Leita í fréttum mbl.is

Mjök erumk tregt tungu að hræra.

Svo mjög er hluti íslensks stjórnmalafólks rofið úr tengslum við hagsmuni launafólks og hagsmuni þjóðarinnar að það telur sjálfsagt að slíta löngu arðbæru viðskiptasambandi við Rússa. Forustufólk Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar og Pírata ber sér á brjóst og talar digurbarkalega um að við eigum hvergi að hvika og Katrín Jakobsdóttir VG tekur undir með krúsídúllum eins og henni er lagið.

Skilur þetta fólk virkilega ekki hvaða afleiðingar svona rugl í utanríkismálum getur haft fyrir alþýðu þessa lands og þjóðarhag? Kann að vera að hagsmunir íslensku þjóðarinna sé afgangsstærð hjá þessu fólki.

Hvaða hagsmuni er verið að verja? Erinda hverra er verið að ganga með þeirri fráleitu utanríkisstefnu sem utanríkisráðherra hefur mótað gagnvart Rússum? Evrópusambandsins.

Hvað með stjórnarflokkana? Hefur þetta mál fengið rækilega umræðu í þingflokkum og flokksfundum þeirra. Getur verið að þingflokkar þessara flokka hafi ekki rætt þessi mál. Getur verið að ríkisstjórnin hafi ekki rætt þessi mál á ríkisstjórnarfundum? En ríkisstjórnin ber öll ábyrgð á þessu.

Þessi helstefna stjórnmálafólks þesa lands gegn hagsmunum þjóðarinnar til að þjónusta útþennslustefnu Evrópusambandsins er svo vitlaus að mér verður orða vant. Þetta er vægast sagt sorglegt og svo vitlaust að ég get tekið undir með Agli Skallgrímssyni forföður okkar í kvæði hans Sonatoreki.

"Mjök erumk tregt tungu að hræra."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við eigum eitthvað vantalað við Rússa þá er berta að gera það sem vinarþjóð en í hópi EB-ríkj. "Vinur er til vamms segir"

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 11:46

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er hverju orði sannara, Jón. Manni verður þungt fyrir brjósti, þótt beinu áhrifin séu ekki á mann sjálfan sérstaklega. Svona Jöklabréfa / Icesave tilfinning...

Ívar Pálsson, 14.8.2015 kl. 14:21

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka gott innlegg í málið en það er að sjá að flestir hér á þessum síðum eru samsinna. Ég ætla bara að vona að stjórnin gefi ESB vissan putta með því að draga þessa ákvörðun til baka já þótt Rússar breyti ekki ákvörðun sinni úr þessu.Rússland er og hefir alltaf verið vinaþjóð okkar fólksins og hafa verið frá því eftir stríð.

Valdimar Samúelsson, 14.8.2015 kl. 21:02

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón, samþykkir þú ekki færslur í athugasemdadálkinn?

Ívar Pálsson, 14.8.2015 kl. 22:53

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg kæri Jón.

Með bloggvinar kveðju,

kristjan9

Kristján P. Gudmundsson, 15.8.2015 kl. 02:41

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bíðum nú við Jón minn. Varla er hægt að skilja þessa upptalningu þína öðruvísi en að allur asnaskapurinn sé runninn undan rifjum stjórnarandstöðunnar!

Það er svo í lokin sem þú snýrð málinu að þeim sem á því bera alla pólitísku ábyrgðina.

Að öðru leyti er ég sammála.
Ég hef stundum orðað afstöðu mína til fiskveiðistjórnunar okkar að hana þurfi að afglæpavæða.

Ég held að óhætt sé að bæta við kröfunni um að losa þjóðina við afglapavædda stjórnsýslu.

Árni Gunnarsson, 15.8.2015 kl. 07:23

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef við setjum Tékkóslóvakíu í stað Krímskaga, Austurríki í stað austurhluta Úkraínu og Þýskaland í stað Rússlands og hugsum til fjórða áratugar síðustu aldar í stað nútímans þá sjáum við hvaða hagsmunir lyggja undir.

Staðreyndin er sú að Pútín mun ekki stoppa með útþennslustefnu sína fyrr en hann er stoppaður af. Hann hefur sjálfur sagt að fall Sovétríkjanna hafi verið „mestu pólitísku hamfarir síðustu aldar“ og er að reyna að endurreisa Sovétríkin. Í því felst að innlima fyrrum ríki Sovétríkjanna undir Rússland.

 

Ef Rússar verða ekki stoppaðir af núna þá munu þeir taka yfir einhvert annað ríki næst og svo koll af kolli þangað til þeir verða stoppaðir af það er ef þá er unnt að stoppa þá af. Þá mun fara fyrir lítið stuðningur okkar við frelsisbaráttu Eystrarsaltsríkjanna því þau munu missa það frelsi sitt aftur.

 

Þessi deila er ekki til komin vegna einhverrar útþennlustefnu ESB eða NATO. Hún er komin til vegna útþennslustefnu Rússlands sem var að seilast til áhrifa í austur Evrópu þar með talið Úkraínu með bæði hótunum og mútum til fyrrum forseta landsins. Þjóðirnar næst Rússum í Evrópu hafa leitast við að komast í ESB og NATO í viðleytni sinni til að verjast útþennslustefnu Rússa því þau vita að það minnkar lýkur á innrás þeirra í lönd sín ef þau eru aðilar að þessum bandalögum.

 

Það er einnir rangt sem komið hefur fram að löglega kjörin forseti í Úkraínu hafi verið settur af í byltingu. Staðreyndin er sú að það margir af þingmönnum stjórnarflokkanna blöskraði framganga hans sem setti fullveldi landsins í hættu og hættu því að styðja stjórn hans. Stjórnin missti því þingmeirihluta sinn og því þurfti hún að fara frá. Slíkt gerist í öllum lýðræðisríkjum og er einfaldlega hluti af leikreglum lýðræðisins.

Við skulum ekki gera sömu mistökin og Chamberlain og hans skoðanabræður frá fjórða áratug síðustu aldar. Það verður að stoppa Rússa af og það strax í Úkraínu. Við skulum ekki vera svo barnaleg að halda að þeir láti staðar numið þar ef við einfaldlega látum þá komast upp með það.

 

Ef við spyrnum ekki strax  við fótunum þá erum við að setja í hættu það prinsipp að þjóðir hafi ekki rétt á að hernema aðrar þjóður að hluta til eða öllu leyti. Fyrir vopnlausa þjóð eins og okkur er þetta prinsipp mjög mikilvægt. Fullveldi okkar og sjálfstæði er í hættu ef það prinsipp brestur. Það eru því fáar þjóðir sem eiga eins mikið undir því að það prinsipp haldi eins og við. 

Það er þess vegna sem við eigum að taka fullan þátt í þessum viðskiptaþvíngunum gegn Rússum en ekki skorast undan og láta aðrar þjóðir bera kostnaðinn af þessari baráttu sem skiptir okkur svo miklu. Það að skorast unda er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni til lengri tíma litið.

Sigurður M Grétarsson, 15.8.2015 kl. 09:46

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er hárrétt Magnús

Jón Magnússon, 15.8.2015 kl. 14:01

9 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Valdimar.

Jón Magnússon, 15.8.2015 kl. 14:02

10 Smámynd: Jón Magnússon

Jú ég geri það Ívar og við erum algerlega sammála. Ég er bara stundum dálítið seinn af því að ég er ekki alltaf við tölvuna.

Jón Magnússon, 15.8.2015 kl. 14:03

11 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Kristján.

Jón Magnússon, 15.8.2015 kl. 14:03

12 Smámynd: Jón Magnússon

Ég byrjaði á stjórnarandstöðunni Árni af því að mér finnst það svo aldeilis merkilegt að þeir skuli allir vera sammála þessu bulli á þeim bæjunum. Þá blöskraði mér að sjá þetta fólk á fundi utanríkismálanefndar skælbrosandi öll sammála um að styðja þetta dæmalausa bull.

Að sjálfsögðu ber ríkisstjórnin ábyrgð á þessu og þá sérstaklega utanríkisráðherrann sem á að segja af sér að mínu mati. Ég varaði strax við þessu háskaspili hans þegar hann fór í ítrekaðar heimssóknir til byltingarstjórnarinnar í Kiev og gaf ótrúlega ruglaðar yfirlýsingar.

Jón Magnússon, 15.8.2015 kl. 14:05

13 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður Krím er ekki Tékkóslóvakía fyrir síðari heimstyrjöld. Það eru margir sem gera lítið úr Münchenar samningunum 1938, en gleyma raunverulegri stöðu mála á þeim tíma. Hefði ekki komið til styrjaldar væri sá samningur núna talinn meðal þess besta sem stjórnmálamenn hafa gert. En það er annað mál.

Krím hefur tilheyrt Rússum um aldir. Rússneskumælandi fólk er þar í meirihluta en Úkraínsku mælandi eru um fjórðungur. Yfirtaka Rússa á Krím var eftir þjóðaratkvæðagreiðslu -var eitthvað athugavert við hana frekar en lýðsveldiskosningu Íslendinga árið 1944.

Það a Nikita Krúsjev skyldi detta í það og fá samviskubit og færa Krím til Úkraínu var engin heilög gjörð og það taldi engin á þeim tíma að það skipti öðru mál en táknrænu.

Lýðræðið í ÚKraínu er einræði meirihlutans. Sá meirihluti er ekki að hugsa um að gæta hagsmuna þjóðernisminnihluta eða veita þeim sjálfsögð mannréttindi Þess vegna er ekki hægt að tala um aðgerðir Rússa sem aðför að lýðræði eða sjálfsákvörðunarrétti ríkis. Rússar hafa skyldur við landa sína í austurhéruðum Úkraínu þeir eru Rússar og eiga rétt á almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti.

Ef Úkraínustjórn hefði viljað láta borgara austurhéraðanna njóta jafnræðis þá hefðu þeir stofnað sambandsríki eins og er t.d. í Sviss.

Jón Magnússon, 15.8.2015 kl. 14:14

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Staðreindin er sú að Rússar hafa verið að taka sneið úr nágrannaríkjum sínum seinustu árin þar með talið í Georgíu og við skulum ekki gleyma meðferð þeirra á Téténum. Það er því alveg ljóst að þeir munu halda slíku áfram þangað til þeir verða stoppaðir af. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að taka hart á aðgerðum þeirra og neyða þá til að bakka með þær.

Kosniongarnar á Krímskaga fóru þannig fram að þeir sem vildu ekki sameinast Rússlandi fengu ekki að heyja neina kosningabaráttu og forystumenn þeirra og aðrir sem reyndu að hafa sig eitthvað í frammi voru fangelsaðir fram yfir kosningarnar. Í fjölmiðlum var linnulaus áróður fyrir sameiningu og þeir sem voru á móti voru útmálaðir landráðamenn. Í kosningunum sjálfum fengu engir erlendir efitlitsmenn að koma til að fylgjast með kosningunum og það fengu heldur engir af anstæðingum sameiningar við Rússland að gera. Það voru því einungis þeir sem foru hliðhollir saneiningu sem sáu um kosningarnar og það sem meira er það voru einungis þeir sem sáu um talninguna og að tilkynna að lokum hver var niðurstaðan. Engir aðrir fengu að ganga úr skugga um að það væri rétt niðurstaða.

Ef þú kallar þetta lýðræðislega kosningu þar sem ekki hafi verið meira athugavert við en kosninguna um sjálfstæði Íslnands þá hefur þú skrýtna sýn á lýðræðislegar kosningar og telur að meira hafi veirð að í kosningunni hér á landi en rétt er.

Það er hgæt að taka dæmisögu um þetta. Ef á skólalóðinni er sterkur hrotti sem stundar það að berja minnimáttar og ræna eigum þeirra og skólayfirvöld ráða ekki við málið þá eina lausnin sú að allir hinir krakkarnir standi saman gegn þeim. Líla þeir litlu sem hafa ekkert í hann að segja. Ef sú samstaða brestur þá eru líkur á því að hrottinn haldi áfram sínu ofbeldi. Það að stoppa hann af með samstöðu er einmitt mikilvægast fyrir þá litlu sem ekki hafa neitt í hrottann að segja.

Ef Rússar komast upp með það að taka land af öðrum ríkjum með hervaldi þá geta alþjóðalög orðið haldlítil Það eru fáir sem tapa meira á því en litlar þjóðir með lítin herstyrk. Við eigu bæði fullveldi okkar og fiskveiðiauðlindir undir því að alþjóðalög haldi því við höfum hvorki herstyrk til að verja fullveldi okkar ef að því er sótt mé til að verja landhelgi okkar er öflugar þjóðir sækja í hana.

Sigurður M Grétarsson, 15.8.2015 kl. 17:27

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað varðar fullhyrðinguna um að Rússum hafi borið skylda til að verja hagsmuni Rússa í Úkraínu þá heldur hún ekki vatni. Þeir hafa verið íbúar í Úkraínu í meira en áratug án þess að að þeim hafi verið vegið og það var ekkert slíkt í farvatninu. Það eina sem var í farvatningu var að stjórnvöld í Úkraínu ætluðu að auka samskipti sín við lýðræðisþjóðir á Vesturlöndum og að sama skapi minnka samskipti sín við Rússland. Það ætluðu þau að gera til að losna undan járhæl Rússa sem hafa lengi verið ógnandi gagnvart fyrrum ríkjum Sovétríkjanna.

Þessi afskipti Rússa undir því yfirskyni að verja hagsmuni rússnesks minnihluta bæði í Úkraínu og Georgíu eru ekkert annað en réttlætingar á valdabrölti Rússa á þessum slóðum. Pútín vill endurreisa Sovétríkin og í því efni sækist hann eftir því að innlima eins mörg fyrrum ríki Sovétríkjanna undir Rússland að hluta eða öllu leyti. Komist hann upp með það í Úkraínu er sjálftæði Eystrarsaltsríkjanna ógnað.

Sigurður M Grétarsson, 16.8.2015 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 27
  • Sl. sólarhring: 1205
  • Sl. viku: 5771
  • Frá upphafi: 2277522

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 5333
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband