Leita í fréttum mbl.is

Þeir þvælast bara fyrir

Elín Hirst alþingismaður kvartar sárlega á fésbókarsíðu sinni yfir því að Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson sem og aðrir sem hún nefnir fyrrverandi stjórnmálamenn skuli tjá sig um mál og hafa skoðun. Af ummælum Elínar þingmanns virðist helst mega ráða að þeir sem komnir nokkuð yfir sextugt eigi þegar að fara í úreldingu og svipta beri þá tjáningarfrelsinu af því að svoleiðis fólk þvælist bara fyrir, þar sem það skilji hvort eð er ekki þjóðfélag dagsins í dag.

Athyglisvert var að sjá þegar farið var yfir störf þingmanna á síðasta þingi að Elín Hirst tjáði sig nánast aldrei. Hafði ekkert til mála að leggja. Ekki var það vegna þess að gamlir og úreltir stjórnmálamenn sem skilja ekki sinn vitjunartíma og átta sig ekki á nútíma stjórnmálum væru að taka tímann frá henni eða beittu ofurþunga sínum rasssíðir í pontu Alþingis. Eitthvað annað var þess í vegi að þingmaðurinn sá aldrei ástæðu til að taka til máls á þeim vettvangi eða tjá skoðanir sínar.

Ef til vill var þingmaðurinn ekki í réttum gallabuxum sem hæfðu tjáningu á hinu háa Alþingi.

En hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að vera á móti tjáningarfrelsi allra borgara og miða við að það væri bara fyrir suma útvalda og hvenær hafnaði flokkurinn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vinstri menn hafa lengi haft horn í síðu Björns Bjarnasonar og það minnkaði ekki þegar hann hætti afskiptum af stjórnmálum og hefur uppnefnt hann "eftirlaunaþegan", þegar hann hefur tjáð sig í fjölmiðlum eftir að hann hætti á þingi.

Svona er góða og umburðarlynda fólkið í dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2015 kl. 20:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ágæti Jón, þetta innlegg þitt angar af kvenfyrirlitningu.  Það getur ósköp vel verið að Elín komi ekki mikið í pontu, en það gera heldur ekki nærri allir þingmenn alþingis.  En hún er óhrædd við að tjá sig um mörg réttlætismál og líka óhrædd við að segja meiningu sína, það er sko miklu meira en hægt er að segja um marga aðra, sem endalaust smjaðra fyrir valdinu til að fá brautargengi.  Ég verð að segja að þó ég deili ekki pólitískri sýn Elínar þá virði ég hana fyrir að hún skuli þora að ögra karlaveldinu í flokknum.  Hún gerir sér örugglega grein fyrir því að það er ekki til vinsælda fallið.  Og sagði hún eitthvað rangt?  Ekki að mínu mati, þetta landlæga karlaveldi í pólitík er það sem er að drepa fjórflokkinn og þið sjáið það ekki, því þið eruð fastir í sjálfsheldu og hafi ekki döngun í ykkur til að koma inn í nútímann.  Og eitt enn minn ágæti hefur Elín sems sagt ekki tjáningafrelsi, má bara tala vel um foringjana til að hafa málfrelsi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2015 kl. 21:13

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég tel að Elín ætti bara einbeita sér að því sem hún gerir...ef það er eitthvað, það er nú umtalað að þingið hefur farið niður..sem er ekki gott.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.9.2015 kl. 21:14

4 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt Gunnar. Góða og umburðarlynda fólkið að eigin mati á vinstra kanti stjórnmálanna er ansi gjarnt að hengja neikvæða merkimiða á þá sem eru á öndverðum meiði við það í pólitík.

Jón Magnússon, 15.9.2015 kl. 09:12

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ásthildur hvernig í ósköpunum getur þú fengið það út að skrif mín angi af kvennfyrirlitningu. Það gera þau alls ekki og hefur ekkert kynlægt vægi. Konur hafa sem betur fer haslað sér völl víða í samfélaginu og staðið sig með miklum sóma Ég hef alltaf verið talsmaður jafnstöðu karla og kvenna en í því felst m.a. Ásthildur að það á að gagnrýna konur jafnt og karla á málefnalegum grundvelli.  Ég er að víkja að þingkonunni á grundvelli þess sem hún segir og gerir en það hefur ekkert með kynferði hennar að gera.

Ég hef t.d. iðulega gagnrýnt Vilhjálm Bjarnason þingmann Sjálfstæðisflokksins þegar mér hefur fundist ástæða til þess. Ekki er það vottur af karlfyrirlitningu. En jafnstaða felst m.a. í því að konur verða að standa sig og þola að á þær sé deilt ekki síður en karla.

Margaret Thatcher braut sér leið til valda í karllægu þjóðfélagi í einum karllægasta stjórnmálaflokki veraldar á þeim tíma Af hverju? Af því að hún hafði meiri hæfileika en þeir karlar sem öttu kappi við hana. Á grundvelli hæfileika sækja konur fram en ekki kynferðis- slík viðmiðun er alltaf slæm.

Jón Magnússon, 15.9.2015 kl. 09:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hnaut svolítið um þetta Jón minn: Ef til vill var þingmaðurinn ekki í réttum gallabuxum sem hæfðu tjáningu á hinu háa Alþingi.

Það er nefnilega málið, hvenær er talað um fatnað eða útlit karla í þessu samhengi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2015 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 575
  • Sl. sólarhring: 894
  • Sl. viku: 6319
  • Frá upphafi: 2278070

Annað

  • Innlit í dag: 524
  • Innlit sl. viku: 5830
  • Gestir í dag: 502
  • IP-tölur í dag: 488

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband