Leita í fréttum mbl.is

Hættuástand framunan?

Jón Baldvin Hannibalsson segir að hættuástand sé framundan og Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins og fleiri geri sér það ljóst. Vaxtamunur milli Íslands og Evrusvæðisins er 11%. Jöklabréf hafa verið gefin út í von um skjótfengin gróða upp á hundruð milljarða. Þetta heldur uppi gengi krónunnar sem aftur veldur viðskiptahalla og þar með er boginn spenntur til gengisfalls síðar með aukinni verðbólgu.

Þetta er sú framtíðarsýn sem fyrrverandi fjármálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson hefur á íslenska efnahagskerfið.

Ég hef undanfarin ár raunar allt þetta kjörtímabil bent á þessar augljósu staðreyndir. Ríkisstjórnin hefur haldið uppi skuldsettri velferð. Stundum held ég að ríkisstjórnarflokkarnir hafi stjórnunarstíl í anda Loðvíks 15 Frakkakonungs sem eyddi gegndarlaust um efni fram en þegar honum var bent á það þá sagði hann "Það lafir meðan ég lifi" Ríkisstjórnarflokkarnir virðast stjórna undir kjörorðinu "Það lafir fram yfir kosningar"

Er ekki kominn tími til að kjósa ábyrga flokka og einstaklinga til forustu. Frjálslynda flokkinn X-F


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Presturinn

ábyrga flokka? þið vitið ekki einu sinni hvað skattaáform ykkar kosta !! er það ábyrgt? Þið kunnið ekki skil á grunnreglum Evrópuréttar og hafið í huga að brjóta gegn skuldbindingum okkar skv 2/1993. Ég hef nú lúmskan grun að þú vitir það best sjálfur að þetta (að hefta frjálsa för innan EES) er ekki mögulegt en látir betri vitund þína stija á hakanum og alir á fordómum og fáfræði amk fram yfir kosningar. Ábyrgt? Aldeilis ekki minn kæri! 

Presturinn, 27.4.2007 kl. 11:52

2 identicon

 

Dear John,

það sem er fyndnast við þetta innlegg þitt er að þú trúir því virkilega sjálfur að þið séuð ábyrgur flokkur.....og einstaklingar sem hægt er að treysta !

góða helgi....

Bjorn G. (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Jón Magnússon

Í fyrsta lagi þá höfum við Frjálslynd reiknað út nákvæmlega hvað okkar tillögur kosta og með hvaða hætti þær verða framkvæmdar þegar við erum komin í ríkisstjórn. Þær kosta 21 milljarð en þá er ekki reiknað að til baka koma tekjur og sparnaður sem við reiknum ekki á móti.

Í öðru lagi þá kunnum við ágætlega skil á EES réttinum og þú ættir að kynna þér 112. gr. EES samningsins og bókun Íslands í því sambandi. Þá ættir þú líka að kynna þér Protocol 15 og 16. og samningana við Lichtenstein.´

Í þriðja lagi þá eru við ekki og höfum ekki alið á fordómum og fáfræði.

Ágæti Björn. Ég veit fyrir hvað ég stend í pólitík og þekki félaga mína þannig að ég trúi því og veit að við erum ábyrgasti stjórnmálaflokkurinn sem býður fram við þessar kosningar og megir þú eiga góða helgi líka.

Jón Magnússon, 27.4.2007 kl. 14:32

4 identicon

Er ekki kaktusilmur af þessum klerki? SUS SUS SUS

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:55

5 Smámynd: Presturinn

Ef þú heldur að það séu fyrir því forsendur að takmarka eitt af frelsunum  án þess að það afleiðingar þá veður þú reyk og svima. Ríkin hafa alltaf þann rétt sem þú vísar til sbr almannahagsmunir, neyð osfrv. en til þess að átta sig á því hvað fellur þar undir verðið þið að skoða dómasafn ECJ eða bara fletta því upp í bók. Fyrirsjáanlegt atvinnuleysi er ekki gild ástæða fyrir mismunum varðandi flæði eða heftu frelsi.

En ekki trúa mér fyrir því. Afhverju færðu ekki Stefán Má eða einhvern sérfræðing í Evrópurétti til að kvitta undir þetta?

Ég segji að þú alir á fordómumog fáfræði af því að þú heldur því fram að eitthvað sé hægt sem ekki er hægt. ECJ og EFTA dómstóllinn munu ekki kaupa illa ígrundað rausið í ykkur eins og sárafáir kjósendur gera. Ég hreinlega trúi því ekki að kollegi minn geti verið svo illa að sér í fræðunum að hann haldi þetta virkilega.

Presturinn, 28.4.2007 kl. 06:19

6 identicon

ríkin hin hafa rétt til að búa í samlyndi, við höfum rétt til að kaffærast ekki, eitt ár er stórt í hópi af útlendingum, ég held að þið hatið útlendinga mun meira en eðlilegt er herra prestur, hvað er nafn þitt annars?

Sigurgeir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 16:39

7 Smámynd: Presturinn

Sæll Sigurgeir, sem lögfræðingur sé ég mig knúinn til að leiðrétta þá vitleysu sem Jón er að mata ykkur með. Það eru ekki forsendur skv evrópurétti til að hindra frjálst flæði launafólks innan efnahagssvæðisins. Við yrðum þá bara að segja upp EES ef það er vilji manna. Ef þið trúið mér ekki þá held ég að þið ættuð að spyrja hlutlausa aðila eins og Stefán Má sem er okkar helsti sérfræðingur á þessu sviði.

Presturinn, 29.4.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 992
  • Sl. sólarhring: 1316
  • Sl. viku: 6637
  • Frá upphafi: 2277275

Annað

  • Innlit í dag: 930
  • Innlit sl. viku: 6168
  • Gestir í dag: 879
  • IP-tölur í dag: 855

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband