Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndir vilja eyða biðlistum.

Mér fannst þessi frétt nokkuð sérstök vegna þess að Frjálslyndir hafa haft það á stefnuskrá sinni að eyða biðlistum m.a. þeim biðlistum sem um ræðir í fréttinni án þess að ástæða hafi þótt til þess af fjömiðlum að slá því upp eða geta sérstaklega ummæla frambjóðenda Frjálslyndra í þessu efni.

Ég hef sérstaklega vakið athygli á velferðarhallanum eins og ég kalla það sem hefur skapast í tíð ríkisstjórnarinnar þar sem þeir sem lakast eru settir hafa ekki fengið í sinn hlut þann bata sem orðið hefur á lífskjörum almennings í landinu. Þess vegna er brýnast að leiðrétta velferðarhallann. Eyða biðlistum og borga öryrkjum og öldruðum sómasamlegar bætur og lífeyri. Velferðarkerfið á Íslandi á að bjóða þeim sem þurfa á því að halda mannsæmandi lífskjör. Ekki bara brýnustu lífsnauðsynjar heldur mannsæmandi lífskjör.

Einn vinur minn er búinn að bíða í marga mánuði eftir aðgerð. Hann gengur um á hverjum degi bryjðandi verkjapillur og skakkur vegna vanlíðunar. Þetta er aðgerð sem tekur ekki langan tíma. En hann er á biðlistanum. Hvað skyldi það kosta þjóðfélagið að sinna ekki slíkum aðgerðum. Þessi vinur minn er hættur að geta sinnt vinnunni sinni. Hvað þarf hann að bíða lengi í kvöl? Það er spurning sem allt of margir þurfa að spyrja.


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 887
  • Frá upphafi: 2291653

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 785
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband