Leita í fréttum mbl.is

Viljum við hafa Ríkisútvarp?

Í leikriti sínu "The importance of being Earnest" notaði söguhetjan tilbúinn vin sem hét Bunburry sem var alltaf veikur eða eitthvað að. Tilvonandi tengdamamma sagði að það væri kominn tími til að þessi Bunburry tæki ákvörðun um hvort hann ætlaði að lifa eða deyja. Það sama á við um eigendur Ríkisútvarpsins þeir verða að taka ákvörðun um það hvort RÚV á að lifa eða deyja.

Vilji ráðandi öfl að ríkið reki fjölmiðil þá er ekkert annað að gera en að létta af RÚV gömlu eftirlaunaskuldbindingunum með yfirtöku ríkisins. Síðan verður að fara í þá vinnu að endurskipuleggja fyrirtækið.

Þjóðin hefur vafalaust fullan skilning á því að RÚV sinni innlendri þáttagerð og gæti vel að þjóðlegri menningu og íslensku máli. Hins vegar telja margir að fréttastofa RÚV sé varla boðleg, kosti of mikið, sé hlutdræg og færi takmarkaðar og oft illa unnar fréttir.

Þótt litið sé framhjá því hversu hlutdrægar fréttir RÚV og sérstaklega fréttaskýringaþættir eru, þá sjá samt allir sem fylgjast með erlendum fréttamiðlum að fréttastofa RÚV er léleg. Þá er ekki gætt að því að hafa lifandi umræðu um þjóðmál á hlutlægum grundvelli eða öfluga þætti og upplýsingar um listir og íslenskt handverk svo dæmi sé nefnt. Þar sér maður stóran mun á RÚV og hinum norrænu ríkisfjölmiðlunum.

Því er haldið fram að Sjálfstæðisfólk vilji RÚV feigt, en það er rangt. Allt of margt sjálfstæðisfólk lítur á RÚV sem upphaf og endi fjölmiðlunar í landinu að Mogganum einum undanskildum.

Síðan er það fólk eins og sá sem þetta ritar sem vill eiga þess kost að greiða áskriftargjald að RÚV eða hafna því. Sættir sig ekki við þá lögþvingun sem nú fylgir RÚV eins og nefskatturinn þar sem m.a. lögaðilar greiða nefskatt líka þar á meðal hlutafélög og einkahlutafélög þó þau fylgist aldrei með fjölmiðlum.

Óstjórnin á RÚV og slappleiki í fréttamennsku, nýungum og nútímalegri fjölmiðlaþjónustu er ekki einkamál örlítils hóps. Hún skiptir alla þjóðina máli. Þjóðin á  rétt á að fá það fyrir peningana sína sem hún leggur til RÚV. Til að svo megi verða þarf að hætta við tilgangslaus gæluverkefni og segja gæludýrum sem engin hefur áhuga á upp störfum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góðan dag Jón,þú kemur þessu svo vel til skila sem hefur kallað fram ólundar-viðbrögð mín ofl.í mörg ár.Þakka þér.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2015 kl. 09:06

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Helga.

Jón Magnússon, 2.11.2015 kl. 12:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverjur er ekki hægt að reka RÚV skv. fjárlögum? 

Halldór Jónsson, 2.11.2015 kl. 14:45

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef það þarf endilega að vera svo sem verið hefur með svonefnt ríkisútvarp sjónvarp , þá er mitt svar við spurningunni í fyrirsögninni Nei.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.11.2015 kl. 16:28

5 Smámynd: Jón Magnússon

Á sínum tíma þegar fyrsti útvarpsstjórinn var við völd í RÚV maður að nafni Jónas Þorbergsson þá var hann dæmdur til að greiða sjálfur framúrkeyrslu stofnunarinnar. Ef við tækjum upp sama kerfi nú að stjórnendur ríkisstofnana og oheffa þyrftu að borga framúrkeyrsluna sjálfir þá mundi hún heyra sögunni til. Framúrkeyrsla er ekkert annað en brot á lögum Halldór.

Jón Magnússon, 2.11.2015 kl. 23:03

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það yrði líka mitt svar Hrólfur.

Jón Magnússon, 2.11.2015 kl. 23:03

7 identicon

Svo má líka spyrja, þurfum við ríkiskirkju..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 09:11

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er líka gild spurning Helgi.

Jón Magnússon, 4.11.2015 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 272
  • Sl. sólarhring: 1427
  • Sl. viku: 1802
  • Frá upphafi: 2293270

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 1645
  • Gestir í dag: 252
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband