Leita í fréttum mbl.is

Utanríkismál eru alvörumál

Fátt er smáþjóðum mikilvægara en að eiga vinsamleg samskipti við nágranna sína og helstu viðskiptaþjóðir. Velferð og öryggi smáþjóða er undir því komið að vel takist til í utanríkismálum. Þessi staðreynd virðist hafa farið framhjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.

Til þess gæti komið að Ísland tapaði milljarða samningum um sölu afurða vegna galgopalegrar framgöngu utanríkisráðherra í garð Rússa vegna ágreinings þeirra við núverandi stjórnvöld í Kiev. 

Meðan Sovétríkin voru og hétu með þá hugmyndfræði að sameina ætti allar þjóðir í dýrðarríki kommúnismans bar nauðsyn til að varðstaða væri til að koma í veg fyrir þau áform heimsyfirráða sem valdamann í Kreml viðruðu í öllum helstu hátíðarræðum. Íslenskir ráðamenn sinntu þeirri varðstöðu af festu, en áttu samt í góðum samskiptum við Sovétríkin sem góða viðskiptaþjóð.

Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið með miklum ágætum frá því að Sovétríkin féllu. Rússland er mikilvæg viðskiptaþjóð og við getum átt samstöðu með Rússum í mörgum málum. Þess vegna er ekkert sem afsakar það að við tökum þátt í aðgerðum gegn Rússum vegna Úkraínu. Engin þau hugsjóna- eða grundvallarmál afsaka slíkar aðgerðir af okkar hálfu.

Þegar Íslandi stóð til boða að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum með þeim skilyrðum að við segðum Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur árið 1945 þekktu íslenskir stjórnmálamenn undir forustu Bjarna Benediktssonar heitins sinn vitjunartíma og svöruðu því að Íslendingar væru vopnlaus þjóð og við mundum ekki taka þátt í styrjaldarátökum.

Væri sömu stefnu fylgt og reyndist þjóðinni svo vel á síðustu öld ættum við vinsamleg samskipti við Rússa. Kröfum um ómálefnalegar refsiagðerir gegn þeim væri hafnað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur bara alltaf verið að koma betur og betur í ljós að maðurinn veldur engan veginn þessum  málaflokki.  Hvað það er sem veldur verður að liggja milli hluta.

Jóhann Elíasson, 4.8.2015 kl. 10:15

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bjarni Benediktsson var alþýðlegur og vingjarnlegur maður við okkur krakkanan sem hjóluðum upp í Hlíðar þar sem hann bjó. Þessi kynni þó í smáu hafi verið skýra fyrir mér að hann gerði sér fulla grein fyrir að vera þegn og forystumaður smáríkis. 1952 hafði hann forystu um að löndunarbanni Breta gegn Íslendingum yrði mætt með vöruskiptasamningum við Ráðstjórnarríkin. Bretar reyndu að fá fleiri Evrópuþjóðir með í viðskiptastríð við Ísland og varð eitthvað ágengt. Viðskiptastríðinu lauk 1958 með fullum ósigri Breta auk þess sem Íslendingar settu salt í sárið með því að færa út í 12 mílur. Þá höfðum við byggt upp mállingar-niðursuðu- og skinnaiðnað vegna vöruskiptasamningana. 

Sigurður Þórðarson, 4.8.2015 kl. 10:52

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ekki hægt að orða það betur. 

Snorri Hansson, 4.8.2015 kl. 14:38

4 Smámynd: Jón Magnússon

Jóhann utanríkismál eiga ekki að vera afgangsstærð hjá ríkisstjórn.

Jón Magnússon, 5.8.2015 kl. 00:15

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Sigurður. Bjarni Benediktsson var einn mesti stjórnmálaskörungur þjóðarinnar á síðustu öld

Jón Magnússon, 5.8.2015 kl. 00:16

6 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Snorri.

Jón Magnússon, 5.8.2015 kl. 00:16

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að ég sil málið rétt að þá vil Birgir Ármannsson formaður utanríkisnefndar (XD) halda í viðskiptabann við rússa.

Átt þú samaleið með stefnu XD í málinu?

http://kjarninn.is/2015/08/ekki-rett-ad-breyta-adkomu-islands-ad-vidskiptathvingunum-gegn-russum/

Jón Þórhallsson, 5.8.2015 kl. 08:26

8 identicon

Viðskiptaþvinganir eiga sjaldan rétt á sér - og einhverntíma var sagt að ekki ætti að ráðast í þær nema næsta öruggt mætti telja að þær skiluðu tilætluðum árangri. ESB-ríkin voru sögð hikandi en Jo Biden varaforseti Bandaríkjanna hefur hælt sér af því að einungis fyrir bandarískan þrýsting hafi þvinganirnar komist á. Í Úkraínumálum hafa þær engu skilað nema verulegu tjóni fyrir alla - líka þá sem til þeirra stofnuðu - en átt verulegan þátt í að auka spennu á ný í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland engum til góðs. Það verður að teljast afar óskynsamlegt að nýta ekki heldur þau samtök sem ætluð eru til að greiða úr ágreiningi þessara ríkja, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), Ráð Nato og Rússlands, Evrópuráðið, etc., auk tvíhliða funda, en þvert á móti var samfara þvingunum aflýst þegar ákveðnum fundum, t.d. Obama og Putins, og Rússum úthýst af fundum stofnana og samtaka sem þeir eru fullgildir aðilar að. Þetta ágreiningsmál hefur því verið rekið af miklu hyggindaleysi af vestrænni hálfu. Leitt ef íslenskur almenningur þarf að gjalda fyrir það með afleiðingum minni útflutnings og gjaldeyristekna.

Ólafur Egilsson (IP-tala skráð) 5.8.2015 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 4600
  • Frá upphafi: 2267744

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 4248
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband