á þetta vægast sagt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 15:34

4 identicon

Ég bý í Mos og verð að segja að mikið er þjóðin heppin að til er staður þar sem skríllinn getur komið saman, vanvirt allt sem hingað til hefur verið samþjöppunarefni allra og eiga svo borgarstjóra sem fagnar því að þetta þrífist vel í sinni borg.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 17:46

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dagur er dæmigerður lýðskrumari.

Hverjir aðrir en konur fengu kosningarétt fyrir hundrað árum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2015 kl. 18:21

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einkar vel skrifuð grein, Jón, réttsýn og sanngjörn.

Þú hittir naglann á höfuðið í þessu mati þínu.

Heilar þakkir, samherji í vörn sjálfstæðis okkar.

Jón Valur Jensson, 19.6.2015 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 521
  • Sl. sólarhring: 1376
  • Sl. viku: 6166
  • Frá upphafi: 2276804

Annað

  • Innlit í dag: 492
  • Innlit sl. viku: 5730
  • Gestir í dag: 481
  • IP-tölur í dag: 473

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband