Leita í fréttum mbl.is

Fólk í búrum.

Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, sem er stærsti manngerði harmleikurinn í dag var hönnuð og studd af Erdogan Tyrkjasoldáni, Furstunum í Katar, Kóngum og prinsum í Saudi Arabíu og Obama Bandaríkjaforseta og taglhnýtingum hans. Hundruð þúsunda hafa fallið, margar milljónir eru á flótta og ofstækissamtökum eins og ISIS vex fiskur um hrygg.

Þó vitað sé að Katar, Saudi Arabar og Tyrkjasoldán hafi í leynum stutt við eða látið afskiptalausan uppgang ISIS þá hafa Bandaríkjamenn sagst styðja hinn "góða" frjálsa Sýrlenska her og hent milljörðum dollara af stuðningi og vopnum til þessara meintu góðu. Mest af því hefur lent í höndum ISIS. Tyrkir, Sádar og fleiri hafa hjálpað tugum þúsunda erlendra vígamanna til að ganga til liðs við ISIS og önnur samtök uppreisnarmanna í Sýrlandi. Er einhver að tala um að setja viðskiptabann á þessi ríki sem styðja hryðjuverkamennina? Nei ekki þá Katarar eru friðhelgir þó þeir séu öflugusta stuðningsþjóð hryðjuverkasamtaka og geta fjárfest í Volkswagen og enskum stórverslunum eins og ekkert sé.

Nú hamast vestrænir fjölmiðlar við að segja frá því að loftárásir Rússa beinist helst að þessum meinta "góða" frjálsa sýrlenska her, en það er lítið sagt frá því hvað þeir soldátar eru að gera til að verðskulda þetta sæmdarheiti Obama og vestrænna fjölmiðla.

Í frétt í breska stórblaðinu Daily Telegraph í dag segir frá því að sodátar Obama og félaga noti fanga sem manngerða vörn (human shields) Fangarnir, sem eru aðallega borgarar af trúflokki Alawita eru settir í búr og hafðir þar sem hinir góðu frjálsu telja að búast megi við sókn sýrlenska hersins og bandamanna þeirra. Búrin eru flutt á milli svæða í Damascus sem uppreisnarmenn ráða. Talið er að þarna séu yfir hundrað búr þar sem sjö einstaklingar eru að jafnaði innilokaðir. 

Hefði ekki komið til virkur stuðningur Obama stjórnarinnar í Bandaríkjunum þá væri ekki neitt borgarastríð í Sýrlandi. Þá væri ekki óviðráðanlegt flóttamannavandamál í Evrópu. Hefðu fjölmiðlarnir gegnt hlutverki sínu og sagt raunsannar fréttir af átökunum í Sýrlandi þá hefðu Obama, Erdogan,Katar og Sádar ekki komist upp með endalausan stuðning við hryðjuverkasamtök.

Það er mál að linni og fjölmiðlar fari aftur að vinna sitt verk og ríkisstjórnir Vesturlanda bregðist við og útrými hryðjuverkaliðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætli það verði ekki Rússar, sem harðast beiti sér í því að útrýma hryðjuverkaliðinu?

En ljót var upptalningin, nafni minn, á þeim sem ábyrgir eru fyrir borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, með mannfalli sem nemur langtum fleiri en öllum meðlimum Þjóðkirkjunnar íslenzku.

"Friðarverðlaunahafinn" Obama er einhver versta sending sem mannkynið hefur fengið til Vesturheims, sannkölluð hermdargjöf og verk hans bjarnargreiði við trúsystkini þeirra Obama-bræðra.

Jón Valur Jensson, 4.11.2015 kl. 12:21

2 Smámynd: Jón Magnússon

Skrýtið mál Jón Valur að standa allt í einu uppi og treysta Rússum betur en mörgum af hefðbundnum vinaþjóðum. Mannfallið í Sýrlandi nálgast að vera öll íslenska þjóðin. Obama er sennilega versti forseti Bandaríkjanna frá upphafi og er þá langt til jafnað miðað við þann næstsíðasta.

Jón Magnússon, 4.11.2015 kl. 13:47

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir gerast ekki verri.

Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2015 kl. 23:28

4 identicon

Hver hefur leyft þér og hvernig dirfistu að segja sannleikann?

Jón Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2015 kl. 20:09

5 Smámynd: Jón Magnússon

Segðu Sævar. Ætli ég verði ekki sá fyrsti sem verður grýttur.

Jón Magnússon, 6.11.2015 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 1692
  • Frá upphafi: 2291582

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1519
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband