Leita í fréttum mbl.is

Öfugur pýramídi Bjartrar Framtíðar

Skoðanakannanir hafa mælt fylgi Bjartrar framtíðar fyrir neðan hefðbundinn bjórstyrkleika.  Allt bendir því til að flokkurinn eigi ekki bjarta framtíð. Heiða Helgadóttir forustukona í flokknum kennir formanninum um. Heiða horfði síðan í spegil í leit að besta formanninum og þá sá hún að það kom engin annar til greina en formaður Besta flokksins það er hún sjálf.

Formaður flokksins var að vonum óánægður með þessa uppgötvun Helgu enda er formennska í stjórnmálaflokki honum í blóð borin að langfeðgatali. Úr vöndu var því að ráða, en formaðurinn fann af snilld sinni sem þeim langfeðgum er svo töm, að stilla upp valkostum til að draga vígtennurnar úr Heiðu. Hann bauð upp á sjálfan sig áfram eða róterandi forustu hinna mörgu. Öfugur pýramídi í flokknum eins og hann nefndi það. Þetta fannst mörgum snilldarráð enda var formaðurinn svo lævís að eigna öðrum þessa tillögu sína af alkunnu lítilæti.

Pýramídar eru breiðastir neðst og mjókka upp í oddlaga topp. Öfugur pýramídi snýr toppnum niður en er breiðastur efst. Fulltrúalýðræðið er réttur pýramídi. Hinir mörgu velja fulltrúa sína til að annast daglega ákvörðunartöku. Öfugur pýramídi er þá þegar hinir fáu velja hina mörgu.

Ef til vill endurspeglar þessi hugmynd formanns Bjartrar framtíðar um öfugan pýramída þá framtíðarsýn flokksins að hinir mörgu sitji í stjórn hans en hinir fáu kjósi hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Var þetta ekki óheiðarlegt af Heiðu Kristínu Helgadóttur, að reka flokkspólitíkina í fjölmiðlum á bak við Guðmund Steingrímsson?

Mér fannst það.

Ég er ekkert endilega sammála Guðmundi Steingríms í öllu sem hann segir og gerir, en mér fannst þetta óheiðarleg persónuleg aðför aftan að honum.

Það er of mikið af svona óheiðarlegum aðförum að einstaklingum í ýmsum stöðum. Guðmundur Steingrímsson átti þetta ekki skilið af flokksfélaga sínum: Heiðu Kristínu Helgadóttur.

Enginn á það skilið að vera úthúðað af fjölmiðlum flokkaklíkufólksins, og það er persónulega skaðlegt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2015 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 4602
  • Frá upphafi: 2267746

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 4250
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband