Leita í fréttum mbl.is

Ástin og stríðið og Sjálfstæðisflokkurinn.

Svo er komið að forseti Frakklands, sem og aðrir leiðtogar Evrópu taka ekkert mark á boðskap forustu Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir nokkru lýsti ritari þess flokks því yfir í kjölfar hryðjuverka ISIS í París, þar sem á annað hundrað friðsamir borgar voru drepnir, að ástin væri alltaf sterkust. Jafnframt taldi ritarinn að bregðast bæri með ást við hryðjuverkum ISIS.

Þrátt fyrir þessa sérstæðu utanríkispólitísku stefnu, sem er raunar á skjön við allt sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir í utanríkismálum til þessa, lýsti forseti Frakklands í kjölfarið yfir víðtækum hernaðaraðgerðum gegn ISIS.

Ekki nóg með það. Nú hefur það gerst sem engan gat órað fyrir, að Frakkar hafa hvatt Þjóðverja til að vígbúast af kappi og fara með hernaði gegn ISIS og kanslari Þýskalands tekur undir að ekki megi víkjast undan slíku skylduverki,  að uppræta ISIS með hernaði.  

Nú væri ráð ef Sjálfstæðisflokkurinn telur stefnu annarra Evrópuríkja gegn ISIS óráð hið mesta, þar sem sýna beri ISIS ást og vináttu, hvað sem raular og tautar, að senda formann utanríkisnefndar og hinn nýkjörna ritara til að kynna þessa stefnu flokksins áður en herhlaup verður hafið  í Suðurvegi.

Sú kynningarherferð gæti vafalaust orðið skemmtiefni ef ekki tragikómísk í öðrum ríkjum Evrópu. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Drottinn minn dýri.  Íslenskum pólitíkusum er oft ekki við bjargandi.  Við ætlum í alvöru að vinna óðar skepnur með kærleik meðan útlendingar vinna skítverkin fyrir okkur.  Það er eitt það vitlausasta á jörðu niðri.  Það hljóta allir hugsandi menn að vita að ekkert sem þeir gera snýst um ást og kærleik og það vinnur ekki á þeim.

Hvar er virðingin fyrir öllu saklausa fólkinu sem dó af völdum þessara villimanna?  Og þar með töldum rússnesku flugmönnunum sem voru skotnir með köldu blóði niður úr loftinu?  Það þarf líka að taka á þeim sem skutu þá niður. 

Elle_, 25.11.2015 kl. 22:59

2 identicon

Ég vil bara óska þér og öðrum Sjálfstæðismönnum til hamingju með þessa ungu og vel gefnu stúlku sem kjörin var ritari flokksins, loksins kom einhver með viti í stjórn þessa flokks.

Er algjörlega sammála henni, gamla kjörorðið sem þið hippakynslóðin hélduð svo á lofti, ást og friður, ást og friður sem er jafnframt boðskapur biblíunnar.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 16:29

3 identicon

Sko, nú leifi ég mér að vera með vangaveltur ... ef ISIS væri ríki, sem væri að berjast fyrir tilveru sinni.  Þá hefðu þeir hoppað upp af kátínu, þegar rússar komu á vetvang.  Því það þýddi, að þeir gætu "möguleg" með svolítilli pólitískri list, aflað sér bólfélaga.  Í staðinn, þá réðust þeir ólmir gegn Rússum, enn heiftarlegar en Kanann ... sem eftir öllum fréttum er búinn að vera að berja á ISIS í áraraðir.

Eða? Kanski ástæðan fyrir því að ISIS voru svona reiðir við tilkomu Rússa, var sú að það spillti fyrir rúmfangaviðskiptum ISIS og Bandaríkjamanna, en Caine hefur verið myndaður í fleirgang, sem fastur bólfélagi ISIS.  Svo, það er kanski þessvegna sem sjálfstæðisflokkurinn er svona jákvæður ISIS ...því þeir segja "opið" sem bandaríkjamenn reyna að halda leyndu? eða?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 752
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband